Hjalti um fjarveru Harðar: „Stundum verður maður að taka fjölskylduna fram yfir einhverja leiki“ Andri Már Eggertsson skrifar 29. desember 2022 22:50 Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur. Vísir/Hulda Margrét Keflavík tapaði gegn nágrönnum sínum í Njarðvík 114-103. Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var svekktur með byrjun Keflavíkur og svaraði fyrir fjarveru Harðar Axels Vilhjálmssonar sem var í fríi á Tenerife. „Við vorum á hælunum í byrjun og gáfum þeim sjálfstraust og það var erfitt að eiga við Njarðvík en hrós á strákana fyrir að koma til baka og gera þetta að leik,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson eftir leik. Hjalti var ánægður með hvernig Keflavík kom til baka í síðari hálfleik eftir að hafa fengið á sig 40 stig í fyrsta leikhluta. „Í seinni hálfleik fórum við að spila sem ein eining. Við vorum bara einhvers staðar og einhvers staðar í fyrri hálfleik. Við vorum mitt á milli varnarlega. Við vorum ekki að dekka maninn okkar, vorum ekki að hjálpa og það boðar aldrei gott. Við þurfum að gera miklu betur varnarlega.“ Keflavík náði að minnka forskot Njarðvíkur niður í níu stig en alltaf þegar það gerðist þá átti Njarðvík svar. „Þeir voru með sjálfstraust og léku okkur grátt í byrjun og þeir voru tilbúnir með skotin og þá fer þetta svona.“ Annað árið í röð tapar Keflavík gegn Njarðvík og Hjalta finnst leiktíminn milli jóla og nýárs ekki henta. „Þessir leikir eru settir á og við verðum að spila þá. Mér þætti eðlilegast að þétta álagið þar sem það eru bara 22 leikir í þessari deild og gefa frí milli jóla og nýárs.“ Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur, var í fríi á Tenerife og var ekki með liðinu í kvöld. Hjalti hafði mikinn skilning á því og fannst ekkert athugavert við það. „Það var flott hjá honum. Hörður átti þetta inni og þetta var vitað frá upphafi og þetta var allt í góðu. Þetta eru hátíðardagar og menn eru að fara með fjölskyldunni. Ef menn ætla að spila milli jól og nýárs þá geturðu ekki beðið um fullt lið. Ég er sannfærður um að þetta gerist aftur á næsta ári og stundum verður maður að taka fjölskylduna fram yfir einhverja leiki,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson að lokum Keflavík ÍF Subway-deild karla Mest lesið Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Sjá meira
„Við vorum á hælunum í byrjun og gáfum þeim sjálfstraust og það var erfitt að eiga við Njarðvík en hrós á strákana fyrir að koma til baka og gera þetta að leik,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson eftir leik. Hjalti var ánægður með hvernig Keflavík kom til baka í síðari hálfleik eftir að hafa fengið á sig 40 stig í fyrsta leikhluta. „Í seinni hálfleik fórum við að spila sem ein eining. Við vorum bara einhvers staðar og einhvers staðar í fyrri hálfleik. Við vorum mitt á milli varnarlega. Við vorum ekki að dekka maninn okkar, vorum ekki að hjálpa og það boðar aldrei gott. Við þurfum að gera miklu betur varnarlega.“ Keflavík náði að minnka forskot Njarðvíkur niður í níu stig en alltaf þegar það gerðist þá átti Njarðvík svar. „Þeir voru með sjálfstraust og léku okkur grátt í byrjun og þeir voru tilbúnir með skotin og þá fer þetta svona.“ Annað árið í röð tapar Keflavík gegn Njarðvík og Hjalta finnst leiktíminn milli jóla og nýárs ekki henta. „Þessir leikir eru settir á og við verðum að spila þá. Mér þætti eðlilegast að þétta álagið þar sem það eru bara 22 leikir í þessari deild og gefa frí milli jóla og nýárs.“ Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur, var í fríi á Tenerife og var ekki með liðinu í kvöld. Hjalti hafði mikinn skilning á því og fannst ekkert athugavert við það. „Það var flott hjá honum. Hörður átti þetta inni og þetta var vitað frá upphafi og þetta var allt í góðu. Þetta eru hátíðardagar og menn eru að fara með fjölskyldunni. Ef menn ætla að spila milli jól og nýárs þá geturðu ekki beðið um fullt lið. Ég er sannfærður um að þetta gerist aftur á næsta ári og stundum verður maður að taka fjölskylduna fram yfir einhverja leiki,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson að lokum
Keflavík ÍF Subway-deild karla Mest lesið Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Sjá meira