Taka sýni úr um þúsund manns til að kanna útbreiðsluna Fanndís Birna Logadóttir skrifar 10. janúar 2022 16:31 Sóttvarnalæknir safnar nú blóðsýnum í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu. Vísir/Vilhelm Íslensk erfðagreining mun í vikunni fara af stað með rannsókn þar sem raunveruleg útbreiðsla kórónuveirunnar verður könnuð. Um þúsund manns munu fá boð til að taka þátt og munu niðurstöðurnar nýtast sóttvarnalækni til að skipuleggja viðbrögð við Covid-19. Íslensk erfðagreining hefur nú hafist handa við að kanna raunverulega útbreiðslu kórónuveirunnar í samfélaginu en sóttvarnalæknir safnar nú blóðsýnum í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu og heilbrigðisstofnanir. Niðurstöðurnar úr mótefnamælingum verða síðan nýttar af sóttvarnalækni til að skipuleggja viðbrögð við Covid-19. Um er að ræða svipaða rannsókn og Íslensk erfðagreining framkvæmdi í apríl 2020 þar sem í ljós kom að tvöfalt fleiri hefðu smitast af veirunni þá heldur en PCR-prófin höfðu náð að greina. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagði í samtali við fréttastofu í síðustu viku að í ljósi þess hve margir eru nú að greinast smitaðir sé mjög líklegt að fleiri séu að smitast en PCR prófin ná að greina. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tók undir það „Það getur breytt miklu að sjá raunverulega hverjir hafa smitast af veirunni og hverjir ekki, hvað er það stórt hlutfall. Það getur hjálpað mjög mikið við að segja okkur hvað er í vændum, við hverju gætum við búist og þar fram eftir götunum, þannig það verður mjög hjálplegt hvað varðar sóttvarnaráðstafanir og útlit okkar á faraldurinn í framhaldinu, alveg klárlega,“ sagði Þórólfur. Einstaklingar utan höfuðborgarsvæðisins geta einnig tekið þátt Tekið verður slembiúrtak úr einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu á aldrinum 18 til 78 ára en ráðgert er að safna sýnum frá um eitt þúsund einstaklingum. Munu þeir einstaklingar fá boð með sms skilaboðum um að gefa blóð í Þjónustumiðstöð rannsóknarvverkefna. Þá verða einstaklingar utan höfuðborgarsvæðisins sem fara í blóðprufu af öðrum ástæðum einnig beðnir um að leyfa töku viðbótarsýnis sem verður sent til ÍE til mótefnamælinga. „Með því að mæla mótefni gegn bæði kjarnapróteini og broddpróteini SARS-CoV-2 veirunnar má greina hvort einstaklingur hafi smitast af veirunni, þá hefur hann bæði mótefni gegn kjarnapróteini og broddpróteini, eða hvort hann hafi verið bólusettur en ekki smitast, þá hefur hann bara mótefni gegn broddpróteininu. Mótefni gegn broddpróteininu eru talin mikilvægust fyrir vernd gegn smiti og gegn alvarlegum veikindum af völdum COVID-19,“ segir í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu. Íslensk erfðagreining mun framkvæma mótefnamælingar og vinna úr niðurstöðunum með sóttvarnalækni en blóðprufur verða ekki notaðar í aðrar rannsóknir nema að fengnu upplýstu samþykki viðkomandi einstaklings. Sóttvarnarlæknir mun síðar upplýsa hvern og einn um sína niðurstöðu mótefna gegn broddpróteininu í gegnum Heilsuveru. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Heilbrigðismál Tengdar fréttir 926 greindust innanlands í gær 926 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 170 greindust á landamærum. 10. janúar 2022 10:56 „Ég held að Ragnar sé ekki á réttri leið með þessar vangaveltur“ „Ég held að Ragnar sé ekki á réttri leið með þessar vangaveltur, því miður. Hann hugsar dæmið ekki alveg til enda. Ef við hættum að taka þessi sýni úti í bæ, þá vitum við ekki hver er smitaður og hver ekki. Þá getum við ekki lengur beitt þessari sóttkví og einangrun sem þó er að halda í horfinu og að tempra útbreiðslu smitsins.“ 10. janúar 2022 08:18 Lýsa yfir neyðarstigi almannavarna vegna stöðu faraldursins Ríkislögreglustjóri hyggst á þriðjudag lýsa yfir neyðarstigi almannavarna vegna sívaxandi álags á heilbrigðiskerfið. Þetta er í annað sinn í faraldrinum sem hæsta viðbúnaðarstigi er lýst yfir vegna faraldurs kórónuveirunnar. 9. janúar 2022 18:26 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sjá meira
