„Mér var vel tekið og fyrir það er ég ofboðslega þakklátur“ Aron Guðmundsson skrifar 3. október 2023 10:10 Davíð Smári Lamude kom Vestra upp í efstu deild á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari liðsins. Vísir/Skjáskot Davíð Smári Lamude, þjálfari fótboltaliðs Vestra sem á dögunum tryggði sér sæti í Bestu deild karla í fyrsta sinn í sögu félagsins, segist aldrei hafa órað fyrir því að hann myndi stýra liði á Laugardalsvelli í jafn stórum og mikilvægum leik og úrslitaleikur Vestra og Aftureldingar í umspili Lengjudeildarinnar á dögunum var. Hann er þakklátur Vestfirðingum fyrir góðar móttökur á hans fyrsta tímabili sem þjálfari Vestra. Davíð Smári segir tilfinninguna, þegar Bestu deildar sæti Vestra var tryggt með sigri á Aftureldingu í hreinum úrslitaleik á Laugardalsvelli hafa verið ólýsanlega. „Maður fann bara fyrir ofboðslega mikið af tilfinningum og kannski erfitt að reyna pakka þeim saman í eitthvað eitt orð. Stolt, gleði, ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Þetta var bara ofboðslega stór stund fyrir mig,“ segir Davíð Smári í viðtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum. Klippa: Davíð Smári: Mér var vel tekið og fyrir það er ég ofboðslega þakklátur. Ertu búinn að meðtaka þetta? „Nei í raun og veru ekki alveg. Ég og þeir sem eru með mér í þjálfarateyminu erum enn bara að senda okkar á milli „We did it.“ Við erum bara rosalega glaðir og enn að átta okkur á þessu.“ Davíð Smári Lamude og Daníel Badu, aðstoðarþjálfari hans hjá Vestra en auk þeirra er Brenton Muhammad einnig í þjálfarateymi liðsins.vestri.is Öfugt við það sem hann bjóst við Stígandi var í liði Vestra eftir því sem leið á tímabilið. Þrátt fyrir brösótta byrjun á tímabilinu missti Davíð Smári aldrei trúna á því að liðið myndi ná markmiðum sínum. „Ég var alls ekki sáttur með byrjunina á tímabilinu hjá okkur. Við höfðum lagt rosalega mikið upp úr því, í janúar og febrúar, að byrja fyrr. Það eru margir erlendir leikmenn á mála hjá okkur og ég setti mikla kröfu á að þeir kæmu fyrr til okkar en hefur verið raunin áður hjá liði Vestra. Að við næðum að æfa vel. Við gerðum það og ég bjóst alveg við erfiðri byrjun en bjóst kannski ekki endilega við eins slæmri stigasöfnun. Ég hélt að við myndum ná að þjösna inn úrslitum en því miður tókst það ekki. Aftur á móti var spilamennskan ekki slæm. Þetta var því eiginlega öfugt við það sem að ég bjóst við. Heilt yfir var stígandi í liðinu frá fyrsta leik. Það var það sem veitti manni öryggistilfinningu.“ Margt sem heillaði við starfið Var það eitthvað við starfið hjá Vestra sem kom honum á óvart eftir að hann tók við? „Já þetta var töluvert stærra en ég bjóst við. Þá á ég við skipulagningu fyrir alla leiki. Tíminn sem fer í að huga að öllum smáatriðum fyrir ferðalög. Huga að öllum þessum litlu smáatriðum eins og að allt dótið okkar komist með í allar ferðir. Þá er Veður.is orðin sú vefsíða sem ég kíki inn á hvað oftast. Það var vefsíða sem ég hafði ekki farið neitt allt of oft inn á þrátt fyrir að vera Íslendingur. Það er rosalega margt sem að maður þurfti að læra inn á hvað þetta varðar. Það kom mér á óvart.