Mannauðsstjóri rekur kynlífstækjaverslun – jóladagatölin rjúka út Hermosa.is 12. október 2022 11:50 María Dís Gunnarsdóttir og Þröstur Marel Jónsson segja kynlífstækjamarkaðinn á Íslandi mjög spennandi en þau eru nýir eigendur vefverslunarinnar Hermosa.is. María Dís Gunnarsdóttir tók við rekstri kynlífstækjaverslunarinnar Hermosa.is í lok sumars ásamt manni sínum Þresti Marel Valssyni. Þau hafði lengi langað í rekstur meðfram vinnu og stukku á tækifærið þegar það gafst enda kynlífstæki dúndurvinsæl og sérstaklega í skammdeginu. „Fyrsti mánuðurinn okkar fór fram úr björtustu vonum. Jóladagatölin eru langvinsælasta varan á kynlífstækjamarkaðnum í dag og salan er þegar komin á fullt. Það er gaman að sjá að fólk vill fókusera á nánd og létta aðeins lundina í kuldanum og myrkrinu. Kynlífstækjamarkaðurinn á Íslandi er mjög spennandi og þar eru mörg tækifæri. Umræðan hefur opnast töluvert síðustu árin og við erum spennt að taka þátt í að opna hana enn meira og affordómavæða þennan bransa,“ segir María Dís. Allir hafi mismunandi langanir og þarfir og það sé jákvætt að fólk geti verið ófeimið. Hún hafi þó aðeins velt fyrir sér hvaða skoðun vinnufélagarnir hefðu á hliðarstarfinu. „Ég velti því alveg fyrir mér hvað samstarfsfólki mínu fyndist að mannauðsstjórinn ræki kynlífstækjaverslun,“ segir hún hlæjandi. Það hafi þó verið ástæðulaust að hafa áhyggjur af því og samstarfsfélagarnir tekið vel í fréttirnar. „Fólki finnst miklu minna mál að ræða kaup á kynlífstækjum í dag en bara fyrir nokkrum árum. Það er kannski aðeins munur milli kynslóða og það má alveg taka fram að vörurnar eru til dæmis sendar í ómerktum umbúðum. Það þarf því enginn að vera feiminn við að sækja pakkann á pósthúsið eða fá sendingu heim, ef viðkomandi býr til dæmis heima hjá mömmu og pabba,“ segir María sposk. „Annars sendum við einnig frítt á Droppstöðvar um allt land.“ Hægt er að vinna dagatal í gjafaleik á samfélagsmiðlum Hermosa.is Útrás fyrir jólastressið öll kvöld í desember Hermosa býður tvær glæsilegar útgáfur af jóladagatölum. Annað dagatalið inniheldur 29 spennandi vörur og hitt 25. Í stærra dagatalinu eru 17 fjölbreytt og spennandi kynlífstæki og ýmsir aukahlutir eins og undirföt, nuddolía, sleipiefni og geirvörtuklemmur svo eitthvað sé nefnt. María Dís segir mikil gæði einkenna vörurnar í báðum dagatölunum og fólk fái mikið fyrir aurinn. „Þetta eru mjög vegleg dagatöl og hafa þann kost fram yfir mörg önnur að vörurnar koma frá mismunandi framleiðendum svo fjölbreytnin er mikil. Dagatölin eru sérstaklega miðuð að pörum til að leika sér saman og innihalda vörur sem henta öllum kynjum, eitthvað skemmtilegt sem hægt er að gera með makanum og létta á jólastressinu. Svo erum við með í gangi skemmtilegan gjafaleik á samfélagsmiðlunum þar sem hægt er að vinna dagatal,“ segir María Dís. Í stærra dagatalinu eru 17 fjölbreytt og spennandi kynlífstæki og ýmsir aukahlutir Fræðsla og heimakynningar um allt land Þau Þröstur hafa aukið talsvert við vörúrval Hermosa þegar þau tóku við og framundan er frekari uppbygging verslunarinnar, til að mynda fræðsla