Íslensk erfðagreining hefur nú hafist handa við að kanna raunverulega útbreiðslu kórónuveirunnar í samfélaginu en sóttvarnalæknir safnar nú blóðsýnum í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu og heilbrigðisstofnanir. Niðurstöðurnar úr mótefnamælingum verða síðan nýttar af sóttvarnalækni til að skipuleggja viðbrögð við Covid-19. Um er að ræða svipaða rannsókn og Íslensk erfðagreining framkvæmdi í apríl 2020 þar sem í ljós kom að tvöfalt fleiri hefðu smitast af veirunni þá heldur en PCR-prófin höfðu náð að greina. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagði í samtali við fréttastofu í síðustu viku að í ljósi þess hve margir eru nú að greinast smitaðir sé mjög líklegt að fleiri séu að smitast en PCR prófin ná að greina. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tók undir það „Það getur breytt miklu að sjá raunverulega hverjir hafa smitast af veirunni og hverjir ekki, hvað er það stórt hlutfall. Það getur hjálpað mjög mikið við að segja okkur hvað er í vændum, við hverju gætum við búist og þar fram eftir götunum, þannig það verður mjög hjálplegt hvað varðar sóttvarnaráðstafanir og útlit okkar á faraldurinn í framhaldinu, alveg klárlega,“ sagði Þórólfur. Einstaklingar utan höfuðborgarsvæðisins geta einnig tekið þátt Tekið verður slembiúrtak úr einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu á aldrinum 18 til 78 ára en ráðgert er að safna sýnum frá um eitt þúsund einstaklingum. Munu þeir einstaklingar fá boð með sms skilaboðum um að gefa blóð í Þjónustumiðstöð rannsóknarvverkefna. Þá verða einstaklingar utan höfuðborgarsvæðisins sem fara í blóðprufu af öðrum ástæðum einnig beðnir um að leyfa töku viðbótarsýnis sem verður sent til ÍE til mótefnamælinga. „Með því að mæla mótefni gegn bæði kjarnapróteini og broddpróteini SARS-CoV-2 veirunnar má greina hvort einstaklingur hafi smitast af veirunni, þá hefur hann bæði mótefni gegn kjarnapróteini og broddpróteini, eða hvort hann hafi verið bólusettur en ekki smitast, þá hefur hann bara mótefni gegn broddpróteininu. Mótefni gegn broddpróteininu eru talin mikilvægust fyrir vernd gegn smiti og gegn alvarlegum veikindum af völdum COVID-19,“ segir í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu. Íslensk erfðagreining mun framkvæma mótefnamælingar og vinna úr niðurstöðunum með sóttvarnalækni en blóðprufur verða ekki notaðar í aðrar rannsóknir nema að fengnu upplýstu samþykki viðkomandi einstaklings. Sóttvarnarlæknir mun síðar upplýsa hvern og einn um sína niðurstöðu mótefna gegn broddpróteininu í gegnum Heilsuveru.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Heilbrigðismál Tengdar fréttir 926 greindust innanlands í gær 926 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 170 greindust á landamærum. 10. janúar 2022 10:56 „Ég held að Ragnar sé ekki á réttri leið með þessar vangaveltur“ „Ég held að Ragnar sé ekki á réttri leið með þessar vangaveltur, því miður. Hann hugsar dæmið ekki alveg til enda. Ef við hættum að taka þessi sýni úti í bæ, þá vitum við ekki hver er smitaður og hver ekki. Þá getum við ekki lengur beitt þessari sóttkví og einangrun sem þó er að halda í horfinu og að tempra útbreiðslu smitsins.“ 10. janúar 2022 08:18 Lýsa yfir neyðarstigi almannavarna vegna stöðu faraldursins Ríkislögreglustjóri hyggst á þriðjudag lýsa yfir neyðarstigi almannavarna vegna sívaxandi álags á heilbrigðiskerfið. Þetta er í annað sinn í faraldrinum sem hæsta viðbúnaðarstigi er lýst yfir vegna faraldurs kórónuveirunnar. 9. janúar 2022 18:26 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sjá meira
926 greindust innanlands í gær 926 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 170 greindust á landamærum. 10. janúar 2022 10:56
„Ég held að Ragnar sé ekki á réttri leið með þessar vangaveltur“ „Ég held að Ragnar sé ekki á réttri leið með þessar vangaveltur, því miður. Hann hugsar dæmið ekki alveg til enda. Ef við hættum að taka þessi sýni úti í bæ, þá vitum við ekki hver er smitaður og hver ekki. Þá getum við ekki lengur beitt þessari sóttkví og einangrun sem þó er að halda í horfinu og að tempra útbreiðslu smitsins.“ 10. janúar 2022 08:18
Lýsa yfir neyðarstigi almannavarna vegna stöðu faraldursins Ríkislögreglustjóri hyggst á þriðjudag lýsa yfir neyðarstigi almannavarna vegna sívaxandi álags á heilbrigðiskerfið. Þetta er í annað sinn í faraldrinum sem hæsta viðbúnaðarstigi er lýst yfir vegna faraldurs kórónuveirunnar. 9. janúar 2022 18:26
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent