Umfjöllun: FH - Þór/KA 0-0 | Fjör en engin mörk í Krikanum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. október 2023 18:10 Sandra María Jessen var hættuleg gegn FH í Kaplakrika. vísir/hulda margrét FH og Þór/KA gerðu markalaust jafntefli í lokaumferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í dag. Tækifærin til að skora voru svo sannarlega til staðar og Akureyringar fengu fleiri og betri færi í leiknum. En þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma var Snædís María Jörundsdóttir hársbreidd frá því að tryggja FH-ingum stigin þrjú þegar hún skaut í stöng. Úrslitin breyttu engu um stöðu liðanna í deildinni. Þór/KA endar í 5. sæti og FH í því sjötta. Bæði geta þau vel við unað. Akureyringar voru í fallbaráttu í fyrra á meðan FH-ingar eru nýliðar. Aðalpersóna fyrri hálfleiks var sextán ára markvörður FH, Herdís Halla Guðbjartsdóttir, í aðeins sínum þriðja leik í efstu deild. Þór/KA reyndi ítrekað að stinga boltanum inn fyrir vörn FH á kantmennina hættulegu, Huldu Ósk Jónsdóttur og Söndru Maríu Jessen. Og Akureyringum varð vel ágengt og fengu fjögur dauðafæri eftir slíkar sóknir. Herdís sá hins vegar tvisvar við Huldu og einu sinni við Söndru, fyrsta markvarslan var sérstaklega glæsilegt, og þá elti Coleen Kennedy Söndru uppi í eitt skipti og bjargaði. FH-ingar áttu sínar sóknir en það var ekki sama hætta á ferðum og þegar Akureyringar sóttu. FH hefði reyndar átt að fá vítaspyrnu um miðbik fyrri hálfleik þegar boltinn fór í höndina á Huldu Björgu Hannesdóttur. Mackenzie McGeorge spilaði hægra megin í sóknarlínu FH fyrri hluta seinni hálfleiks og skapaði mikinn usla. Tækifæri FH-inga voru þó aldrei jafn afgerandi og hjá Akureyringum. Alma Mathiesen lét þó einu sinni reyna á Hörpu Jóhannsdóttur í markinu og svo komst varnarmaður fyrir skot hennar í góðu færi. Á 56. mínútu slapp Hulda Ósk enn einu sinni í gegnum vörn FH en Herdís varði frábærlega. Níu mínútum síðar fékk Snædís María úrvals færi en hitti boltann illa. Þór/KA var samt sem fyrr hættulegri aðilinn og á 81. mínútu fann Sandra María varamanninn Emelíu Ósk Kruger í miðjum vítateignum og hún átti skot í slána og niður. Skömmu síðar var Esther Rós Arnarsdóttir hársbreidd frá því að stýra skalla Erlu Sólar Vigfúsdóttur í netið. Gestirnir frá Akureyri sóttu stíft undir lokin en þá fengu heimakonur betri færi. Harpa varði frá Mackenzie úr þröngri stöðu og svo slapp Snædís María í gegn undir blálokin. Hún kom boltanum framhjá Hörpu en hann small í stönginni og leikmenn Þórs/KA gátu andað léttar. Lokatölur 0-0. Jóhann Kristinn Gunnarsson: Markvörður þeirra er maður leiksins Jóhann Kristinn Gunnarsson VÍSIR/VILHELM „Jú við hefðum átt að vinna þennan leik því við sköpuðum okkur mikið af góðum færum,“ byrjaði Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, að segja eftir leik. „Ég verð því að hrósa manni leiksins sem var markvörðurinn þeirra, hún varð mjög vel,“ hélt Jóhann áfram að segja. „En þrátt fyrir að hafa ekki náð að skora þá fannst mér stelpurnar okkar vera frábærar í kvöld. Ég er hrikalega ánægður með allar, bæði þær sem að byrjuðu leikinn en líka þær sem komu inn á.“ Jóhann var ekki alveg viss um það hvað honum þætti um það að enda í fimmta sæti í deildinni. „Ég veit það ekki alveg. Við förum núna í það að hugsa um þetta og sjá hvað okkur finnst um þetta því við höfum ekkert verið að velta okkur upp úr þessu,“ endaði Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA að segja eftir leik. Besta deild kvenna FH Þór Akureyri KA