og heimakynningar. „Við erum að vinna að fræðslubloggi á heimasíðunni og ætlum einnig að vera með fræðslu á samfélagsmiðlum. Sú vinna er í mótun en okkur dreymir stórt. Við hvetjum fólk auðvitað til að fylgja okkur bæði á Instagram og Facebook. Við stefnum einnig á að þjónusta landsbyggðina betur og fara út á land með vörukynningar. Framundan hjá okkur er til dæmis konukvöld úti á landi og fleira spennandi fyrir landsbyggðarfólkið,“ segir María Dís og greinilegt að þau veðjuðu á réttan hest. „Það er rosalega gaman að eiga það áhugamál að gleðja aðra í frítímanum sínum og halda þjóðinni fullnægðri, það er mjög gefandi fyrir okkur. Óskastaðan er svo auðvitað að geta stækkað verslunina enn frekar,“ segir María Dís að lokum. Kynlíf Jól Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Lífið Fleiri fréttir Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Veldu Natracare – Hreinar og umhverfisvænar tíðarvörur fyrir heilbrigði kvenna Jólin byrja í Kjötkompaní Lærðu allt um kokteila í Kokteilaskólanum Afsláttur í BYKO fyrir fólk í framkvæmdum Fagnaðu 30 ára afmæli lakkrístoppsins „Að fá þykkt og fallegt hár hefur fyrst og fremst gefið mér aukið sjálfstraust“ Maca jurtin styður einstaklega vel við hormónajafnvægi kvenna á breytingaskeiðinu Hvað leynist í jólapökkum starfsfólks? Fæturnir bera mig nú hraðar og lengra Vegleg afmælistilboð á gæðavörum í eldhús og baðherbergi Ég hætti að lifa bara af - og fór að LIFA, að vera þátttakandi í lífinu Valgerður fann fljótt mun á líðan sinni þökk sé Femarelle Hvað ef þú gætir breytt framtíð húðar þinnar? Bæta við upphæð viðskiptavina til styrktar Bleiku slaufunni Byltingarkennd nýjung fyrir blondínur frá JOHN FRIEDA Sykursalur orðinn einn vinsælasti veislusalur Reykjavíkur Ný vetrarlína Moomin væntanleg í takmörkuðu upplagi Sjá meira
„Fyrsti mánuðurinn okkar fór fram úr björtustu vonum. Jóladagatölin eru langvinsælasta varan á kynlífstækjamarkaðnum í dag og salan er þegar komin á fullt. Það er gaman að sjá að fólk vill fókusera á nánd og létta aðeins lundina í kuldanum og myrkrinu. Kynlífstækjamarkaðurinn á Íslandi er mjög spennandi og þar eru mörg tækifæri. Umræðan hefur opnast töluvert síðustu árin og við erum spennt að taka þátt í að opna hana enn meira og affordómavæða þennan bransa,“ segir María Dís. Allir hafi mismunandi langanir og þarfir og það sé jákvætt að fólk geti verið ófeimið. Hún hafi þó aðeins velt fyrir sér hvaða skoðun vinnufélagarnir hefðu á hliðarstarfinu. „Ég velti því alveg fyrir mér hvað samstarfsfólki mínu fyndist að mannauðsstjórinn ræki kynlífstækjaverslun,“ segir hún hlæjandi. Það hafi þó verið ástæðulaust að hafa áhyggjur af því og samstarfsfélagarnir tekið vel í fréttirnar. „Fólki finnst miklu minna mál að ræða kaup á kynlífstækjum í dag en bara fyrir nokkrum árum. Það er kannski aðeins munur milli kynslóða og það má alveg taka fram að vörurnar eru til dæmis sendar í ómerktum umbúðum. Það þarf því enginn að vera feiminn við að sækja pakkann á pósthúsið eða fá sendingu heim, ef viðkomandi býr til dæmis heima hjá mömmu og pabba,“ segir María sposk. „Annars sendum við einnig frítt á Droppstöðvar um allt land.