Velferðarþjónusta á tímum Covid Regína Ásvaldsdóttir skrifar 9. janúar 2022 15:31 Heimsfaraldurinn hefur svo sannarlega minnt okkur rækilega á mikilvægi heilbrigðis- og umönnunarstétta. Við á velferðarsviði Reykjavíkurborgar höfum ekki farið varhluta af faraldrinum og í dag þegar þetta er skrifað eru um 200 manns á sviðinu í einangrun eða sóttkví, aðallega starfsmenn sem starfa úti á vettvangi við beina umönnun eða þjónustu, til dæmis í heimaþjónustu og í íbúðakjörnum fyrir fatlað fólk. Þetta er um 6 % af heildarstarfsmannafjölda sviðsins sem telur um 3.500 manns. Velferðarsvið rekur um 70 sólarhringsstofnanir. Flestar þeirra eru heimili fatlaðra einstaklinga, þjónustuíbúðir fyrir aldraða og hjúkrunarheimili þar sem þjónustan er þess eðlis, að ekki er hægt að loka eða senda íbúa annað. Auk þess eru skammtímavistanir fyrir fötluð börn, vistheimili fyrir börn og unglinga, heimili fyrir fólk sem glímir við fíkni- og geðvanda og gistiskýli. Þess utan er verið að veita á fjórða þúsund einstaklinga í borginni þjónustu á heimilum þeirra, s.s. hjúkrun, persónulega umönnun, stuðning við heimilishald og félagslega samveru. Á hverjum degi er staðan tekin á fjölda starfsmanna sem eru fjarverandi vegna einangrunar, sóttkvíar eða annarra veikinda og farið yfir hvort hægt sé að halda úti óbreyttri þjónustu. Starfsfólk er kallað inn á aukavaktir og reynt er að endurskipuleggja vitjanir dag frá degi. Ekki hefur komið til þess að skerða þurfi þjónustu marga daga í röð, nema í einstaka tilvikum og þá til fólks sem fær eingöngu þrif. Þá hefur verið hringt í notendur þjónustunnar og þeim tilkynnt um stöðuna og langflestir sýna því skilning. Við erum með neyðaráætlun um hvernig forgangsröðun skuli háttað og það verður gripið til hennar ef róðurinn þyngist enn frekar. Þeir starfsmenn á velferðarsviði sem eru þríbólusettir geta mætt til vinnu með því að sýna fulla aðgát, eftir breytingar á reglugerð heilbrigðisráðherra. Það eru þó mjög margir í hópi okkar starfsmanna, sem eru ungir og fengu þar að leiðandi Janssen bóluefnið. Velferðarsvið er ekki komið á þann stað að óska eftir liðsinni aðstandenda en það er að sjálfsögðu síðasta úrræðið náist ekki að manna þjónustuna. Stjórnendur og starfsfólk á velferðarsviði hafa sýnt alveg ótrúlegt þrekvirki í gegnum þennan faraldur og ótal dæmi eru af útsjónarsemi, dugnaði og fórnfýsi starfsmanna. En eðli starfseminnar vegna, þar sem starfið snýst um að þjónusta einstaklinga með persónulegar þarfir, fer þessi mikilvæga starfsemi að mestu fram í kyrrþey og lætur lítið yfir sér í daglegri umræðu. Við þessi áramót er þakklæti mér efst í huga, til ykkar allra sem standið vaktina. Við finnum það svo vel að jafnvel hinir sterkustu eru teknir að þreytast og við þurfum að finna leiðir til að halda neistanum gangandi. Það er líka mikilvægt að við sem samfélag sameinumst um að tryggja þeim sem sinna viðkvæmustu hópum samfélagsins góð og örugg starfsskilyrði þannig að við höldum í okkar frábæra starfsfólk sem hefur valið þennan mikilvæga starfsvettvang. Það mun skila sér margfalt tilbaka til samfélagsins. Höfundur er sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Regína Ásvaldsdóttir Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Göngum í takt Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Heimsfaraldurinn hefur svo sannarlega minnt okkur rækilega á mikilvægi heilbrigðis- og umönnunarstétta. Við á velferðarsviði Reykjavíkurborgar höfum ekki farið varhluta af faraldrinum og í dag þegar þetta er skrifað eru um 200 manns á sviðinu í einangrun eða sóttkví, aðallega starfsmenn sem starfa úti á vettvangi við beina umönnun eða þjónustu, til dæmis í heimaþjónustu og í íbúðakjörnum fyrir fatlað fólk. Þetta er um 6 % af heildarstarfsmannafjölda sviðsins sem telur um 3.500 manns. Velferðarsvið rekur um 70 sólarhringsstofnanir. Flestar þeirra eru heimili fatlaðra einstaklinga, þjónustuíbúðir fyrir aldraða og hjúkrunarheimili þar sem þjónustan er þess eðlis, að ekki er hægt að loka eða senda íbúa annað. Auk þess eru skammtímavistanir fyrir fötluð börn, vistheimili fyrir börn og unglinga, heimili fyrir fólk sem glímir við fíkni- og geðvanda og gistiskýli. Þess utan er verið að veita á fjórða þúsund einstaklinga í borginni þjónustu á heimilum þeirra, s.s. hjúkrun, persónulega umönnun, stuðning við heimilishald og félagslega samveru. Á hverjum degi er staðan tekin á fjölda starfsmanna sem eru fjarverandi vegna einangrunar, sóttkvíar eða annarra veikinda og farið yfir hvort hægt sé að halda úti óbreyttri þjónustu. Starfsfólk er kallað inn á aukavaktir og reynt er að endurskipuleggja vitjanir dag frá degi. Ekki hefur komið til þess að skerða þurfi þjónustu marga daga í röð, nema í einstaka tilvikum og þá til fólks sem fær eingöngu þrif. Þá hefur verið hringt í notendur þjónustunnar og þeim tilkynnt um stöðuna og langflestir sýna því skilning. Við erum með neyðaráætlun um hvernig forgangsröðun skuli háttað og það verður gripið til hennar ef róðurinn þyngist enn frekar. Þeir starfsmenn á velferðarsviði sem eru þríbólusettir geta mætt til vinnu með því að sýna fulla aðgát, eftir breytingar á reglugerð heilbrigðisráðherra. Það eru þó mjög margir í hópi okkar starfsmanna, sem eru ungir og fengu þar að leiðandi Janssen bóluefnið. Velferðarsvið er ekki komið á þann stað að óska eftir liðsinni aðstandenda en það er að sjálfsögðu síðasta úrræðið náist ekki að manna þjónustuna. Stjórnendur og starfsfólk á velferðarsviði hafa sýnt alveg ótrúlegt þrekvirki í gegnum þennan faraldur og ótal dæmi eru af útsjónarsemi, dugnaði og fórnfýsi starfsmanna. En eðli starfseminnar vegna, þar sem starfið snýst um að þjónusta einstaklinga með persónulegar þarfir, fer þessi mikilvæga starfsemi að mestu fram í kyrrþey og lætur lítið yfir sér í daglegri umræðu. Við þessi áramót er þakklæti mér efst í huga, til ykkar allra sem standið vaktina. Við finnum það svo vel að jafnvel hinir sterkustu eru teknir að þreytast og við þurfum að finna leiðir til að halda neistanum gangandi. Það er líka mikilvægt að við sem samfélag sameinumst um að tryggja þeim sem sinna viðkvæmustu hópum samfélagsins góð og örugg starfsskilyrði þannig að við höldum í okkar frábæra starfsfólk sem hefur valið þennan mikilvæga starfsvettvang. Það mun skila sér margfalt tilbaka til samfélagsins. Höfundur er sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun