Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

Isabella framlagshæst í sigri

Isabella Ósk Sigurðardóttir átti fínan leik þegar lið hennar South Adelaide Panthers vann 26 stiga sigur á Central Districts Lions, 78-52, í NBL One Central deildinni í Ástralíu.

Körfubolti
Fréttamynd

Þór Þor­láks­höfn verður með í Evrópu­keppni í vetur

Þór Þorlákshöfn mun taka þátt í Evrópubikarkeppni karla í körfubolta, FIBA Europe Cup, á næstu leiktíð. Hefur Körfuknattleikssamband Evrópu staðfest þátttökulið keppninnar. Fjögur efstu lið Íslandsmótsins fengu boð um þátttöku en Þórsarar voru eina liðið sem tók boðinu.

Körfubolti
Fréttamynd

Zion ætlar ekki að bregðast neinum

Zion Williamson, leikmaður New Orleans Pelicans, hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan hann kom fyrst inn í NBA deildina. Hann hefur glímt við ýmis meiðsli en virðist nú vera á batavegi og treystir Pelicans honum nægilega mikið til að gefa honum fimm ára samning upp á nærri 200 milljónir Bandaríkjadala.

Körfubolti
Fréttamynd

Nostalgíumynd ársins í NBA-deildinni

Stephen Curry fetaði í fótspor föður síns og varð stjarna í NBA-deildinni í körfubolta. Fjölmiðlar hafa í gegnum tíðina verið duglegir að rifja upp mynd sem var tekin af þeim feðgum þegar Steph var fjögurra ára. Nú hefur Steph „endurtekið“ leikinn.

Körfubolti
Fréttamynd

Fimm laus pláss í næstu umferð forkeppni HM í körfubolta

Eins og frægt er orðið þá eru Íslendingar komnir í næstu umferð forkeppni HM og gerði sigurinn á móti Hollandi að verkum að þeir fara með haug af stigum með sér á næsta stig. Ein umferð er eftir í undankeppninni og ræðst það í dag hvernig forkeppnin lítur út.

Körfubolti
Fréttamynd

Réttarhöldum yfir Griner frestað um nokkra daga

Bandaríska körfuknattleikskonan Brittney Griner var leidd fyrir dómstóla í Rússlandi á föstudaginn síðasta en Griner var handtekin í febrúar síðastliðnum. Griner var handtekin og ákærð fyrir að hafa í fórum sínum kannabis olíu á leið inn í Rússland.

Körfubolti
Fréttamynd

Rudy Gobert skipt til Minnesota

Félagaskiptagluggi NBA deildarinnar heldur áfram og hver leikmannaskiptin á eftir öðrum eiga sér stað þessa dagana. Í gær var tilkynnt um leikmannaskipti sem geta haft talsverð áhrif á landslagið en einn af betri varnarmönnum deildarinnar, Rudy Gobert, var þá skipt frá Utah Jazz yfir til Minnesota Timberwolves.

Körfubolti
Fréttamynd

Semple frá ÍR í KR

KR hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir átökin í Subway deild karla næsta vetur. Jordan Semple hefur samþykkt að leika með liðinu en hann lék með ÍR á síðustu leiktíð og þótti standa sig með prýði.

Körfubolti
Fréttamynd

„Það hefði verið auð­velt að gefast upp“

Elvar Már Friðriksson átti frábærar lokamínútur í sigri Íslands gegn Hollandi í kvöld og skoraði nánast að vild og körfur í öllum regnbogans litum þar sem hann sprengdi vörn Hollendinga ítrekað upp með hraða sínum. Elvar setti 12 af 20 stigum sínum í 4. leikhlutanum og áttu Hollendingar fá svör við tilþrifum hans. 

Körfubolti
Fréttamynd

Þessir tólf mæta Hollendingum í kvöld

Landsliðsþjálfarinn Craig Pedersen hefur valið þá 16 leikmenn sem mæta til leiks með íslenska landsliðinu í körfubolta þegar liðið tekur á móti Hollendingum í mikilvægum leik á Ásvöllum í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Martin áfram hjá Valencia

Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við spænska úrvalsdeildarliðið Valencia.

Körfubolti