Aðstoðar fólk að nálgast ormalyf ólöglega Einn helsti andstæðingur sóttvarnaaðgerða á Íslandi hefur aðstoðað fólk við að nálgast lyfið Ivermektín til meðferðar við Covid-19. Lyfið er lyfseðilskylt og ekki ætlað til meðferðar við Covid-19. Innlent 10. janúar 2022 20:41
Forsætisráðuneytið bauð hundrað manns í partí þegar tveir máttu koma saman Um eitt hundrað starfsmönnum forsætisráðuneytis Englands var boðið í garðpartí þann tuttugasta maí 2020, þegar einungis tveir máttu koma saman utandyra í Englandi. Erlent 10. janúar 2022 19:28
Smitum fækkar í ensku úrvalsdeildinni aðra vikuna í röð Færri leikmenn og starfsmenn ensku úrvalsdeildarinnar greindust með kórónuveiruna síðastliðna viku en vikuna þar á undan. Þetta er önnur vikan í röð sem smitum fækkar. Enski boltinn 10. janúar 2022 19:01
Mæting barna í bólusetningu langt fram úr vonum Um fimmtán hundruð grunnskólabörn á aldrinum fimm til ellefu ára mættu í Laugardalshöll í dag til að þiggja bólusetningu gegn Covid-19. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir mætinguna hafa farið fram úr björtustu vonum. Innlent 10. janúar 2022 18:26
Willum kominn með minnisblaðið frá Þórólfi sem verður tekið fyrir á morgun Sóttvarnalæknir hefur nú skilað minnisblaði til heilbrigðisráðherra með tillögum að sóttvarnaráðstöfunum innanlands en núgildandi reglugerð rennur út á miðvikudag. Ríkisstjórnin mun fara yfir tillögur Þórólfs á fundi sínum á morgun. Innlent 10. janúar 2022 18:11
Taka sýni úr um þúsund manns til að kanna útbreiðsluna Íslensk erfðagreining mun í vikunni fara af stað með rannsókn þar sem raunveruleg útbreiðsla kórónuveirunnar verður könnuð. Um þúsund manns munu fá boð til að taka þátt og munu niðurstöðurnar nýtast sóttvarnalækni til að skipuleggja viðbrögð við Covid-19. Innlent 10. janúar 2022 16:31
Hélt því fram að fjölskyldan væri bara með veiruna en ekki Covid-19 Sóttvarnalæknir gekk ekki lengra en nauðsyn krefur til að aftra útbreiðslu Covid-19 faraldursins þegar einn af fjölskyldumeðlimum fjölskyldu, sem smitaðist nær öll af Covid-19, var skikkaður í sóttkví. Lögmaður fjölskyldunnar hélt því fram að þeir fjölskyldumeðlimir sem hafi smitast hafi ekki verið með Covid-19 sjúkdóminn, heldur einungis með veiruna sem geti valdið slíkum sjúkdómi. Innlent 10. janúar 2022 15:59
Kasper, Jesper og Jónatan litu við í Laugardalshöll Ræningjarnir Kasper, Jesper og Jónatan úr Kardemommubæ Þjóðleikhússins voru niðri í Laugardalshöll í morgun til að skemmta börnum, sem þangað voru komin í bólusetningu. Lífið 10. janúar 2022 15:04
Um fimm hundruð smit á Grænlandi annan daginn í röð Alls greindust 497 manns með kórónuveiruna á Grænlandi í gær. Þetta er næstmesti fjöldi sem greinst hefur á einum sólarhring á Grænlandi frá upphafi faraldursins, en mesti fjöldinn var á laugardaginn þegar 504 greindust. Erlent 10. janúar 2022 14:41
Birta ítarlegri upplýsingar: Greina á milli „vegna Covid“ og „með Covid“ Landspítalinn hefur í fyrsta skipti gefið út yfirlit yfir inniliggjandi sjúklinga með Covid-19 með upplýsingum um hvernig þeir eru flokkaðir eftir veiruafbrigði, bólusetningastöðu og því hvort ástæða innlagnar er Covid-19, hvort sjúklingar eru með Covid-19 eða hvort óvíst er um orsakasamhengi. Innlent 10. janúar 2022 13:43
Reyna að létta stemmninguna fyrir börnin Límmiðar, sápukúlur og leikatriði eru notuð til að reyna að létta stemmninguna við bólusetningar barna á höfuðborgarsvæðinu sem hófust með skipulegum hætti í hádeginu í dag. Allt hefur gengið vel fyrir sig þar en talsvert meiri tími fer í að bólusetja börn en fullorðna. Innlent 10. janúar 2022 13:34
Covid: Börnin og vegabréfin Nýlega rakst ég á myndband með bandarískum flugmanni, þar sem hann lýsir þeim veruleika sem hann og kollegar hans hafa staðið frammi fyrir undanfarið: að fara í Covid bólusetningu eða að missa vinnuna og um leið lífsviðurværi sitt. Skoðun 10. janúar 2022 13:30
Langflestar þungaðar konur sem leggjast inn vegna Covid eru óbólusettar Stjórnvöld á Bretlandseyjum segja nær allar þungaðar konur sem lagðar hafa verið inn með Covid-19 hafi verið óbólusettar. Yfirvöld hafa ráðist í herferð til að fá óléttar konur til að þiggja bólusetningu. Erlent 10. janúar 2022 11:32
926 greindust innanlands í gær 926 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 170 greindust á landamærum. Innlent 10. janúar 2022 10:56
„Ég sagði aldrei að við ættum að hætta að skima með öllu“ Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir á Landspítalanum, segir að með vangaveltum sínum um hvort vit væri í því að framkvæma jafn mörg PCR-próf og raun ber vitni á hverjum degi hafi hann viljað setja fram vangaveltu um hvernig hægt væri að tækla faraldurinn til lengri tíma litið. Hann hafi hvergi lagt til að hætt yrði að beita PCR-prófum með öllu. Innlent 10. janúar 2022 10:43
37 sjúklingar nú á Landspítala með Covid-19 37 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19, en þeir voru 36 í gær. Innlent 10. janúar 2022 10:21
„Ég held að Ragnar sé ekki á réttri leið með þessar vangaveltur“ „Ég held að Ragnar sé ekki á réttri leið með þessar vangaveltur, því miður. Hann hugsar dæmið ekki alveg til enda. Ef við hættum að taka þessi sýni úti í bæ, þá vitum við ekki hver er smitaður og hver ekki. Þá getum við ekki lengur beitt þessari sóttkví og einangrun sem þó er að halda í horfinu og að tempra útbreiðslu smitsins.“ Innlent 10. janúar 2022 08:18
Leyfir sér að vona að hið dramatíska „finale“ sé handan við hornið Íslenskur læknir sem starfar á sjúkrahúsi í Lundúnum segir stöðuna ágæta á spítalanum, þrátt fyrir uppgang ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar og tiltölulega vægar samkomutakmarkanir. Hann bindur vonir við að dramtískur endapunktur faraldursins sé í nánd. Erlent 10. janúar 2022 07:00
Bólusetningar barna 5 til 11 ára hefjast í Laugardalshöll Bólusetningar barna á aldrinum 5 til 11 ára hefjast í dag. Á höfuðborgarsvæðinu fara þær fram í Laugardalshöll, á milli klukkan 12 og 18. Börn mæta með fylgdarmanni, sem er með barninu allan tímann og bíður með því eftir bólusetningu. Innlent 10. janúar 2022 06:29
Verkalýðshreyfingin ætlar í mál við ríki og sveitarfélög Verkalýðshreyfingin hyggst fara í mál við ríki og sveitarfélög vegna ágreinings um nýtingu orlofsréttar þegar starfsmenn lenda í sóttkví. Innlent 9. janúar 2022 20:42
Kláraði viðskiptin fyrir utan eftir að hann æsti sig vegna grímuskyldu Óskað var eftir aðstoð lögreglu í ónefndri verslun í Reykjavík í dag þegar viðskiptavinur neitaði að bera andlitsgrímu inn í verslunarhúsnæðinu. Maðurinn sinnti ekki tilmælum starfsmanna og stóð fyrir utan verslunina þegar lögregla kom á staðinn. Innlent 9. janúar 2022 19:01
