Gummi Ben: Ronaldo er ekki að fara frá Evrópu og úr Meistaradeildinni fyrr en Messi deyr Framtíð Cristiano Ronaldo var til umræðu í nýjasta þættinum af Sportinu í dag sem er nú aðgengilegur inn á Vísi. Fótbolti 16. mars 2021 14:46
Leggja allt sitt traust á gamla gengið gegn óttalausu Atalanta-liði Sigursælasta lið í sögu Meistaradeildar Evrópu, Real Madrid, er með eins marks forskot fyrir seinni leikinn gegn Atalanta í sextán liða úrslitum keppninnar og treystir á reynsluna til að komast yfir þann hjalla. Fótbolti 16. mars 2021 14:11
Pep ekki sammála leikmanni sínum á blaðamannafundi Oleksandr Zinchenko segir að Manchester City geti unnið fernuna á þessu tímabili en knattspyrnustjórinn Pep Guardiola er ekki sammála honum. Enski boltinn 16. mars 2021 11:30
Milljóna sekt á leiðinni fyrir að mæta í röngum bíl á æfingu Hjá þýska félaginu Bayern München er það bara ein bílategund sem skiptir máli og það er eins gott fyrir leikmenn liðsins að hlýða því. Því fær veski Kingsley Coman líklega að kynnast á næstunni. Fótbolti 16. mars 2021 11:01
Zidane um Ronaldo: „Kannski“ Fjölmiðlar halda áfram að fjalla um framtíð Cristiano Ronaldo en hann er orðaður burt frá Juventus eftir vonbrigði þeirra í Meistaradeildinni. Fótbolti 15. mars 2021 21:01
Zidane getur ekki útskýrt nýjustu meiðsli Eden Hazard Eden Hazard sneri aftur í lið Real Madrid um helgina eftir að hafa verið frá í einn og hálfan mánuð en hann meiddist aftur eftir aðeins fimmtán mínútur. Fótbolti 15. mars 2021 16:01
„Óskiljanleg niðursveifla ensku meistaranna“ Fyrrum danski landsliðsmaðurinn Morten Bruun skrifar vikulega pistla á danska miðilinn BT um allt milli himins og jarðar í fótboltanum og þessa vikuna var Liverpool meðal annars til umræðu. Enski boltinn 14. mars 2021 10:01
Glódís og Karólína mætast í átta liða úrslitum Meistaradeildar Það verður Íslendingaslagur í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta þegar lið Glódísar Perlu Viggósdóttur og Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur mætast. Sara Björk Gunnarsdóttir fer með Lyon í franskt uppgjör. Fótbolti 12. mars 2021 11:20
Klopp: Hann er einn af þeim bestu í heimi í sinni bestu stöðu Þetta hefur verið sérstakt tímabil fyrir leikmenn Liverpool og ekki síst fyrir leikmann eins og Brasilíumanninn Fabinho. Enski boltinn 12. mars 2021 09:30
Fyrst allra Grænlendinga til að leika í Meistaradeild Evrópu Á miðvikudaginn varð Asii Kleist Berthelsen fyrst allra Grænlendinga til að leika í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu. Þó svo að leikurinn hafi tapast þá má með sanni segja að Berthelsen hafi skráð sig á spjöld sögunnar. Fótbolti 12. mars 2021 07:01
Sjáðu mörkin úr langþráðum Liverpool-sigri og draumamark Messi Liverpool og Paris Saint-Germain komust áfram í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í gær. Fótbolti 11. mars 2021 09:01
„Þetta hefur verið erfitt“ „Þetta eru stór úrslit fyrir okkur. Við komum hingað eftir að hafa tapað nokkrum leikjum í deildinni og liðið er ekki í besta forminu en við viljum berjast í Meistaradeildinni og deildinni og sjá hvað setur,“ sagði Mohamed Salah, einn af markaskorurum Liverpool, eftir 2-0 sigurinn á Leipzig í kvöld. Fótbolti 10. mars 2021 22:18
Átta liða úrslit Meistaradeildarinnar án Messi og Ronaldo sjaldgæf sjón Lionel Messi og félagar hans í Barcelona duttu út úr Meistaradeild Evrópu í kvöld er liðið gerði 1-1 jafntefli við PSG í síðari leiknum. Fótbolti 10. mars 2021 22:11
Messi allt í öllu en Barcelona úr leik Barcelona var með mikla yfirburði gegn PSG er liðin mættust öðru sinni í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Leiknum í París í kvöld lauk þó með 1-1 jafntefli og samanlagt 5-2 fyrir PSG. Fótbolti 10. mars 2021 21:53
Færaveisla í Búdapest og Liverpool áfram Það vantaði ekki færin í síðari leik Leipzig og Liverpool í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool vann leikinn 2-0 og eru því komnir áfram í átta liða úrslitin, samanlagt 4-0. Fótbolti 10. mars 2021 21:51
Glódís Perla þriðji Íslendingurinn í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar Glódís Perla Viggósdóttir og Rosengård eru komnar í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir 2-0 sigur á St. Polten í Austurríki. Fótbolti 10. mars 2021 21:17
Vítaspyrnudrama er Karólína komst örugglega áfram í Meistaradeildinni Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og stöllur hennar í Bayern Munchen eru örugglega komnar áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Fótbolti 10. mars 2021 19:10
Bókaði herbergi á hóteli Börsunga en var að endingu handtekinn Stuðningsmaður PSG ætlaði sér að vera sniðugur í gærkvöldi en það endaði ekki betur en svo að hann gisti fangageymslu í nótt. Fótbolti 10. mars 2021 18:30
Enginn mætti á blaðamannafund stjóra Porto eftir leikinn gegn Juventus Framlengja þurfti leik Juventus og Porto í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Blaðamannafundur knattspyrnustjóra Porto, Sérgio Conceicao, tók hins vegar enga stund. Bókstaflega. Fótbolti 10. mars 2021 16:30
„Ronaldo er eins og fífl þarna, engin spurning“ Guðmundur Benediktsson var með Hjörvar Hafliðason og Reynir Leósson með sér í Meistaradeildarmessunni í gær. Þeir ræddu meðal annars hvað Cristiano Ronaldo var að gera í varnarveggnum í aukaspyrnumarkinu sem kom Porto áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Fótbolti 10. mars 2021 15:30
Sara Björk í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar sjöunda árið í röð Sara Björk Gunnarsdóttir og félagar í franska liðinu Lyon lentu undir í byrjun seinni leik sextán liða úrslita Meistaradeildarinnar en snéru við leiknum og komust örugglega áfram. Fótbolti 10. mars 2021 14:51
Haaland veit ekkert hvað hann æpti á Bono Erling Haaland, veit ekki hvað hann öskraði á Bono, markvörð Sevilla, eftir að hann skoraði úr vítaspyrnu fyrir Borussia Dortmund í leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Fótbolti 10. mars 2021 12:30
Ronaldo hefur aldrei skorað í leik á móti Pepe Cristiano Ronaldo þakkar örugglega fyrir það að Pepe hefur oftast verið með honum í liði inn á fótboltavellinum. Fótbolti 10. mars 2021 12:01
Tekst Liverpool að bjarga tímabilinu í Meistaradeildinni? Liverpool er í góðri stöðu fyrir seinni leikinn gegn RB Leipzig í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þjóðverjarnir sjá þó eflaust tækifæri til að koma höggi á ensku meistarana sem hefur gengið bölvanlega að undanförnu. Fótbolti 10. mars 2021 11:40
Sjáðu dramatíkina í Tórínó, mistök Ronaldos og VAR-fíaskóið í Dortmund Ekki vantaði dramatíkina í leiki gærkvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Níu mörk voru skoruð í þeim, eitt rautt spjald fór á loft og myndbandsdómgæslan kom mikið við sögu. Fótbolti 10. mars 2021 09:00
Sagði ófyrirgefanlegt að Ronaldo hafi verið hræddur við boltann Cristiano Ronaldo var harðlega gagnrýndur fyrir tilburði sína í öðru marki Porto gegn Juventus í Meistaradeild Evrópu í gær. Fabio Capello sagði að varnarleikur Ronaldos hafi verið ófyrirgefanlegur. Fótbolti 10. mars 2021 08:02
Enginn fljótari að skora tuttugu mörk í Meistaradeild Evrópu Erling Braut Håland varð í gær fljótasti leikmaður í sögu Meistaradeildar Evrópu til að skora tuttugu mörk í keppninni. Það í aðeins fjórtán leikjum. Fótbolti 10. mars 2021 07:01
Juventus úr leik eftir framlengdan leik gegn Porto á heimavelli Juventus er dottið úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir ótrúlegt 3-2 tap í framlengdum leik gegn Porto á heimavelli. Porto vann fyrri leik liðanna 2-1 og fer því áfram þökk sé fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Fótbolti 9. mars 2021 22:45
Håland allt í öllu er Dortmund tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Borussia Dortmund er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-2 jafntefli gegn Sevilla í kvöld. Dortmund fyrri leik liðanna 3-2 og þar með eingívið samtals 5-3. Fótbolti 9. mars 2021 22:00
Alls fimm Íslendingar sem munu taka þátt í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handbolta lauk nýverið og nú er búið að draga í 16-liða úrslit keppninnar. Þar verða þrír íslenskir landsliðsmenn í eldlínunni ásamt tveimur fyrrum landsliðsmönnum sem starfa nú sem þjálfarar. Handbolti 9. mars 2021 20:01