Segir það ekki Íslandsbanka að birta sáttina Birting sáttar sem Íslandsbanki gerði við Fjármálaeftirlitið strandar ekki á undirskrift stjórnenda bankans samkvæmt svörum frá samskiptastjóra. Skrifað var undir sáttina í gær og verður hún væntanlega gerð opinber á morgun. Þá skýrist meðal annars hvort kaup eiginmanns samskiptastjóra í bankanum hafi verið lögleg. Innlent 25. júní 2023 14:47
Skorar á stjórnendur Íslandsbanka að birta sáttina í dag Menningar- og viðskiptaráðherra skorar á stjórnendur Íslandsbanka að birta sátt sem bankinn gerði við Fjármálaeftirlitið, ekki síðar en í dag. Hún segir framkomu stjórnenda bankans í garð almennings einkennast af virðingarleysi. Innlent 25. júní 2023 12:03
Lærlingurinn í Íslandsbanka Fátt er göfugra en þegar fólk viðurkennir mistök sín og iðrast af hjartans einlægni. Nú hefur bankastjóri Íslandsbanka gengið þessa píslargöngu síðustu daga og viðurkennt að hafa gert mistök við sölu á eignarhlut ríkisins í bankanum og jafnvel brotið lög í því ferli. Skoðun 24. júní 2023 19:01
Buðu grunlausum manneskjum í tveggja ára afmælisfögnuð Play Flugfélagið Play bauð tveimur manneskjum af handahófi frá Washington DC í Bandaríkjunum til Íslands til þess að fagna tveggja ára afmæli flugfélagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu en myndbandið má sjá neðst í fréttinni. Lífið 24. júní 2023 14:55
Tekjur móðurfélags Heimkaupa drógust saman um fjórðung Tekjur Wedo, móðurfélags Heimkaupa, Hópkaupa og Bland.is, drógust saman um 26 prósent á milli ára og námu 2,3 milljörðum króna árið 2022. Minni sölu má rekja til þess að neytendur keyptu í auknum mæli í hefðbundum verslunum eftir faraldurinn, segir stjórn félagsins. Innherji 24. júní 2023 12:13
„Menn geta ekki lagt á flótta þegar þeir þurfa að svara“ Formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar segir svör bankastjóra Íslandsbanka varðandi sáttagreiðslu bankans við fjármálaeftirlitið í meira lagi loðin. Hún kallar eftir útskýringum fjármálaráðherra sem beri ábyrgð á málinu og segir ekki eðlilegt að menn leggi á flótta þegar svara er krafist. Bjarni Benediktsson hyggst ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Innlent 24. júní 2023 11:42
„Það er enn fullt af spurningum ósvarað“ Kristrún Frostadóttir segir ljóst að ekki var vel staðið að sölu Íslandsbanka. Með niðurstöðu Fjármálaeftirlitsins sé komin önnur rannsóknin sem sýni að pottur var verulega brotinn í ferlinu. Ríkisstjórnin þurfi að taka forystu í málinu og setja á fót rannsóknarnefnd. Innlent 23. júní 2023 22:41
Bankasýslan hafði enga aðkomu að sátt Íslandsbanka og Fjármálaeftirlitsins Bankasýsla ríkisins segist ekki hafa haft neina aðkomu að sátt Íslandsbanka og Fjármálaeftirlitsins í tengslum við bankasöluna á síðasta ári. Bankasýslan segist ekki geta brugðist við fréttunum þar sem sáttin hefur ekki verið birt. Innlent 23. júní 2023 17:40
Seðlabankinn hafi viljað gefa „ákveðin skilaboð“ út á markaðinn Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, telur að sektarfjárhæðin, 1.160 milljónir króna, sem bankinn hefur fallist á að greiða vegna brota á lögum og innri reglum félagsins við sölu á hlutum í sjálfum sér, endurspegli það að fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hafi viljað gefa „ákveðin skilaboð“ út á markaðinn. Innherji 23. júní 2023 15:39
