Jóhann Þór um mögulegar breytingar á leikmannahópnum: „Erum búnir að vera að leita síðan einhvern tímann í október“ Siggeir F. Ævarsson skrifar 30. desember 2022 21:00 Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. Vísir/Vilhelm Það var ekki boðið upp á góðan leik fyrir hjartveika í Grindavík í kvöld þar sem heimamenn og Þór Þorlákshöfn áttust við í Subway-deild karla í körfubolta. Gestirnir frá Þorlákshöfn skoruðu 34 stig í 4. leikhluta og þurrkuðu út 20 stiga forskot Grindvíkinga eins og hendi væri veifað. Grindavíkursigur þó niðurstaðan að lokum þar sem Þórsarar hefðu getað stolið sigrinum með síðasta skotinu. Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkinga sagði að hans menn hefðu verið orðnir lúnir og orkulitlir, en gaf Þórsurum fullt kredit fyrir þeirra leik síðustu 10 mínúturnar. „Þórsararnir gerðu vel í að koma til baka. En það var hörkuspenna í þessu og fólk fékk bara allt fyrir peninginn, nema kannski þessir hjartveiku. Það var bara sitt lítið af hverju að klikka. Það fór rosaleg orka hjá okkur í þriðja leikhlutann og við gerðum kannski mistök að rúlla ekki nógu vel í byrjun seinni. Það beit okkur svolítið í rassinn og síðustu fjórar mínúturnar þá eru gæjar eins og Dee, Ólafur og Gkay búnir, eða að minnsta kosti ansi orkulitlir.“ Eftir að Grindvíkingar voru nánast búnir að kafsigla gestina í 3. leikhluta mátti engu muna að sigurinn gengi þeim úr greipum en tvö stig telja alltaf jafn mikið, sama hversu mjótt er á munum þegar upp er staðið. „Þetta var erfitt og þeir gerðu vel í að pressa okkur og ýta okkur út og allt það. Við þurftum að hafa rosalega fyrir öllum körfum og öllu sem við vorum að gera hérna í síðasta leikhlutanum. En eins og ég sagði hérna fyrir leik, bara sigur og það er það sem við tökum og áfram gakk.“ Það var töluverður hiti í leiknum í kvöld. Hart tekist á og ófáar tækni- og óíþróttamannslegar villur dæmdar. Stemmingin í húsinu var líka góð, þétt setið og mikil læti. Jóhann var að vonum ánægður með Grindvíkinga sem fjölmenntu í HS-Orku höllina í kvöld. „Það er bara eins og það á að vera. Frábær mæting og hörku stemming. Bara geggjað og vonandi það sem koma skal.“ – Er þetta ekki bara hvatning til Grindvíkinga að halda þessum dampi fram að vori? „Algjörlega. Það væri bara geggjað, okkur veitir ekkert af því. Þetta er hörku deild og hver leikur „do or die“ liggur við. Ég mæli eindregið með því.“ Mikið hefur verið rætt um að Grindvíkingar séu með þunnskipaðan hóp í vetur. Gamla ÍG kempan Bergvin Ólafarson setti Subway skotið frá miðju í kvöld, Jóhann hefur ekkert íhugað að bjóða honum að mæta á æfingar? „Við erum búnir að vera að reyna að bæta við þetta síðan í október, þetta er bara geggjuð hugmynd.“ Það eru þá sem sagt einhverjar breytingar á hópnum í kortinu? „Við erum búnir að vera að leita síðan einhvern tímann í október þannig að það gerist vonandi núna að við náum að bæta við þetta, vonandi náum við að kreista það út sem fyrst.“ Það verður áhugavert að sjá hvað Grindvíkingar draga uppúr hattinum á leikmannamarkaðnum á nýju ári. Það er góð stemming í hópnum samkvæmt því sem fyrirliðinn Ólafur Ólafsson sagði við okkur í viðtali eftir leik, svo að Grindvíkingar þurfa að velja þetta síðasta púsl af kostgæfni. Körfubolti UMF Grindavík Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Þór Þ. 95-93 | Magnaður fjórði leikhluti Þórsara dugði ekki Grindavík virtist með unninn leik í höndunum þegar fjórði leikhluti hófst gegn Þór Þorlákshöfn í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Þórsarar eru hins vegar ólseigir og spiluðu hreint út sagt frábærlega í 4. leikhluta. Það dugði hins vegar ekki og Grindavík vann á endanum tveggja stiga sigur. Viðtöl og umfjöllun væntanleg. 30. desember 2022 20:10 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Sjá meira
