Innrás Rússa í Úkraínu

Innrás Rússa í Úkraínu

Fréttir af yfirstandandi innrás Rússa í Úkraínu sem hófst 24. febrúar 2022.

Fréttamynd

Segir hryllinginn í Bucha að­eins eitt dæmi af mörgum og krefst að­gerða

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman til fundar í New York í dag en Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði meðal annars ráðið í gegnum fjarfundarbúnað. Hann lýsti hryllingnum í Bucha, og víðar, kallaði eftir alvöru aðgerðum og gagnrýndi viðbrögð alþjóðasamfélagsins við stríðsglæpum Rússa.

Erlent
Fréttamynd

Vaktin: Gervihnattamyndir sýna lík á götum Bucha þann 11. mars

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Rússa hafa gerst seka um stríðsglæpi í Bucha og víðar þar sem fólk hafi verið pyntað, konum nauðgað og börn myrt. Hann segist enn opinn fyrir friðaviðræðum en að það reynist þeim sífellt erfiðara að semja við Rússa.

Erlent
Fréttamynd

Sannfærð um að hinir seku verði sóttir til saka

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, segist sannfærð um að Rússar verði sóttir til saka vegna stríðsglæpa. Það sagði hún í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og sagði hún einnig að fregnir af ódæðum rússneskra hermanna í norðurhluta Úkraínu muni hafa áhrif á viðhorf umheimsins gagnvart innrásinni.

Innlent
Fréttamynd

Or­ban gagn­rýndi Selenskí í sigur­ræðu sinni

Viktor Orban og Fidesz-flokkur hans unnu öruggan sigur í þingkosningunum í Ungverjalandi sem fram fóru í gær. Það er því ljóst að hann mun gegna stöðu forsætisráðherra í landinu, fjórða kjörtímabilið í röð.

Erlent
Fréttamynd

Saka Rússa um þjóðarmorð í Bucha

Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu hefur sakað Rússa um þjóðarmorð eftir að Rússar yfirgáfu bæinn Bucha í útjaðri Kænugarðs fyrir helgi. Svo virðist sem tugir ef ekki fleiri almennir borgarar hafi verið teknir af lífi í bænum af Rússum og grafa hefur þurft lík þeirra í fjöldagröfum.

Erlent
Fréttamynd

Skelfi­legir stríðs­glæpir koma í ljós

Al­þjóð­leg mann­réttinda­sam­tök segja ljóst að rúss­neskir her­menn hafi framið ýmsa stríðs­glæpi í Úkraínu. Hræði­legar sögur berast frá í­búum þeirra svæða sem Rússar hafa horfið frá.

Erlent
Fréttamynd

Vaktin: Gæti tekið mörg ár að hreinsa upp jarð­sprengjur Rússa

Volódímír Selenskíj, forseti Úkraínu, segir að rússneskar hersveitir hafi komið fyrir jarðsprengjum í íbúðum og líkum á sama tíma og þær hörfi rólega úr norðurhluta landsins. Þetta kom fram í nýjasta ávarpi forsetans til úkraínsku þjóðarinnar. Hann varaði sömuleiðis við því að staðan væri áfram gríðarlega erfið í austurhlutanum þar sem Rússar væru að undirbúa árásir í Kharkív og Donbas-héraði.

Erlent
Fréttamynd

Rússar á undanhaldi frá Kænugarði en herða tökin á Mariupol

Margt bendir til að Rússneskar hersveitir hafi beðið afhroð í nágrenni Kænugarðs og séu á hröðu undanhaldi þaðan. Ekki hefur gengið að fá Rússa til að standa við loforð um frelsun íbúa í Mariupol. Aðstoðarforsætisráðherra Úkraínu segir þá hafa gert neyðarvistir til borgarinnar upptækar.

Erlent