Enn þarf að bíða eftir að vaxtahækkanir hemji útlánavöxt bankanna Áfram er mikill þróttur í útlánum banka þrátt fyrir brattar stýrivaxtahækkanir að undanförnu. Hagfræðingur bendir á að tíminn frá því að ákveðið sé að fara af stað í fjárfestingarverkefni og þar til banki láni til þeirra geti verið nokkuð langur. Þess vegna þurfi að bíða aðeins lengur til að sjá hver áhrifin verði af nýlegum vaxtahækkunum. Innherji 23. júní 2023 14:01
Bankastjóri íhugar ekki að segja af sér Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, íhugar ekki að segja af sér þrátt fyrir að bankinn hafi gerst sekur um alvarlegt lögbrot og verið gert að greiða 1,16 milljarða króna sekt. Þingmaður segir útskýringar stjórnar bankans tilraun til að afvegaleiða umræðuna. Innlent 23. júní 2023 12:27
Sektin „töluvert hærri“ en markaðurinn gerði ráð fyrir Sú sektarfjárhæð sem Íslandsbanki hefur fallist á að greiða upp á 1.160 milljónir vegna brota á lögum og innri reglum félagsins við sölu á hlutum í sjálfum sér er fordæmalaus ef litið er til þeirra sekta sem hafa verið lagðar á eftirlitsskylda aðila þegar málum hefur lokið með sátt við fjármálaeftirlitið. Innherji 23. júní 2023 12:19
Íslandsbanki sektaður um rúman milljarð vegna útboðsins Íslandsbanki hefur þegið boð fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands um að ljúka málinu um útboð á hlutum bankans með sátt. Íslandsbanki mun greiða rúman milljarð í sekt vegna alvarlegra brota sem hann gengst við. Þrátt fyrir þetta hækka afkomuspár bankans. Viðskipti innlent 22. júní 2023 22:25
Alvotech og HÍ endurnýja starfssamning Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Róbert Wessmann, forstjóri líftæknifyrirtækisins Alvotech, undirrituðu í dag samning sem tryggir áframhaldanadi samstarf háskólans við fyrirtækið. Viðskipti innlent 22. júní 2023 15:27
Gengislækkun ISI litaði afkomu kaupfélagsins Kaupfélag Skagfirðinga hagnaðist um 1,7 milljarða króna á síðasta ári sem er lakasta afkoma samvinnufélagsins frá árinu 2016. Stærsti áhrifaþátturinn var gengislækkun Iceland Seafood International. Innherji 22. júní 2023 14:08
Systkinin leggjast gegn yfirtökunni Brimgarðar, langsamlega stærsti eigandi fasteignafélagsins Eikar, leggjast gegn yfirtökutilboði Regins í félagið. Brimgarðar eru dótturfélag Langasjós, eignarhaldsfélags Mata-systkinanna svokölluðu. Viðskipti innlent 22. júní 2023 11:33
Skatturinn tekur áskriftarréttindi Kviku til skoðunar Skattayfirvöld hafa tekið til skoðunar hvort skattleggja eigi áskriftarréttindi í Kviku, sem voru seld starfsmönnum fjármálafyrirtækisins á árunum 2017 til 2019, sem launatekjur en ekki fjármagnstekjur. Niðurstaða í málinu mun varða tugi starfsmanna Kviku, jafnvel hátt í hundrað, og leiðréttingin á skattgreiðslum gæti hlaupið á hundruðum milljóna króna. Innherji 21. júní 2023 10:16
Óðinn ráðinn framkvæmdastjóri Festi fasteigna Óðinn Árnason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Festi fasteigna ehf.. Hann mun hefja störf þann 1. september. Viðskipti innlent 20. júní 2023 16:57
Fimm verkefni kvenna hlutu styrk FrumkvöðlaAuðar Í gær fór fram úthlutun styrkja úr sjóði FrumkvöðlaAuðar, sem er í eigu Kviku banka. Fimm frumkvöðlaverkfni hlutu styrk úr sjóðnum. Viðskipti innlent 20. júní 2023 16:34
Framlegð Sýnar „kom á óvart“ en félagið metið 60 prósentum yfir markaðsvirði Hörð samkeppni á fjarskiptamarkaði þýðir að „erfitt er að velta launahækkun og hærra innkaupaverði út í verð þjónustu,“ að sögn greinenda, en rekstrarhagnaður Sýnar jókst á fyrstu þremur mánuðum ársins þrátt fyrir erfiðar markaðsaðstæður. Félagið er verulega undirverðlagt á markaði samkvæmt nýrri hlutabréfagreiningu. Innherji 20. júní 2023 13:24