Lýsa yfir neyðarstigi almannavarna vegna stöðu faraldursins Ríkislögreglustjóri hyggst á þriðjudag lýsa yfir neyðarstigi almannavarna vegna sívaxandi álags á heilbrigðiskerfið. Þetta er í annað sinn í faraldrinum sem hæsta viðbúnaðarstigi er lýst yfir vegna faraldurs kórónuveirunnar. Innlent 9. janúar 2022 18:26
Bréf varaþingmannsins sé hræðsluáróður Varaþingmaðurinn og lögmaðurinn Arnar Þór Jónsson sendi á dögunum langt opið bréf fyrir hönd samtakanna Ábyrgð og frelsi þar sem kennarar, meðal annarra, voru spurðir hvort þeir vildu bera ábyrgð á bólusetningu grunnskólabarna ef allt færi á versta veg. Annar varaformaður Sambands ungra sjálfstæðismanna segir bréfið hræðsluáróður. Innlent 9. janúar 2022 17:37
Velferðarþjónusta á tímum Covid Heimsfaraldurinn hefur svo sannarlega minnt okkur rækilega á mikilvægi heilbrigðis- og umönnunarstétta. Við á velferðarsviði Reykjavíkurborgar höfum ekki farið varhluta af faraldrinum og í dag þegar þetta er skrifað eru um 200 manns á sviðinu í einangrun eða sóttkví, aðallega starfsmenn sem starfa úti á vettvangi við beina umönnun eða þjónustu, til dæmis í heimaþjónustu og í íbúðakjörnum fyrir fatlað fólk. Þetta er um 6 % af heildarstarfsmannafjölda sviðsins sem telur um 3.500 manns. Skoðun 9. janúar 2022 15:31
Þarf ég að biðjast vægðar? Ég hef fylgst vel með baráttu Arnars Þórs, hæstaréttarlögmanns, fyrrverandi dómara og varaþingmanns sjálfstæðisflokksins. Mér finnst mikilvægt að allar skoðanir komi fram og að við temjum okkur gagnrýna hugsun. Það sem truflar mig þó mest er tónninn sem er sendur til opinberra starfsmanna í bréfi sem hann sendi fyrir hönd samtakanna Frelsi og ábyrgð. Það að opinberir starfsmenn séu gerðir ábyrgir fyrir ákvörðunum sem þeir hafa ekki ákvörðunarvald yfir er að mínu mati barnaleg nálgun. Skoðun 9. janúar 2022 15:00
Finnar segja langtímaáhrif Covid geta orðið að stórslysi Stjórnvöld í Finnlandi hafa áhyggjur af langtímaáhrifum kórónuveirusjúkdómsins og velta því upp hvort afleiðingarnar geti hreinlega orðið að stórslysi fyrir heilbrigðiskerfið og þjóðfélagið í heild. Málið var kynnt á pallborðsumræðum í Finnlandi nýverið. Erlent 9. janúar 2022 14:56
Spyr hvort vit sé í að framkvæma PCR-próf Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir á Landspítalanum, veltir því fyrir sér hvort fjármunum sem varið er í PCR-próf væri ekki betur varið í að byggja upp Landspítalann. Innlent 9. janúar 2022 13:08
„Því meiri samgangur, því meiri útbreiðsla“ Heilbrigðisráðherra væntir þess að fá minnisblað frá sóttvarnalækni um næstu aðgerðir innanlands seinni partinn í dag eða á morgun. Hann segir ljóst að farið sé að hrikta í stoðum og starfsemi samfélagsins og að aukinn samgangur auki líkur á enn frekari útbreiðslu Innlent 9. janúar 2022 12:12
Tveir á níræðisaldri létust af Covid-19 í gær Tveir karlmenn á níræðisaldri létust í gær á Landspítala af völdum Covid-19. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítala í dag. 41 hefur nú látist af völdum kórónuveirunnar hér á landi frá upphafi faraldurs. Innlent 9. janúar 2022 11:42
915 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær Í gær greindust 915 einstaklingar smitaðir af Covid-19 innanlands og 134 á landamærunum. Það eru því aðeins færri en greindust í fyrradag en þá greindust 1.044 með kórónuveiruna innanlands. Ásókn er í sýnatöku þó er oft minni um helgar. Innlent 9. janúar 2022 10:50