FH og Þór/KA gerðu markalaust jafntefli í lokaumferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í dag. Tækifærin til að skora voru svo sannarlega til staðar og Akureyringar fengu fleiri og betri færi í leiknum. En þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma var Snædís María Jörundsdóttir hársbreidd frá því að tryggja FH-ingum stigin þrjú þegar hún skaut í stöng. Úrslitin breyttu engu um stöðu liðanna í deildinni. Þór/KA endar í 5. sæti og FH í því sjötta. Bæði geta þau vel við unað. Akureyringar voru í fallbaráttu í fyrra á meðan FH-ingar eru nýliðar. Aðalpersóna fyrri hálfleiks var sextán ára markvörður FH, Herdís Halla Guðbjartsdóttir, í aðeins sínum þriðja leik í efstu deild. Þór/KA reyndi ítrekað að stinga boltanum inn fyrir vörn FH á kantmennina hættulegu, Huldu Ósk Jónsdóttur og Söndru Maríu Jessen. Og Akureyringum varð vel ágengt og fengu fjögur dauðafæri eftir slíkar sóknir. Herdís sá hins vegar tvisvar við Huldu og einu sinni við Söndru, fyrsta markvarslan var sérstaklega glæsilegt, og þá elti Coleen Kennedy Söndru uppi í eitt skipti og bjargaði. FH-ingar áttu sínar sóknir en það var ekki sama hætta á ferðum og þegar Akureyringar sóttu. FH hefði reyndar átt að fá vítaspyrnu um miðbik fyrri hálfleik þegar boltinn fór í höndina á Huldu Björgu Hannesdóttur. Mackenzie McGeorge spilaði hægra megin í sóknarlínu FH fyrri hluta seinni hálfleiks og skapaði mikinn usla. Tækifæri FH-inga voru þó aldrei jafn afgerandi og hjá Akureyringum. Alma Mathiesen lét þó einu sinni reyna á Hörpu Jóhannsdóttur í markinu og svo komst varnarmaður fyrir skot hennar í góðu færi. Á 56. mínútu slapp Hulda Ósk enn einu sinni í gegnum vörn FH en Herdís varði frábærlega. Níu mínútum síðar fékk Snædís María úrvals færi en hitti boltann illa. Þór/KA var samt sem fyrr hættulegri aðilinn og á 81. mínútu fann Sandra María varamanninn Emelíu Ósk Kruger í miðjum vítateignum og hún átti skot í slána og niður. Skömmu síðar var Esther Rós Arnarsdóttir hársbreidd frá því að stýra skalla Erlu Sólar Vigfúsdóttur í netið. Gestirnir frá Akureyri sóttu stíft undir lokin en þá fengu heimakonur betri færi. Harpa varði frá Mackenzie úr þröngri stöðu og svo slapp Snædís María í gegn undir blálokin. Hún kom boltanum framhjá Hörpu en hann small í stönginni og leikmenn Þórs/KA gátu andað léttar. Lokatölur 0-0. Jóhann Kristinn Gunnarsson: Markvörður þeirra er maður leiksins Jóhann Kristinn Gunnarsson VÍSIR/VILHELM „Jú við hefðum átt að vinna þennan leik því við sköpuðum okkur mikið af góðum færum,“ byrjaði Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, að segja eftir leik. „Ég verð því að hrósa manni leiksins sem var markvörðurinn þeirra, hún varð mjög vel,“ hélt Jóhann áfram að segja. „En þrátt fyrir að hafa ekki náð að skora þá fannst mér stelpurnar okkar vera frábærar í kvöld. Ég er hrikalega ánægður með allar, bæði þær sem að byrjuðu leikinn en líka þær sem komu inn á.“ Jóhann var ekki alveg viss um það hvað honum þætti um það að enda í fimmta sæti í deildinni. „Ég veit það ekki alveg. Við förum núna í það að hugsa um þetta og sjá hvað okkur finnst um þetta því við höfum ekkert verið að velta okkur upp úr þessu,“ endaði Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA að segja eftir leik.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti