Viðskipti innlent

Brim kaupir hlut fé­lags Bjarna Ár­manns­sonar í Iceland Sea­­food

Atli Ísleifsson skrifar
Guðmundur Kristjánsson er forstjóri Brims.
Guðmundur Kristjánsson er forstjóri Brims. Vísir/Vilhelm

Brim hf. hefur gert samkomulag um kaup á hlut Sjávarsýnar ehf., fjárfestingafélags Bjarna Ármannssonar, í Iceland Seafood International hf.

Í tilkynningu til Kauphallar kemur fram að um sé að ræða 10,83 prósenta hlutur, að nafnvirði 310.246.206 hluti.

Þar segir ennfremur að Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Brims hf., muni hætta störfum hjá félaginu og taka við starfi forstjóra Iceland Seafood International frá og með 1. nóvember næstkomandi. Bjarni Ármannsson hefur gegnt stöðu forstjóra Iceland Seafood síðustu ár.

Ægir Páll hefur starfað hjá Brimi síðustu ár, en var áður framkvæmdastjóri hjá Útgerðarfélagi Reykjavíkur og þar áður hjá Ísfélagi Vestmannaeyja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×