Mörkin úr Bestu: Valsmenn útkljáðu Evrópubaráttuna | Eyjamenn eygja von Aron Guðmundsson skrifar 2. október 2023 09:37 Aron Jóhannsson skoraði eitt marka Vals í sigri liðsins á FH Vísir/Hulda Margrét Fimm leikir fóru fram í Bestu deild karla í fótbolta í gær, átján mörk voru skoruð og tóku línur að skýrast fyrir lokaumferð deildarinnar sem fer fram eftir tæpa viku. Evrópubaráttan er ráðin en enn er óvíst hvaða lið fellur með Keflavík. Á Origovellinum að Hlíðarenda tóku heimamenn í Val á móti FH-ingum sem þurftu sigur til að halda sér vel inn í baráttunni um Evrópusæti. Svo fór hins vegar að Valsmenn fóru með sigur af hólmi, sigur sem gulltryggir Breiðabliki og Stjörnunni þessi margumtöluðu Evrópusæti. Leikar stóðu jafnir, 1-1, þegar flautað var til hálfleiks en þá settu Valsmenn í annan gír, skoruðu þrjú mörk og unnu að lokum sannfærandi 4-1 sigur. Mörk Vals skoruðu þeir Haukur Páll Sigurðsson, Adam Ægir Pálsson, Aron Jóhannsson og Patrick Pedersen. Mark FH skoraði Davíð Snær Jóhannsson. Klippa: Markaveisla í sigri Vals á FH Í Kórnum tók HK á móti ÍBV frá Vestmannaeyjum. Eyjamenn róa lífróður í deildinni um þessar mundir og þurftu sárlega á sigri að halda til að vera í séns á að halda sæti sínu í deildinni fyrir lokaumferðina. Það var því ansi mikilvægt, markið sem Eiður Aron Sigurbjörnsson skoraði fyrir ÍBV á 30.mínútu. Reyndist þetta eina mark leiksins, ÍBV hélt til Eyja með stigin þrjú. HK situr í 9.sæti Bestu deildarinnar með 27 stig fyrir lokaumferðina og á, líkt og Fram, Fylkir og ÍBV, hættu á að falla niður í Lengjudeildina fyrir lokaumferðina. ÍBV situr í 11.sæti, sem jafnframt er fallsæti, með 24 stig. Klippa: Eyjamenn eygja smá von eftir sigurmark Eiðs Önnur úrslit úr Bestu deildinni í gær: Fram 1 - 0 HK 1-0 Þengill Orrason ('54) Keflavík 1 - 3 Fylkir 1-0 Edon Osmani ('45+1)1-1 Ásgeir Eyþórsson ('51)1-2 Orri Sveinn Stefánsson ('64)1-3 Benedikt Daríus Garðarsson ('70) Rautt spjald: Sindri Þór Guðmundsson (Keflavík, '80) Besta deild karla Íslenski boltinn Valur FH HK ÍBV Keflavík ÍF Fylkir Tengdar fréttir Ótrúlegur viðsnúningur og dramatíkin allsráðandi er KR lagði Blika að velli KR vann í gær dramatískan 4-3 sigur á Breiðabliki í úrslitakeppni efri hluta Bestu deildar karla í fótbolta. Tvö mörk í uppbótartíma sáu til þess að þeir svarthvítu unnu sigur í lokaleik þjálfara liðsins, Rúnars Kristinssonar, á Meistaravöllum. 2. október 2023 08:01 Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Fótbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Fleiri fréttir „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Sjá meira
Á Origovellinum að Hlíðarenda tóku heimamenn í Val á móti FH-ingum sem þurftu sigur til að halda sér vel inn í baráttunni um Evrópusæti. Svo fór hins vegar að Valsmenn fóru með sigur af hólmi, sigur sem gulltryggir Breiðabliki og Stjörnunni þessi margumtöluðu Evrópusæti. Leikar stóðu jafnir, 1-1, þegar flautað var til hálfleiks en þá settu Valsmenn í annan gír, skoruðu þrjú mörk og unnu að lokum sannfærandi 4-1 sigur. Mörk Vals skoruðu þeir Haukur Páll Sigurðsson, Adam Ægir Pálsson, Aron Jóhannsson og Patrick Pedersen. Mark FH skoraði Davíð Snær Jóhannsson. Klippa: Markaveisla í sigri Vals á FH Í Kórnum tók HK á móti ÍBV frá Vestmannaeyjum. Eyjamenn róa lífróður í deildinni um þessar mundir og þurftu sárlega á sigri að halda til að vera í séns á að halda sæti sínu í deildinni fyrir lokaumferðina. Það var því ansi mikilvægt, markið sem Eiður Aron Sigurbjörnsson skoraði fyrir ÍBV á 30.mínútu. Reyndist þetta eina mark leiksins, ÍBV hélt til Eyja með stigin þrjú. HK situr í 9.sæti Bestu deildarinnar með 27 stig fyrir lokaumferðina og á, líkt og Fram, Fylkir og ÍBV, hættu á að falla niður í Lengjudeildina fyrir lokaumferðina. ÍBV situr í 11.sæti, sem jafnframt er fallsæti, með 24 stig. Klippa: Eyjamenn eygja smá von eftir sigurmark Eiðs Önnur úrslit úr Bestu deildinni í gær: Fram 1 - 0 HK 1-0 Þengill Orrason ('54) Keflavík 1 - 3 Fylkir 1-0 Edon Osmani ('45+1)1-1 Ásgeir Eyþórsson ('51)1-2 Orri Sveinn Stefánsson ('64)1-3 Benedikt Daríus Garðarsson ('70) Rautt spjald: Sindri Þór Guðmundsson (Keflavík, '80)
Besta deild karla Íslenski boltinn Valur FH HK ÍBV Keflavík ÍF Fylkir Tengdar fréttir Ótrúlegur viðsnúningur og dramatíkin allsráðandi er KR lagði Blika að velli KR vann í gær dramatískan 4-3 sigur á Breiðabliki í úrslitakeppni efri hluta Bestu deildar karla í fótbolta. Tvö mörk í uppbótartíma sáu til þess að þeir svarthvítu unnu sigur í lokaleik þjálfara liðsins, Rúnars Kristinssonar, á Meistaravöllum. 2. október 2023 08:01 Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Fótbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Fleiri fréttir „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Sjá meira
Ótrúlegur viðsnúningur og dramatíkin allsráðandi er KR lagði Blika að velli KR vann í gær dramatískan 4-3 sigur á Breiðabliki í úrslitakeppni efri hluta Bestu deildar karla í fótbolta. Tvö mörk í uppbótartíma sáu til þess að þeir svarthvítu unnu sigur í lokaleik þjálfara liðsins, Rúnars Kristinssonar, á Meistaravöllum. 2. október 2023 08:01