Jólavefur Vísis

Jólavefur Vísis

Allt um undirbúninginn, aðventuna, uppskriftir, jólalög og margt fleira.

Fréttamynd

Þú mátt segja nei við jóla­gjöf maka þíns

Nú þegar jólahátíðin fer að ganga í garð og öfl samfélagsins eru búin að sameinast um að senda þau boð út til allra að núna sé sá tími árs að renna upp þar sem ríkir friður, ró, gleði og hamingja þá langar mig að skrifa nokkur orð um annarskonar jólahátíð, jólahátíð sem veldur kvíða, hræðslu, spennu og óöryggi. 

Skoðun
Fréttamynd

Að­fanga­dagur: Hvar er opið og hversu lengi?

„Aðfangadagur – ég bíð eftir jólunum spenntur,“ segir í frægu jólalagi hljómsveitarinnar Í svörtum fötum. Og viti menn. Landsmenn hafa undanfarnar vikur verið í óðaönn að undirbúa, taka til og kaupa það sem til þarf áður en aðfangadagur loks rennur upp. Eins og gengur og gerist geta hlutir gleymst þrátt fyrir góðan undirbúning og þá er gott að vita hvar opið er á aðfangadag.

Innlent
Fréttamynd

„Stíga inn í nú­tímann“ og streyma helgi­haldi

Helgihald skipar eðli málsins samkvæmt stóran sess í hátíðarhöldum almennings yfir jólin. Tvísýnt hefur verið um fjölmenna viðburði vegna kórónuveirufaraldursins og trúarathafnir eru þar engin undantekning. Messum í dag, aðfangadag, verður streymt en einnig verður unnt taka á móti kirkjugestum með notkun hraðprófa.

Innlent
Fréttamynd

Meiri kvíði og minni til­hlökkun

Hlutfall þeirra landsmanna sem hlakka til jólanna er lægra en undanfarin tvö ár. Þá hækkar hlutfall þeirra sem kvíða jólunum en einhverjir falla í báða flokka; hlakka til jólanna og kvíða þeirra á sama tíma.

Innlent
Fréttamynd

„Þau eru bara fúl að vera ekki boðið“

Fólk sem fussar og sveiar yfir þeim sem njóta skötunnar er bara fúlt yfir því að vera ekki boðið með. Þetta segir einn af fjölmörgum unnendum skötunnar sem var á borðum í margri skötuveislunni í dag.

Innlent
Fréttamynd

Ekki kvíðinn fyrir tón­leikum kvöldsins þrátt fyrir fjölda smita

Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, segist ekki stressaður fyrir þrennum jólatónleikum sem eru á dagskrá hjá honum í kvöld þrátt fyrir fjölda smitaðra af kórónuveirunni í þjóðfélaginu. Hann segist ætla að líta jákvætt á stöðuna frekar en að einblína á öll leiðinlegu smáatriðin. 

Tónlist
Fréttamynd

Jólakveðjum rignir yfir Má

Sundmaðurinn söngelski Már Gunnarsson hefur átt ótrúlega gott ár. Hann keppti á Ólympíumóti fatlaða í Tókýó, setti heimsmet í Laugardalnum og gaf út lagið Vindurinn vor með Ivu Marín Adrichem.

Jól
Fréttamynd

Jólamolar: Er ekki íhaldssöm þegar kemur að jólunum

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, nýsköpunar- og iðnaðarráðherra eyðir jólunum á þinginu þar sem hún vinnur hörðum höndum að því að búa til nýtt ráðuneyti. Hún ætlar þó líka að njóta hátíðanna í faðmi fjölskyldu og vina. Þrátt fyrir að vera ekki mjög íhaldssöm þegar kemur að jólunum, á hún þó nokkrar hefðir eins og að kaupa furu, baka sörur með vinkonunum og fara á Jómfrúna í desember.

Jól
Fréttamynd

Flýr frá neyslu­hyggjunni sem ein­kennir oft vest­ræn jól

Móðir sem hefur þrisvar sinnum haldið upp á jólin í Afríku með fjölskyldu sinni segir gott að komast frá neysluhyggjunni sem einkennir oft vestræn jól. Sama hvar fjölskyldan er stödd í heiminum láta þau dómkirkjuklukkur í Reykjavík ætíð hringja inn jólin.

Innlent