“ Vladimir Tufegdzic, sóknarmaður Vestra í úrslitaleiknum gegn AftureldinguMynd: Hafliði Breiðfjörð Hvað heillaði þig við Vestra þegar að félagið hafði samband við þig? „Það er náttúrulega ekkert leyndarmál að maðurinn á bak við þetta, Sammi, er ofboðslega kraftmikill. Við vorum búnir að vera ágætis vinir í fyrri tíð í gegnum mína þjálfaratíð í sömu deild. Ég var orðinn vanur því að fá símtöl frá honum og fann alveg ofboðslega áru yfir honum. Sammi er metnaðarfullur, ofboðslega kraftmikill og það var kannski það sem heillaði mest við þetta starf. Þá hefur Vestra liðið verið ofboðslega gott í gegnum tíðina en þó eitthvað vantað upp á. Ég sá því tækifæri í liðinu. Mér fannst liðið vera reiðubúið í að taka næsta skref. Það voru þarna gæða leikmenn sem mig langaði að vinna með. Þetta heillaði mig.“ Davíð Smári tók við þjálfun Vestra liðsins fyrir nýafstaðið tímabil. Hér sést hann með Samúel Samúelssyni (Samma, til hægri) handsala samninginn. Viljinn í ungu leikmönnunum gaf honum mikið Hjá Vestra eru aðstæðurnar og umhverfið allt öðruvísi heldur en það sem Davíð hafði upplifað hjá Kórdrengjum. Félagið Vestri er stærra og býr til að mynda yfir yngri flokka starfi sem var ekki að finna hjá Kórdrengjum. Hvernig var að fara yfir í svona allt annað umhverfi? „Mér fannst það bara ofboðslega gefandi. Eins og ég kom að áðan þá erum við ekkert ofboðslega margir á æfingum í janúar þegar að erlendu leikmennirnir eru ekki komnir til landsins. Það voru því margir ungir leikmenn úr öðrum og þriðja flokki Vestra sem tóku þátt á æfingum hjá okkur til að byrja með. Að sjá viljann og kraftinn í þeim, við þær aðstæður sem við vorum að æfa við í janúar og febrúar, það gaf mér alveg ofboðslega mikið. Og kannski ekki bara mér. Ég held að þessir leikmenn hafi einnig verið smá sjokkeraðir á því sjálfir hversu mikið þeir voru tilbúnir í að leggja á sig í erfiðum hlaupaæfingum. Þetta var því ofboðslega gefandi.“ Óraði ekki fyrir þessu Hafði Davíð Smára órað fyrir því að hann ætti eftir að vera starfandi fótboltaþjálfari á Ísafirði? „Maður á sér nú alltaf drauma. Ég vildi alltaf ná sem lengst og er alveg á þeim stað enn þá. Hvort að maður væri búinn að sjá þessa mynd, eins og þessi stund var á Laugardalsvelli er annað mál. Fyrir það fyrsta að vera á Laugardalsvelli, manni óraði ekki fyrir því.“ Hann segir það hafa verið mikil viðbrigði að fara úr höfuðborginni og flytja vestur. „Ég hafði verið í Reykjavík svona allt að því allt mitt líf. Fjölskylda mín var náttúrulega ekki með mér fyrir vestan svona fyrstu fjóra mánuði mína í starfi. Það var erfitt en að öðru leiti var það ekki mikið mál fyrir mig að flytja vestur. Þarna fékk ég tækifæri til að gera það sem mig hefur dreymt um, að vera þjálfari í fullu starfi. Ég er bara ofboðslega þakklátur Vestfirðingum fyrir það að hafa látið mér líða vel frá fyrstu stundu. Mér var vel tekið og fyrir það er ég ofboðslega þakklátur.“ Fyrsta símtalið á morgnana, síðasta símtalið á kvöldin Davíð Smára er tíðrætt um hlutverk Samúels Samúelssonar í starfi Vestra en Samúel hefur verið prímusmótorinn í starfi tengdu fótboltann fyrir Vestan í yfir sextán ár og alltaf sett markið hátt. „Sammi er alltaf fyrsta símtalið mitt á morgnana og síðasta símtalið áður en ég fer að sofa,“ er hann er beðinn um að lýsa sambandi sínu við Samma. „Þess á milli eru þetta einhver 40-50 símtöl okkar á milli. „Þegar að ég var nýtekinn við starfinu hringdi Sammi í mig mjög snemma að morgni til. Ég hugsa að klukkan hafi ekki verið orðinn sjö og vaknaði svona vel ryðgaður. Þá segir Sammi við mig „já þú ert sem sagt þessi B-týpa“ og það finnst mér mjög lýsandi fyrir Samma. Hann er ofboðslega kraftmikill. Er auðvitað í 100% vinnu sem er ekkert skylt starfi hans við fótboltann en samt nær hann að skila gríðarlega kraftmiklu starfi fyrir félagið sitt. Það er bara hrein unun að vinna með manni sem er svona kraftmikill. Einhverjir segja að ég sé kraftmikill en ég held ég hafi mætt jafnoka mínum hvað það varðar í Samma. Hann er, ef eitthvað er, kraftmeiri en ég.