Stuðningsmenn Liverpool smeykir við að fara til Ísrael Formaður alþjóðlegs stuðningsmannaklúbbs Liverpool er lítt hrifinn af því að liðið neyðist til að spila síðari leik sinni í þriðju umferð forkeppni meistaradeildarinnar í Ísrael, en mikill ófriður hefur verið í landinu að undanförnu. Liverpool mætir liði Maccabi Haifa frá Ísrael og á að spila útileik sinn í Haifa þann 22. eða 23. ágúst. Fótbolti 28. júlí 2006 14:36
FH færi til Úkraínu Í morgun var dregið í þriðju umferð forkeppni meistaradeildar Evrópu og fari svo að Íslandsmeisturum FH takist að slá út pólska liðið Legia Varsjá, mæta þeir úkraínska liðinu Shakhtar Donetsk í næstu umferð. Fótbolti 28. júlí 2006 13:12
Framtíð Milan í meistaradeild ræðst fljótlega Knattspyrnusamband Evrópu mun taka ákvörðun um framtíð AC Milan í meistaradeildinni þann 2. ágúst nk, en þá verður gefið endanlegt svar um það hvort liðið fær að taka þátt í keppninni. Þangaði til annað kemur í ljós verða það því Milan, Inter, Chievo og Roma sem verða fulltrúar Ítala í keppninni. Fótbolti 27. júlí 2006 14:00
Súrt tap FH fyrir Legia Varsjá Íslandsmeistarar FH töpuðu fyrri leik sínum gegn pólska liðinu Legia Varsjá 1-0 í Kaplakrika í kvöld. Markið skoraði Brasilíumaðurinn Elton undir lok leiksins og því bíður Hafnfirðinga afar erfitt verkefni úti í Póllandi eftir viku þegar liðin spila síðari leik sinn í annari umferð forkeppni meistaradeildarinnar. Bæði lið fengu raunar fín marktækifæri í kvöld en aðeins einstaklingsframtak varamanns Pólverjanna skildi að í lokin. Fótbolti 26. júlí 2006 20:34
Markalaust í hálfleik í Kaplakrika Staðan í leik FH og Legia Varsjá í forkeppni meistaradeildarinnar er markalaus 0-0 þegar flautað hefur verið til hálfleiks. Bæði lið hafa fengið nokkur góð færi og fékk Tryggvi Guðmundsson besta færi Hafnfirðinga undir lok hálfleiksins. Pólska liðið er vel stutt af fjölda landa sinna sem mættir eru í stemminguna í Kaplakrika. Leikurinn er sýndur beint á Sýn. Fótbolti 26. júlí 2006 19:15
FH - Legia Varsjá í beinni á Sýn Nú styttist í að fyrri leikur FH og pólska liðsins Legia Varsjá í annari umferð forkeppni meistaradeildar Evrópu hefjist á Kaplakrikavelli og verður leikurinn sýndur beint á Sýn. Útsending hefst klukkan 18:15. Búist er við gríðarlegri stemmingu á vellinum og fregnir herma að miðasala hafi gengið vonum framar. Búist er við hundruðum Pólverja á leikinn í kvöld, en eins og flestir vita er fjöldi Pólverja búsettur hérlendis og því má eiga von á líflegri stemmingu á pöllunum. Fótbolti 26. júlí 2006 17:52
FH-ingar áfram eftir jafntefli FH-ingar eru komnir í aðra umferð forkeppni meistaradeildar Evrópu eftir 1-1 jafntefli við TVMK Tallin í Kaplakrika í kvöld og mætir Legia Varsjá frá Póllandi í næstu umferð. FH sigraði því samanlagt 4-3. Eistarnir komust yfir 1-0 á 60. mínútu leiksins með marki úr vítaspyrnu, en Atli Guðnason reyndist bjargvættur Hafnfirðinga eins og í fyrri leiknum þegar hann jafnaði undir lokin með laglegu marki. Sport 19. júlí 2006 20:39
Jafnt í Kaplakrika í hálfleik Staðan í leik FH og TVMK Tallin í forkeppni meistaradeildar Evrópu er 0-0 þegar flautað hefur verið til hálfleiks í síðari leik liðanna í Kaplakrika. FH hefur því enn yfir 3-2 samanlagt í einvíginu og er í ágætum málum. Eistarnir hafa átt besta færið í leiknum til þessa, en Hafnfirðingar virðast þó hafa góð tök í leiknum sem sýndur er beint á Sýn. Sport 19. júlí 2006 20:01
FH - Tallin í beinni á Sýn í kvöld Síðari leikur FH-inga og eistnesku meistaranna TVMK Tallin í forkeppni meistaradeildar Evrópu fer fram í Kaplakrika í kvöld og verður sýndur beint á Sýn. Hafnfirðingar unnu frækinn 3-2 sigur ytra í fyrri leiknum og eru því í góðri stöðu fyrir hinn síðari í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:15. Sport 19. júlí 2006 18:12
Frækinn sigur FH í Tallin Íslandsmeistarar FH unnu í dag frækinn útisigur á eistneska liðinu TVMK Tallin í forkeppni meistaradeildar Evrópu 3-2 og eru því í góðri stöðu fyrir síðari leikinn hér heima. Tryggvi Guðmundsson og Sigurvin Ólafsson komu FH í 2-0 en heimamenn jöfnuðu metin á skömmum tíma þegar um stundarfjórðungur var eftir. Það var svo Atli Guðnason sem tryggði FH sigurinn með góðu einstaklingsframtaki þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Sport 11. júlí 2006 16:55
FH hefur yfir 2-1 FH-ingar eru í ágætum málum úti í Eistlandi gegn Tallin í fyrri leik liðanna í forkeppni meistaradeildarinnar. Tryggvi Guðmundsson kom FH yfir í fyrri hálfleik og Sigurvin Ólafsson kom FH í 2-0 á 69. mínútu. Aðeins mínútu síðar minnkuðu heimamenn muninn og nú þegar rúmar tíu mínútur eru eftir af leiknum hafa Hafnfirðingar því forystu og eru í ágætum málum fyrir síðari leikinn á heimavelli. Sport 11. júlí 2006 16:33
FH yfir í hálfleik í Tallin Íslandsmeistarar FH hafa yfir 1-0 í leikhléi í fyrri leik sínum gegn eistneska liðinu Tallin, en leikið er ytra. Tryggvi Guðmundsson skoraði mark Hafnfirðinga eftir um hálftíma leik og stendur FH því ágætlega að vígi. Sport 11. júlí 2006 16:04
Hrósaði Arsenal í hástert Frank Rijkaard komst í einstakan hóp manna í knattspyrnusögunni þegar hann varð aðeins fimmti maðurinn til að verða Evrópumeistari bæði sem leikmaður og þjálfari. Rijkaard hrósaði leikmönnum Arsenal fyrir baráttu sína í úrslitaleiknum í gær og sagðist hafa gert sér grein fyrir að yrði gríðarlega erfitt að brjóta vörn þeirra á bak aftur. Sport 18. maí 2006 16:45
Hauge sér eftir ákvörðun sinni Norski dómarinn Terje Hauge segist sjá nokkuð eftir ákvörðun sinni að senda Jens Lehmann af leikvelli með rautt spjald í upphafi úrslitaleiksins í meistaradeildinni í gær og viðurkennir að hann hefði átt að bíða aðeins lengur með að taka ákvörðun sína. Sport 18. maí 2006 13:47
Harmi sleginn eftir rauða spjaldið Þýski markvörðurinn Jens Lehmann var að vonum daufur í dálkinn eftir úrslitaleik meistaradeildarinnar í kvöld þar sem hann fékk að líta rauða spjaldið eftir aðeins 20 mínútna leik og setti það stórt strik í reikninginn fyrir lið Arsenal. Sport 17. maí 2006 22:18
Sætt að sigra gegn gömlu félögunum Giovanni van Bronchorst, leikmaður Barcelona og fyrrum leikmaður Arsenal, sagði það hafa verið sætt að leggja gömlu félagana í úrslitaleiknum í meistaradeildinni í kvöld. Sport 17. maí 2006 22:10
Jöfnunarmarkið var rangstaða Arsene Wenger var að vonum ósáttur við tapið í úrslitaleik meistaradeildarinnar í kvöld, en hann var þó ánægður með leik sinna manna á miðað við aðstæður. Hann sagði að jöfnunarmark Katalóníumannanna hefði alls ekki átt að standa því þar hefði verið um rangstöðu að ræða. Sport 17. maí 2006 21:28
Dómgæslan var hræðileg Thierry Henry var ekki sáttur við meðferðina sem hann fékk hjá varnarmönnum Barcelona í úrslitaleiknum í kvöld og vandaði dómara leiksins ekki kveðjurnar. Sport 17. maí 2006 21:13
Barcelona Evrópumeistari Spænska liðið Barcelona er Evrópumeistari í knattspyrnu árið 2006 eftir 2-1 sigur á Arsenal í úrslitaleik í París. Sol Campbell kom enska liðinu yfir í fyrri hálfleik, en þeir Samuel Eto´o og Juliano Belletti tryggðu Barcelona sigurinn með tveimur mörkum á fimm mínútna kafla undir lokin. Sport 17. maí 2006 20:42