“ Hægt er að vinna dagatal í gjafaleik á samfélagsmiðlum Hermosa.is Útrás fyrir jólastressið öll kvöld í desember Hermosa býður tvær glæsilegar útgáfur af jóladagatölum. Annað dagatalið inniheldur 29 spennandi vörur og hitt 25. Í stærra dagatalinu eru 17 fjölbreytt og spennandi kynlífstæki og ýmsir aukahlutir eins og undirföt, nuddolía, sleipiefni og geirvörtuklemmur svo eitthvað sé nefnt. María Dís segir mikil gæði einkenna vörurnar í báðum dagatölunum og fólk fái mikið fyrir aurinn. „Þetta eru mjög vegleg dagatöl og hafa þann kost fram yfir mörg önnur að vörurnar koma frá mismunandi framleiðendum svo fjölbreytnin er mikil. Dagatölin eru sérstaklega miðuð að pörum til að leika sér saman og innihalda vörur sem henta öllum kynjum, eitthvað skemmtilegt sem hægt er að gera með makanum og létta á jólastressinu. Svo erum við með í gangi skemmtilegan gjafaleik á samfélagsmiðlunum þar sem hægt er að vinna dagatal,“ segir María Dís. Í stærra dagatalinu eru 17 fjölbreytt og spennandi kynlífstæki og ýmsir aukahlutir Fræðsla og heimakynningar um allt land Þau Þröstur hafa aukið talsvert við vörúrval Hermosa þegar þau tóku við og framundan er frekari uppbygging verslunarinnar, til að mynda fræðsla og heimakynningar. „Við erum að vinna að fræðslubloggi á heimasíðunni og ætlum einnig að vera með fræðslu á samfélagsmiðlum. Sú vinna er í mótun en okkur dreymir stórt. Við hvetjum fólk auðvitað til að fylgja okkur bæði á Instagram og Facebook. Við stefnum einnig á að þjónusta landsbyggðina betur og fara út á land með vörukynningar. Framundan hjá okkur er til dæmis konukvöld úti á landi og fleira spennandi fyrir landsbyggðarfólkið,“ segir María Dís og greinilegt að þau veðjuðu á réttan hest. „Það er rosalega gaman að eiga það áhugamál að gleðja aðra í frítímanum sínum og halda þjóðinni fullnægðri, það er mjög gefandi fyrir okkur. Óskastaðan er svo auðvitað að geta stækkað verslunina enn frekar,“ segir María Dís að lokum.
Kynlíf Jól Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Lífið Fleiri fréttir Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Veldu Natracare – Hreinar og umhverfisvænar tíðarvörur fyrir heilbrigði kvenna Jólin byrja í Kjötkompaní Lærðu allt um kokteila í Kokteilaskólanum Afsláttur í BYKO fyrir fólk í framkvæmdum Fagnaðu 30 ára afmæli lakkrístoppsins „Að fá þykkt og fallegt hár hefur fyrst og fremst gefið mér aukið sjálfstraust“ Maca jurtin styður einstaklega vel við hormónajafnvægi kvenna á breytingaskeiðinu Hvað leynist í jólapökkum starfsfólks? Fæturnir bera mig nú hraðar og lengra Vegleg afmælistilboð á gæðavörum í eldhús og baðherbergi Ég hætti að lifa bara af - og fór að LIFA, að vera þátttakandi í lífinu Valgerður fann fljótt mun á líðan sinni þökk sé Femarelle Hvað ef þú gætir breytt framtíð húðar þinnar? Bæta við upphæð viðskiptavina til styrktar Bleiku slaufunni Byltingarkennd nýjung fyrir blondínur frá JOHN FRIEDA Sykursalur orðinn einn vinsælasti veislusalur Reykjavíkur Ný vetrarlína Moomin væntanleg í takmörkuðu upplagi Sjá meira