“ Vestri Besta deild karla Lengjudeild karla Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi Sport Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Davíð Smári segir tilfinninguna, þegar Bestu deildar sæti Vestra var tryggt með sigri á Aftureldingu í hreinum úrslitaleik á Laugardalsvelli hafa verið ólýsanlega. „Maður fann bara fyrir ofboðslega mikið af tilfinningum og kannski erfitt að reyna pakka þeim saman í eitthvað eitt orð. Stolt, gleði, ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Þetta var bara ofboðslega stór stund fyrir mig,“ segir Davíð Smári í viðtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum. Klippa: Davíð Smári: Mér var vel tekið og fyrir það er ég ofboðslega þakklátur. Ertu búinn að meðtaka þetta? „Nei í raun og veru ekki alveg. Ég og þeir sem eru með mér í þjálfarateyminu erum enn bara að senda okkar á milli „We did it.“ Við erum bara rosalega glaðir og enn að átta okkur á þessu.“ Davíð Smári Lamude og Daníel Badu, aðstoðarþjálfari hans hjá Vestra en auk þeirra er Brenton Muhammad einnig í þjálfarateymi liðsins.vestri.is Öfugt við það sem hann bjóst við Stígandi var í liði Vestra eftir því sem leið á tímabilið. Þrátt fyrir brösótta byrjun á tímabilinu missti Davíð Smári aldrei trúna á því að liðið myndi ná markmiðum sínum. „Ég var alls ekki sáttur með byrjunina á tímabilinu hjá okkur. Við höfðum lagt rosalega mikið upp úr því, í janúar og febrúar, að byrja fyrr. Það eru margir erlendir leikmenn á mála hjá okkur og ég setti mikla kröfu á að þeir kæmu fyrr til okkar en hefur verið raunin áður hjá liði Vestra. Að við næðum að æfa vel. Við gerðum það og ég bjóst alveg við erfiðri byrjun en bjóst kannski ekki endilega við eins slæmri stigasöfnun. Ég hélt að við myndum ná að þjösna inn úrslitum en því miður tókst það ekki. Aftur á móti var spilamennskan ekki slæm. Þetta var því eiginlega öfugt við það sem að ég bjóst við. Heilt yfir var stígandi í liðinu frá fyrsta leik. Það var það sem veitti manni öryggistilfinningu.“ Margt sem heillaði við starfið Var það eitthvað við starfið hjá Vestra sem kom honum á óvart eftir að hann tók við? „Já þetta var töluvert stærra en ég bjóst við. Þá á ég við skipulagningu fyrir alla leiki. Tíminn sem fer í að huga að öllum smáatriðum fyrir ferðalög. Huga að öllum þessum litlu smáatriðum eins og að allt dótið okkar komist með í allar ferðir. Þá er Veður.is orðin sú vefsíða sem ég kíki inn á hvað oftast. Það var vefsíða sem ég hafði ekki farið neitt allt of oft inn á þrátt fyrir að vera Íslendingur. Það er rosalega margt sem að maður þurfti að læra inn á hvað þetta varðar. Það kom mér á óvart.“ Vladimir Tufegdzic, sóknarmaður Vestra í úrslitaleiknum gegn AftureldinguMynd: Hafliði Breiðfjörð Hvað heillaði þig við Vestra þegar að félagið hafði samband við þig? „Það er náttúrulega ekkert leyndarmál að maðurinn á bak við þetta, Sammi, er ofboðslega kraftmikill. Við vorum búnir að vera ágætis vinir í fyrri tíð í gegnum mína þjálfaratíð í sömu deild. Ég var orðinn vanur því að fá símtöl frá honum og fann alveg ofboðslega áru yfir honum. Sammi er metnaðarfullur, ofboðslega kraftmikill og það var kannski það sem heillaði mest við þetta starf. Þá hefur Vestra liðið verið ofboðslega gott í gegnum tíðina en þó eitthvað vantað upp á. Ég sá því tækifæri í liðinu. Mér fannst liðið vera reiðubúið í að taka næsta skref. Það voru þarna gæða leikmenn sem mig langaði að vinna með. Þetta heillaði mig.