Barcelona komið yfir Barcelona er komið í 2-1 gegn Arsenal í úrslitaleik meistaradeildarinnar í knattspyrnu. Samuel Eto´o jafnaði leikinn fyrir Barcelona á 76. mínútu leiksins og aðeins fjórum mínútum síðar skoraði varamaðurinn Beletti sitt fyrsta mark fyrir félagið á ferlinum og kom Börsungum í vænlega stöðu gegn aðeins tíu leikmönnum Arsenal. Sport 17. maí 2006 20:29
Arsenal leiðir í hálfleik Arsenal er yfir 1-0 gegn Barcelona þegar flautað hefur verið til leikhlés í úrslitaleik meistaradeildarinnar. Það var Sol Campbell sem skoraði markið sem skilur liðin að á 37. mínútu, en Arsenal hefur leikið manni færra frá 19. mínútu þegar Jens Lehmann var vikið af leikvelli. Sport 17. maí 2006 19:36
Campbell kemur Arsenal yfir Sol Campbell hefur komið Arsenal yfir gegn Barcelona á 37. mínútu með glæsilegum skalla eftir aukaspyrnu. Barcelona hefur verið heldur sterkari aðilinn eftir að Arsenal missti mann af velli með rautt spjald, en nú verður spænska liðið greinilega að spýta í lófana. Sport 17. maí 2006 19:23
Lehmann rekinn útaf Dramatíkin er strax byrjuð í úrslitaleik Barcelona og Arsenal í meistaradeildinni, en Jens Lehmann markvörður Arsenal var rétt í þessu rekinn af leikvelli með rautt spjald eftir að hann felldi Samuel Eto´o sem var kominn á auðan sjó fyrir framan mark Arsenal. Manuel Almunia er því kominn í mark Arsenal og Robert Pires var tekinn af velli í hans stað. Skelfileg byrjun á úrslitaleiknum fyrir Arsenal. Sport 17. maí 2006 19:05
Byrjunarliðin klár Nú er búið að tilkynna byrjunarliðin í úrslitaleik meistaradeildar Evrópu sem er að hefjast í beinni útsendingu á Sýn. Sport 17. maí 2006 18:04
Campell væntanlega í byrjunarliðinu Nú styttist óðum í úrslitaleik Arsenal og Barcelona í meistaradeildinni sem sýndur verður beint á Sýn í kvöld klukkan 18. Reiknað er með að Sol Campbell verði í byrjunarliði Arsenal, en Arsene Wenger stendur í langan tíma frammi fyrir því að geta valið úr mönnum í nokkrar stöður á vellinum. Sport 17. maí 2006 16:06
Wenger sigurviss Arsene Wenger hefur fulla trú á sigri sinna manna þegar liðið mætir Barcelona í úrslitaleik meistaradeildarinnar annað kvöld, en leikurinn verður að sjálfssögðu í beinni útsendingu á Sýn. Sport 16. maí 2006 22:30
Rijkaard kallar á auðmýkt Frank Rijkaard, stjóri Barcelona, segir að leikmenn sínir láti það ekki hafa áhrif á sig þó þeim sé almennt spáð sigri í úrslitaleik meistaradeildarinnar annað kvöld og bendir á að það sé óréttlátt að stilla hlutunum þannig upp. Sport 16. maí 2006 22:00
Aðstoðardómaranum kippt út fyrir aulamistök Norska aðstoðardómaranum Ole Hermann Borgan var tilkynnt það nú fyrir stundu að hann yrði ekki á hliðarlínunni í úrslitaleik meistaradeildarinnar annað kvöld eins og til stóð, eftir að mynd birtist af honum í Barcelona-treyju í norsku dagblaði í gær. Sport 16. maí 2006 20:01
Ég vil spila með Henry Samuel Eto´o, framherji Barcelona, segist ólmur vilja spila með Thierry Henry í framlínu liðsins ef svo færi að sá franski gengi í raðir Barcelona í sumar og segir þá tvo vera góða vini. Sport 16. maí 2006 16:45
Aðstoðardómarinn myndaður í Barcelona-treyju Nokkuð fjaðrafok hefur myndast í enskum fjölmiðlum í dag eftir að norska dagblaðið Drammen Tidende birti mynd af öðrum aðstoðardómaranna í úrslitaleik meistaradeildarinnar í Barcelona-treyju í gær. Sport 16. maí 2006 16:03