Selja allan fimmtungshlut sinn í fjárfestingafélaginu Streng Félög sem er stýrt af fjárfestunum Jóni Ásgeir Jóhannessyni og Sigurði Bollasyni hafa stækkað óbeinan eignarhlut sinn í SKEL fjárfestingafélagi eftir að hafa keypt samanlagt tuttugu prósenta hlut í Strengi. Seljendur bréfanna eru viðskiptafélagarnir Þórarinn Arnar Ævarsson og Gunnar Sverrir Harðarson en þeir fá meðal annars afhend bréf í Kaldalón í viðskiptunum og eru nú orðnir einir stærstu hluthafar fasteignafélagsins. Innherji 20. júní 2023 09:17
Segir Icelandair hvorki bótaskylt né ábyrgt fyrir árekstrinum Flugrekstrarstjóri segir halla á Icelandair í skýrslu um árekstur sem flugvél félagsins lenti í á Heathrow í fyrra. Óskýru verklagi flugvallarins og samskiptaleysi milli starfsmanna hans sé um að sakast. Korean Air sé bótaskylt í málinu af því flugvél Icelandair var kyrrstæð. Innlent 16. júní 2023 23:59
Yfirtakan gæti staðið og fallið með Brimgörðum Afstaða fjárfestingafélagsins Brimgarða, sem er langsamlega stærsti hluthafi Eikar fasteignafélags, til yfirtökutilboðsins sem keppinauturinn Reginn hefur lagt fram gæti ráðið úrslitum um það hvort yfirtakan nái fram að ganga. Klinkið 16. júní 2023 15:00
Ráðin í starf fjármálastjóra Kaldalóns Sigurbjörg Ólafsdóttir hefur verið ráðin í starf fjármálastjóra Kaldalóns hf. Hún hefur undanfarin ár gegnt starfi forstöðumanns fasteigna- og innviðateymis Arion Banka. Viðskipti innlent 16. júní 2023 14:15
Verðmat Sjóvar lækkaði lítillega en er umtalsvert yfir markaðsvirði Verðmat Jakobsson Capital á Sjóvá lækkaði lítillega milli ársfjórðunga í ljósi dekkri horfa fyrir reksturinn í ár. Stjórnendur félagsins eru „örlítið dekkri á tryggingarreksturinn“ nú en við áramót, segir í verðmatinu. Það er engu að síður 22 prósent yfir markaðsvirði um þessar mundir. Innherji 16. júní 2023 13:53
Aldrei jafn margir með sparnaðarreikning eins og á síðustu og verstu Óverðtryggður sparnaðarreikningur Íslandsbanka er orðinn sá stærsti á einstaklingssviði bankans. Framkvæmdastjóri einstaklingssviðsins segir verðbólgutíð þar spila stærstan þátt. Aldrei hafi eins margir spáð í sparnað og nú. Neytendur 16. júní 2023 07:01
Skoðar að selja áfengi til matvöruverslana Forstjóri Ölgerðarinnar segir að fyrirtækið geti ekki annað en skoðað það hvort hægt verði að selja áfengi til matvöruverslana í kjölfar yfirlýsingar ráðherra um lögmæti sölunnar. Ölgerðin hefur hingað til ekki selt áfengi til netverslana vegna óvissu um lögmæti hennar. Viðskipti innlent 15. júní 2023 16:47
Verðmatið á Regin áfram langt yfir markaðsgengi Nýjasta verðmat Jakobsson Capital á fasteignafélaginu Reginn hljóðar upp á 38,6 krónur á hlut sem er 58 prósentum yfir markaðsgengi félagsins í dag. Ef samruni Regins og Eikar gengur í gegn myndi verðmatið hækka í allt að 41 krónu vegna samlegðaráhrifa og þá á eftir að taka mögulegan söluhagnað á fasteignum með í reikninginn. Innherji 15. júní 2023 12:53
Brim semur um 33 milljarða lán Útgerðarfélagið Brim hf. hefur undirritað samning um 33 milljarða króna sambankalán til að endurfjármagna eldra lán. Viðskipti innlent 15. júní 2023 12:17
Fimm sjóðir keyptu nær helming seldra bréfa í útboði Hampiðjunnar Íslenskir lífeyrissjóðir voru fyrirferðamestir í hlutafjárútboði Hampiðjunnar sem lauk í byrjun þessa mánaðar og keyptu stóran hluta þeirra bréfa sem var úthlutað til stærri fjárfesta. Þar munaði mestu um LSR sem er kominn í hóp allra stærstu hluthafa veiðarfæraframleiðandans eftir kaup sjóðsins. Innherji 15. júní 2023 10:14