“ Davíð Smári tók við þjálfun Vestra liðsins fyrir nýafstaðið tímabil. Hér sést hann með Samúel Samúelssyni (Samma, til hægri) handsala samninginn. Viljinn í ungu leikmönnunum gaf honum mikið Hjá Vestra eru aðstæðurnar og umhverfið allt öðruvísi heldur en það sem Davíð hafði upplifað hjá Kórdrengjum. Félagið Vestri er stærra og býr til að mynda yfir yngri flokka starfi sem var ekki að finna hjá Kórdrengjum. Hvernig var að fara yfir í svona allt annað umhverfi? „Mér fannst það bara ofboðslega gefandi. Eins og ég kom að áðan þá erum við ekkert ofboðslega margir á æfingum í janúar þegar að erlendu leikmennirnir eru ekki komnir til landsins. Það voru því margir ungir leikmenn úr öðrum og þriðja flokki Vestra sem tóku þátt á æfingum hjá okkur til að byrja með. Að sjá viljann og kraftinn í þeim, við þær aðstæður sem við vorum að æfa við í janúar og febrúar, það gaf mér alveg ofboðslega mikið. Og kannski ekki bara mér. Ég held að þessir leikmenn hafi einnig verið smá sjokkeraðir á því sjálfir hversu mikið þeir voru tilbúnir í að leggja á sig í erfiðum hlaupaæfingum. Þetta var því ofboðslega gefandi.“ Óraði ekki fyrir þessu Hafði Davíð Smára órað fyrir því að hann ætti eftir að vera starfandi fótboltaþjálfari á Ísafirði? „Maður á sér nú alltaf drauma. Ég vildi alltaf ná sem lengst og er alveg á þeim stað enn þá. Hvort að maður væri búinn að sjá þessa mynd, eins og þessi stund var á Laugardalsvelli er annað mál. Fyrir það fyrsta að vera á Laugardalsvelli, manni óraði ekki fyrir því.“ Hann segir það hafa verið mikil viðbrigði að fara úr höfuðborginni og flytja vestur. „Ég hafði verið í Reykjavík svona allt að því allt mitt líf. Fjölskylda mín var náttúrulega ekki með mér fyrir vestan svona fyrstu fjóra mánuði mína í starfi. Það var erfitt en að öðru leiti var það ekki mikið mál fyrir mig að flytja vestur. Þarna fékk ég tækifæri til að gera það sem mig hefur dreymt um, að vera þjálfari í fullu starfi. Ég er bara ofboðslega þakklátur Vestfirðingum fyrir það að hafa látið mér líða vel frá fyrstu stundu. Mér var vel tekið og fyrir það er ég ofboðslega þakklátur.“ Fyrsta símtalið á morgnana, síðasta símtalið á kvöldin Davíð Smára er tíðrætt um hlutverk Samúels Samúelssonar í starfi Vestra en Samúel hefur verið prímusmótorinn í starfi tengdu fótboltann fyrir Vestan í yfir sextán ár og alltaf sett markið hátt. „Sammi er alltaf fyrsta símtalið mitt á morgnana og síðasta símtalið áður en ég fer að sofa,“ er hann er beðinn um að lýsa sambandi sínu við Samma. „Þess á milli eru þetta einhver 40-50 símtöl okkar á milli. „Þegar að ég var nýtekinn við starfinu hringdi Sammi í mig mjög snemma að morgni til. Ég hugsa að klukkan hafi ekki verið orðinn sjö og vaknaði svona vel ryðgaður. Þá segir Sammi við mig „já þú ert sem sagt þessi B-týpa“ og það finnst mér mjög lýsandi fyrir Samma. Hann er ofboðslega kraftmikill. Er auðvitað í 100% vinnu sem er ekkert skylt starfi hans við fótboltann en samt nær hann að skila gríðarlega kraftmiklu starfi fyrir félagið sitt. Það er bara hrein unun að vinna með manni sem er svona kraftmikill. Einhverjir segja að ég sé kraftmikill en ég held ég hafi mætt jafnoka mínum hvað það varðar í Samma. Hann er, ef eitthvað er, kraftmeiri en ég.“
Vestri Besta deild karla Lengjudeild karla Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi Sport Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti