Steindi með Covid og jólabingói Blökastsins frestað Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. desember 2021 14:06 Auddi, Egill og Steindi eru þáttastjórnendur FM95BLÖ og hlaðvarpsins Blökastið. Vísir Nokkrir liðsmenn Blökastsins og framleiðsluteymisins á bak við að hafa greinst smitaðir af Covid-19. Auðunn Blöndal segir stöðuna leiðinlega en lofar enn betra bingói þegar nýtt ár gengur í garð. Jólabingó Blökastsins var á dagskrá á morgun, miðvikudaginn 29. desember klukkan 19, en því hefur verið frestað til 14. janúar þar sem meðlimir Blö-teymisins hafa greinst smitaðir af Covid. Sýna átti bingóið í beinu streymi á Vísi og Stöð 2 Vísi á morgun en það færist nú til um rúmar tvær vikur. „Þetta er alveg ömurlegt, það er því miður enginn útsendingarstjóri laus af því að annar er með Covid. Sverrir og Jóhanna Guðrún ætla að koma og syngja þannig að við vildum gera þetta vel og það var bara ekki hægt núna,“ segir Auðunn Blöndal, eða Auddi. „Við vorum búin að reyna allt en janúar er ekkert skemmtilegasti mánuður ársins þannig að það er fínt að eiga þetta eftir. Við verðum með sömu geggjuðu vinningana,“ segir Auddi. Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi, er einn þeirra sem greindist smitaður af veirunni. Hann er nú í einangrun með fjölskyldu sinni, sem sömuleiðis greindist öll smituð. „Gengið er bara komið með Covid eða er í sóttkví. Þannig að við þurftum að fresta því til 14. janúar,“ segir Steindi. „Það er smá skrítið að vera með jólabingó í janúar þannig að við höfum þetta bara nýársbingó. Við ætlum heldur betur að gera þetta mjög flott, stórt og veglegt. Það verða þarna örugglega margir fastir heima í sóttkví eða einangrun og ég held að fólk verði mjög þakklátt að fá inn eitthvað skemmtilegt,“ segir Steindi. Hann og fjölskyldan muni reyna að hafa það notalegt um áramótin. „Sem betur fer heilsast öllum vel og allir eru bara nokkuð brattir. Það er bara verið að finna alls konar skemmtilegt til að bralla á daginn og reyna að gera þetta sem skást.“ Bingóið verður, þrátt fyrir allt, sýnt í opinni dagskrá á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi um miðjan janúar. Sérstakir gestir Blö-drengjanna verða Jóhanna Guðrún og Sverrir Bergmann. Auglýsingu fyrir jólabingóið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Blökastið er hlaðvarp með Audda, Steinda og Agli úr útvarpsþættinum FM95BLÖ. Í áskriftarhlaðvarpinu sem er aðgengilegt hér á Vísi fá aðdáendur útvarpsþáttarins fjóra auka þætti í mánuði í formi hlaðvarps, ásamt skemmtilegu aukaefni. Strákarnir eru einnig af og til í mynd og stundum í beinni útsendingu frá hinum og þessum stöðum. Nánari upplýsingar má finna á vef Tal hér á Vísi. FM95BLÖ Jól Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir FM95BLÖ með eigið jólabingó og lofa sturluðum vinningum Jólabingó FM95BLÖ verður miðvikudaginn 29. desember klukkan 19:00. Þetta er fyrsta bingóið sem Steindi stjórnar og félagarnir lofa mikilli skemmtun og „sturluðum“ vinningum. 23. desember 2021 13:31 Mest lesið Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Lífið „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Lífið Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Menning Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Gagnrýni Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Lífið Jói Pé og Króli skrifa söngleik Menning Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Lífið Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Lífið Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Fleiri fréttir Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Fólk hafi áhyggjur ef jólalegasta húsið í bænum er ekki skreytt Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi Hafnar vel launuðum störfum vegna skriffíknar á háu stigi Krakkatían: Teiknimyndir, vísur og ostar Ergir kirkjuna enn á ný með fölskum Frans páfa Sjá meira
Jólabingó Blökastsins var á dagskrá á morgun, miðvikudaginn 29. desember klukkan 19, en því hefur verið frestað til 14. janúar þar sem meðlimir Blö-teymisins hafa greinst smitaðir af Covid. Sýna átti bingóið í beinu streymi á Vísi og Stöð 2 Vísi á morgun en það færist nú til um rúmar tvær vikur. „Þetta er alveg ömurlegt, það er því miður enginn útsendingarstjóri laus af því að annar er með Covid. Sverrir og Jóhanna Guðrún ætla að koma og syngja þannig að við vildum gera þetta vel og það var bara ekki hægt núna,“ segir Auðunn Blöndal, eða Auddi. „Við vorum búin að reyna allt en janúar er ekkert skemmtilegasti mánuður ársins þannig að það er fínt að eiga þetta eftir. Við verðum með sömu geggjuðu vinningana,“ segir Auddi. Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi, er einn þeirra sem greindist smitaður af veirunni. Hann er nú í einangrun með fjölskyldu sinni, sem sömuleiðis greindist öll smituð. „Gengið er bara komið með Covid eða er í sóttkví. Þannig að við þurftum að fresta því til 14. janúar,“ segir Steindi. „Það er smá skrítið að vera með jólabingó í janúar þannig að við höfum þetta bara nýársbingó. Við ætlum heldur betur að gera þetta mjög flott, stórt og veglegt. Það verða þarna örugglega margir fastir heima í sóttkví eða einangrun og ég held að fólk verði mjög þakklátt að fá inn eitthvað skemmtilegt,“ segir Steindi. Hann og fjölskyldan muni reyna að hafa það notalegt um áramótin. „Sem betur fer heilsast öllum vel og allir eru bara nokkuð brattir. Það er bara verið að finna alls konar skemmtilegt til að bralla á daginn og reyna að gera þetta sem skást.“ Bingóið verður, þrátt fyrir allt, sýnt í opinni dagskrá á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi um miðjan janúar. Sérstakir gestir Blö-drengjanna verða Jóhanna Guðrún og Sverrir Bergmann. Auglýsingu fyrir jólabingóið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Blökastið er hlaðvarp með Audda, Steinda og Agli úr útvarpsþættinum FM95BLÖ. Í áskriftarhlaðvarpinu sem er aðgengilegt hér á Vísi fá aðdáendur útvarpsþáttarins fjóra auka þætti í mánuði í formi hlaðvarps, ásamt skemmtilegu aukaefni. Strákarnir eru einnig af og til í mynd og stundum í beinni útsendingu frá hinum og þessum stöðum. Nánari upplýsingar má finna á vef Tal hér á Vísi.
FM95BLÖ Jól Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir FM95BLÖ með eigið jólabingó og lofa sturluðum vinningum Jólabingó FM95BLÖ verður miðvikudaginn 29. desember klukkan 19:00. Þetta er fyrsta bingóið sem Steindi stjórnar og félagarnir lofa mikilli skemmtun og „sturluðum“ vinningum. 23. desember 2021 13:31 Mest lesið Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Lífið „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Lífið Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Menning Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Gagnrýni Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Lífið Jói Pé og Króli skrifa söngleik Menning Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Lífið Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Lífið Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Fleiri fréttir Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Fólk hafi áhyggjur ef jólalegasta húsið í bænum er ekki skreytt Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi Hafnar vel launuðum störfum vegna skriffíknar á háu stigi Krakkatían: Teiknimyndir, vísur og ostar Ergir kirkjuna enn á ný með fölskum Frans páfa Sjá meira
FM95BLÖ með eigið jólabingó og lofa sturluðum vinningum Jólabingó FM95BLÖ verður miðvikudaginn 29. desember klukkan 19:00. Þetta er fyrsta bingóið sem Steindi stjórnar og félagarnir lofa mikilli skemmtun og „sturluðum“ vinningum. 23. desember 2021 13:31