Bestu mörkin: Þjálfarinn upptekinn á Coldplay tónleikum í Kaupmannahöfn Konráð Freyr Sigurðsson stýrði liði Tindastóls í mikilvægum leik í Bestu deild kvenna í fótbolta í gær en aðalþjálfari liðsins, Halldór Jón Sigurðsson, var hvergi sjáanlegur á hliðarlínunni. Íslenski boltinn 10. júlí 2023 09:31
James vill hjálpa Hermanni og ÍBV: „Vonandi get ég aðstoðað“ Fyrrum enski landsliðsmarkvörðurinn David James var heiðursgestur á leik ÍBV gegn Fram í Bestu deild karla í fótbolta á laugardag, áratug eftir veru hans í Vestmannaeyjum. Hann segir engan í Eyjunni hafa breyst og þá eigi hann til að vinna fyrir félaga sinn Hermann Hreiðarsson frá Bretlandseyjum. Íslenski boltinn 10. júlí 2023 07:00
Markasúpa og dramatík í Keflavík, Alex Freyr hetja ÍBV og öruggt hjá Blikum Topplið Víkings gerði 3-3 jafntefli við Keflavík á laugardag á meðan Alex Freyr Hilmarsson tryggði ÍBV 1-0 sigur á Fram. Íslandsmeistarar Breiðabliks fóru svo illa með nýliða Fylkis. Mörkin úr leikjunum þremur má sjá hér að neðan. Íslenski boltinn 9. júlí 2023 19:01
„Þessi deild er bara klikkuð“ Todor Hristov, þjálfari ÍBV, var ánægður með sigur síns liðs á Þór/KA á Akureyri í Bestu deild kvenna í dag. Íslenski boltinn 9. júlí 2023 17:31
Umfjöllun og viðtöl: FH - Tindastóll 1-0 | Spútnik liðið aftur á sigurbraut FH hafði tapað þremur leikjum í röð í deild og bikar þegar Tindastóll mætti í Kaplakrika í 12. umferð Bestu deildar kvenna. Leiknum lauk með 1-0 sigri heimaliðsins og spútnik lið deildarinnar því komið á sigurbraut. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. Íslenski boltinn 9. júlí 2023 16:00
Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - ÍBV 0-2 | Óvæntur sigur Eyjakvenna ÍBV vann mikilvægan 2-0 sigur á Þór/KA norður á Akureyri í Bestu deild kvenna fyrr í dag. Lyftu Eyjakonur sér upp úr fallsæti með sigrinum. Olga Sevcova og Holly Taylor Oneill skoruðu mörk ÍBV í síðari hálfleik og þar við sat. Íslenski boltinn 9. júlí 2023 15:55
„Hann leikur þetta bara og fær vítið“ Keflavík og Víkingur gerðu 3-3 jafntefli í Bestu deildinni í knattspyrnu í gær. Fyrsta mark Víkinga kom úr vítaspyrnu sem dæmd var þegar Danijel Dejan Djuric lét sig falla í teig Keflvíkinga. Fótbolti 9. júlí 2023 14:01
Alltaf erfitt á Selfossi „Þetta eru alltaf mjög erfiðir leikir, sérstaklega á Selfossi. Þetta verður bara hörkuleikur,“ segir Lillý Rut Hlynsdóttir, leikmaður Vals, um verkefni dagsins. Valur og Selfoss mætast í Bestu deild kvenna klukkan 14:00. Íslenski boltinn 9. júlí 2023 12:31
Alex Freyr ósáttur hjá Blikum og vill burt Vefmiðillinn 433.is greindi frá því í gær að Alex Freyr Elísson, leikmaður Breiðabliks í Bestu deildinni, væri ósáttur með spiltíma sinn í Kópavoginum og vildi komast á lán frá félaginu sem fyrst. Íslenski boltinn 8. júlí 2023 21:00
„Ef góður leikmaður vill koma og reyna sig með Keflavík er bara að hafa samband“ „Bara svekkelsi, áttum að vinna þennan leik,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, eftir 3-3 jafntefli sinna manna gegn toppliði Víkings. Íslenski boltinn 8. júlí 2023 20:06
„Mjög vond byrjun á leiknum hjá okkur“ „Þetta var mjög vond byrjun á leiknum hjá okkur, það er svona fyrsta sem fer í gegnum hugann á mér núna eftir leik,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 2-0 tap gegn Þrótti Reykjavík í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Íslenski boltinn 8. júlí 2023 20:00
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þróttur 0-2 | Gestirnir sóttu þrjú stig í Garðabæ Þróttur Reykjavík vann góðan 2-0 útisigur á Stjörnunni í 12. umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu. Mörkin skoruðu Katla Tryggvadóttir og Sierra Marie Lelii. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. Íslenski boltinn 8. júlí 2023 19:15
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Víkingur 3-3 | Hansen bjargaði stigi fyrir toppliðið Botnlið Keflavíkur tók á móti toppliði Víkings í 14. umferð Bestu deildar karla nú í kvöld. Það var ekki að sjá að þessi lið væru á sitthvorum enda töflunnar í dag og eftir afar dramatískar lokamínútur varð niðurstaðan 3-3 jafntefli. Íslenski boltinn 8. júlí 2023 19:00
„Það verður gaman í kvöld, það er öruggt mál“ „Vorum frábærir í dag. Töluðum um það í vikunni að við vildum gefa Eyjunni og fólkinu á Eyjunni sem er búið að berjast fyrir tilveru þessa fallegu Eyju, sigur. Endurspegluðum vonandi þennan tíðaranda,“ sagði sigurreifur Hermann Hreiðarsson eftir 1-0 sigur ÍBV á Fram í Bestu deild karla. Íslenski boltinn 8. júlí 2023 18:45
