Lífið

Bein útsending: IKEA geitin rís í Kauptúni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ef allt gengur upp verður IKEA-geitin komin í þessar stellingar á ellefta tímanum.
Ef allt gengur upp verður IKEA-geitin komin í þessar stellingar á ellefta tímanum. Vísir/Vilhelm

Þegar 75 dagar eru til jóla má víða sjá merki þess að helstu jólabörn landsins séu komin í gírinn. Þannig má á einstaka húsum sjá jólaseríur og í Garðabær mætir kunnuglegur gestur á svæðið.

IKEA-geitin hefur fest sig í sessi sem einn af boðberum jólanna. Henni verður komið fyrir í Kauptúni um tíuleytið í dag. 

Að neðan geta áhugasamir fylgst með uppsetningu geitarinnar í Kauptúni sem reiknða er með að hefjist um klukkan tíu.

 Hægt verður að fylgjast með í sjónvarpinu á Stöð 2 Vísi.

Geitin virðist eiga mörg líf en hún hefur oftar en einu sinni orðið eldi að bráð. Að neðan má sjá upptöku af því þegar reynt var að kveikja í geitinni þann 10. nóvember árið 2016.

Fjórum dögum síðar tókst brennuvörgum ætlunarverk sitt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.