Grindavíkursigur þó niðurstaðan að lokum þar sem Þórsarar hefðu getað stolið sigrinum með síðasta skotinu. Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkinga sagði að hans menn hefðu verið orðnir lúnir og orkulitlir, en gaf Þórsurum fullt kredit fyrir þeirra leik síðustu 10 mínúturnar. „Þórsararnir gerðu vel í að koma til baka. En það var hörkuspenna í þessu og fólk fékk bara allt fyrir peninginn, nema kannski þessir hjartveiku. Það var bara sitt lítið af hverju að klikka. Það fór rosaleg orka hjá okkur í þriðja leikhlutann og við gerðum kannski mistök að rúlla ekki nógu vel í byrjun seinni. Það beit okkur svolítið í rassinn og síðustu fjórar mínúturnar þá eru gæjar eins og Dee, Ólafur og Gkay búnir, eða að minnsta kosti ansi orkulitlir.“ Eftir að Grindvíkingar voru nánast búnir að kafsigla gestina í 3. leikhluta mátti engu muna að sigurinn gengi þeim úr greipum en tvö stig telja alltaf jafn mikið, sama hversu mjótt er á munum þegar upp er staðið. „Þetta var erfitt og þeir gerðu vel í að pressa okkur og ýta okkur út og allt það. Við þurftum að hafa rosalega fyrir öllum körfum og öllu sem við vorum að gera hérna í síðasta leikhlutanum. En eins og ég sagði hérna fyrir leik, bara sigur og það er það sem við tökum og áfram gakk.“ Það var töluverður hiti í leiknum í kvöld. Hart tekist á og ófáar tækni- og óíþróttamannslegar villur dæmdar. Stemmingin í húsinu var líka góð, þétt setið og mikil læti. Jóhann var að vonum ánægður með Grindvíkinga sem fjölmenntu í HS-Orku höllina í kvöld. „Það er bara eins og það á að vera. Frábær mæting og hörku stemming. Bara geggjað og vonandi það sem koma skal.“ – Er þetta ekki bara hvatning til Grindvíkinga að halda þessum dampi fram að vori? „Algjörlega. Það væri bara geggjað, okkur veitir ekkert af því. Þetta er hörku deild og hver leikur „do or die“ liggur við. Ég mæli eindregið með því.“ Mikið hefur verið rætt um að Grindvíkingar séu með þunnskipaðan hóp í vetur. Gamla ÍG kempan Bergvin Ólafarson setti Subway skotið frá miðju í kvöld, Jóhann hefur ekkert íhugað að bjóða honum að mæta á æfingar? „Við erum búnir að vera að reyna að bæta við þetta síðan í október, þetta er bara geggjuð hugmynd.“ Það eru þá sem sagt einhverjar breytingar á hópnum í kortinu? „Við erum búnir að vera að leita síðan einhvern tímann í október þannig að það gerist vonandi núna að við náum að bæta við þetta, vonandi náum við að kreista það út sem fyrst.“ Það verður áhugavert að sjá hvað Grindvíkingar draga uppúr hattinum á leikmannamarkaðnum á nýju ári. Það er góð stemming í hópnum samkvæmt því sem fyrirliðinn Ólafur Ólafsson sagði við okkur í viðtali eftir leik, svo að Grindvíkingar þurfa að velja þetta síðasta púsl af kostgæfni.
Körfubolti UMF Grindavík Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Þór Þ. 95-93 | Magnaður fjórði leikhluti Þórsara dugði ekki Grindavík virtist með unninn leik í höndunum þegar fjórði leikhluti hófst gegn Þór Þorlákshöfn í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Þórsarar eru hins vegar ólseigir og spiluðu hreint út sagt frábærlega í 4. leikhluta. Það dugði hins vegar ekki og Grindavík vann á endanum tveggja stiga sigur. Viðtöl og umfjöllun væntanleg. 30. desember 2022 20:10 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Þór Þ. 95-93 | Magnaður fjórði leikhluti Þórsara dugði ekki Grindavík virtist með unninn leik í höndunum þegar fjórði leikhluti hófst gegn Þór Þorlákshöfn í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Þórsarar eru hins vegar ólseigir og spiluðu hreint út sagt frábærlega í 4. leikhluta. Það dugði hins vegar ekki og Grindavík vann á endanum tveggja stiga sigur. Viðtöl og umfjöllun væntanleg. 30. desember 2022 20:10