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV 1-0 Fram | Alex Freyr tryggði ÍBV dýrmætan sigur ÍBV vann Fram 1-0 í 14. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Íslenski boltinn 8. júlí 2023 18:00
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Keflavík 2-0 | Katrín sökkti Keflavík Breiðablik bar sigurorð á Keflavík í 12. umferð Bestu deildar kvenna í dag. Leikurinn endaði 2-0 og skoraði Katrín Ásbjörnsdóttir bæði mörkin í síðari hálfleik. Íslenski boltinn 8. júlí 2023 17:30
„Verðum að fara nýta færin betur“ Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur, þurfti að sætta sig við 2-0 tap á móti toppliði Breiðabliks í tólftu umferð Bestu deildar kvenna í dag. Leikurinn var markalaus í hálfleik og var Jonathan sáttur með frammistöðuna framan af. Íslenski boltinn 8. júlí 2023 17:16
Vestri með óvæntan sigur í Laugardalnum Vestri vann 2-1 útisigur á Þrótti Reykjavík í eina leik dagsins í Lengjudeild karla í knattspyrnu. Íslenski boltinn 8. júlí 2023 16:45
James heiðraður í Eyjum: „Svo bara verður gaman eftir leikinn“ David James verður heiðraður í kringum leik ÍBV og Fram í Bestu deild karla í fótbolta í dag. Goslokahátíð stendur yfir í Eyjum og verður mikið um dýrðir. Íslenski boltinn 8. júlí 2023 13:09
„Þú verður bara að fara með það á koddann“ Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum afar sáttur eftir öruggan 5-1 sigur hans liðs á Fylki í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Íslenski boltinn 7. júlí 2023 22:31
Fylkismenn geti ekki hætt sér hátt og pressað: „Við skíttöpuðum þessu“ „Mér líður ekkert vel,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, eftir 5-1 tap liðs hans fyrir Breiðabliki í Bestu deild karla í kvöld. Íslenski boltinn 7. júlí 2023 22:01
Skagamenn klifra upp töfluna ÍA vann Njarðvík 2-1 í Lengjudeild karla í knattspyrnu í kvöld. Þá vann Afturelding öruggan 4-1 sigur á nýliðum Ægis í Þorlákshöfn. Íslenski boltinn 7. júlí 2023 21:31
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Fylkir 5-1 | Blikar blésu til veislu Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu öruggan 5-1 sigur á nýliðum Fylkis í Bestu deild karla í knattspyrnu þrátt fyrir að brenna af vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Íslenski boltinn 7. júlí 2023 21:05
Besta upphitunin: Alls ekki bara af því að ég var kona Margrét Magnúsdóttir, þjálfari nítján ára landsliðs kvenna í fótbolta, mætti til Helenu Ólafsdóttur í Bestu upphitunina og spáði í 12. umferð Bestu deildarinnar í fótbolta sem fer fram um helgina. Íslenski boltinn 7. júlí 2023 14:18
Blikar hafa ekki unnið íslenskt lið í meira en mánuð Breiðablik tekur á móti Fylki í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld og Blikunum eru örugglega farið að þyrsta í deildarsigur. Íslenski boltinn 7. júlí 2023 13:01
„Þær eru ógeðslega skipulagðar“ Lið Þórs/KA fékk verðskuldað hrós í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöld en liðið situr í 3. sæti Bestu deildarinnar eftir góðan 1-0 útisigur gegn Keflavík í síðasta leik. Íslenski boltinn 6. júlí 2023 16:00
Margrét Lára: Getum við tekið blóðprufu úr henni Stjörnukonur hvíldu lykilmenn í leiknum á móti ÍBV eftir að hafa nokkrum dögum áður spilað mjög krefjandi bikarleik á móti Breiðabliki sem fór alla leið í framlengingu og vítakeppni. Íslenski boltinn 6. júlí 2023 12:31
„Ég hef alltaf vitað að ég væri mikill markaskorari“ Valskonan Bryndís Arna Níelsdóttir er langmarkahæsti leikmaður Bestu deildar kvenna í fótbolta eftir fyrstu ellefu umferðirnar. Hún hefur skorað níu mörk eða fjórum mörkum meira en þær sem skipa annað sætið á listanum yfir markahæstu menn. Íslenski boltinn 6. júlí 2023 10:00
Agla skoraði óvart eitt markanna í þrennunni sinni: Sjáðu mörkin úr Bestu Ellefta umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta kláraðist í gær með fjórum leikjum og við fengum að sjá þrettán mörk í leikjunum. Íslenski boltinn 5. júlí 2023 13:31
„Við komum okkur alveg í séns hérna í lokin en tíminn var heldur betur knappur“ Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var eðlilega mjög svekktur eftir tap FH gegn Íslandsmeisturum Vals í Kaplakrika nú í kvöld. FH spilaði mjög vel á köflum en Valsarar gerðu út um leikinn á 15 mínútna kafla í seinni hálfleik þegar liðið skoraði þrjú mörk með skömmu millibili. FH-ingar náðu hins vegar að klóra í bakkann og skoruðu tvö mörk í lokin en lengra komst FH ekki. Fótbolti 4. júlí 2023 22:35