Bein útsending: Blaðamannafundur Selenskí og Niinistö Volodomír Selenskí Úkraínuforseti og Sauli Niinistö Finnlandsforseti halda sameiginlegan blaðamannafund að loknum tvíhliða fundi þeirra í Helsinki þar sem Selenskí sækir leiðtogafund Norðurlandanna. Erlent 3. maí 2023 10:03
Katrín fundar með Selenskí Volodomír Selenskí, Úkraínuforseti, verður gestur á leiðtogafundi Norðurlandanna í Helsinki í dag og mun jafnframt eiga tvíhliða fund með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands. Innlent 3. maí 2023 09:05
Selenskí var ekki látinn vita af lekanum áður en hann komst í fréttirnar Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir hvorki Hvíta húsið né hermálayfirvöld vestanhafs hafa látið sig vita af gagnalekanum á dögunum áður en fréttir birtust af honum í fjölmiðlum. Hann segir lekann koma niður á bæði stjórnvöldum í Washington og í Kænugarði. Erlent 3. maí 2023 06:59
Hundrað þúsund rússneskir hermenn fallið eða særst síðan í desember Yfir tuttugu þúsund rússneskir hermenn hafa fallið og yfir áttatíu þúsund hafa særst frá því í desember síðastliðnum. Þetta fullyrða bandarísk yfirvöld. Erlent 2. maí 2023 10:56
„Það þýðir ekkert að semja við Rússa“ Óskar Hallgrímsson, sem búsettur er í Kyiv í Úkraínu, telur að stríðið í Úkraínu eigi eftir að klárast í ár eða á næsta ári. Hann telur að eina leiðin til að stríðið endi sé sú að Rússland gefist upp, það þýði ekki að semja við þá. Erlent 2. maí 2023 10:54
Skutu fjölda eldflauga á Úkraínu í morgun Rússar skutu fjölda eldflauga á úkraínskar borgir í morgun. Að minnsta kosti einn lést í Kherson-héraði en 34 eru slasaðir í Dnipropetrovsk. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ræddi við varnarmálaráðherra Úkraínu símleiðis í morgun. Erlent 1. maí 2023 13:40
Stuðningur við Úkraínu eini valmöguleikinn Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fór til Odessa í Úkraínu í morgun ásamt öðrum utanríkisráðherrum Norðurlanda og Eystrasaltsríkja, sem höfðu verið á fundi í Moldóvu. Ekki hafði verið tilkynnt um heimsóknina fyrirfram af öryggisástæðum. Innlent 28. apríl 2023 22:43
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Beðið eftir Úkraínumönnum Eins og undanfarnar vikur hefur lítið gerst á víglínunum í Úkraínu. Rússar hafa sótt fram í Bakhmut, í austurhluta landsins og náð þar hægum árangri. Hersveitir Rússa hafa reynt að ná bænum frá síðasta sumri og eru nú sagðir stjórna meirihluta hans. Erlent 28. apríl 2023 08:00
Aftur ráðist á Kænugarð eftir langt hlé Tólf úkraínskir borgarar eru sagðir hafa látið lífið í loftárásum næturinnar en Rússar gerðu flugskeyta- og drónaárásir víða í landinu í nótt. Erlent 28. apríl 2023 07:13
Selenskí og Xi áttu „langt og innihaldsríkt“ samtal í morgun Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti og Xi Jinping, forseti Kína, ræddu saman í síma í morgun. Um er að ræða fyrsta samtalið sem leiðtogarnir eiga frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Erlent 26. apríl 2023 12:03
Segir engin kjarnavopn hafa verið á Íslandi eða í landhelginni síðustu fimm ár Utanríkisráðherra segir mögulegt að staðhæfa að engin kjarnavopn hafi verið á Íslandi eða í landhelginni á undanförnum fimm árum. Þetta kemur fram í svörum við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar þingmanns Pírata. Innlent 26. apríl 2023 06:38
Bætist í hóp ríkja sem styðja inngöngu Úkraínu í NATO Eistar bætast í hóp þeirra ríkja Atlantshafsbandalagsins sem styðja inngöngu Úkraínu. Viljayfirlýsing var undirrituð í gær í Zítómír héraði í norðurhluta Úkraínu Erlent 25. apríl 2023 11:30
Stærsti alþjóðlegi viðburður sem haldinn hefur verið á Íslandi framundan Stór hluti miðborgarinnar verður lokaður allri bílaumferð í tæpa tvo sólarhringa á meðan rúmlega fjörutíu þjóðarleiðtogar funda í Hörpu um miðjan næsta mánuð og mesta öryggisgæsla sem sést hefur hér á landi. Forsætisráðherra segir fundinn sögulegan enda eru þjóðarleiðtogar Evrópuráðsins að koma saman í aðeins fjórða skipti frá stofnun þess. Innlent 22. apríl 2023 19:32
Byrjaði að leka nánast um leið og innrásin hófst Ungur bandarískur flughermaður sem er sakaður um að misfara með leynilegar hernaðarupplýsingar var byrjaður að leka gögnum fyrr en áður var vitað. Hann er talinn hafa deilt gögnum í spjallhópi með hundruð manna innan við tveimur sólarhringum eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. Erlent 22. apríl 2023 13:15
Rússar sagðir vilja leiða saman hægri og vinstri Stjórnvöld í Kreml hafa það sem yfirlýst markmið sitt að grafa undan stuðningi í Þýskalandi við málstað Úkraínu með því að leiða saman vinstri og hægri jaðrana í þarlendum stjórnmálum. Flokkar hvor á sínum jaðrinum hafa haldið sameiginlega viðburði gegn stríðinu í Þýskalandi að undanförnu. Erlent 22. apríl 2023 08:17
Orban furðar sig á mögulegri inngöngu Úkraínu í NATO Viktor Orban forsætisráðherra Ungverjalands furðar sig á mögulegri inngöngu Úkraínumanna í Atlantshafsbandalagið. Orban deildi frétt um málið á Twitter-síðu sinni og sagði einfaldlega: „Ha?!“ Erlent 21. apríl 2023 23:07
Deildar meiningar um mögulega Nató-aðild Úkraínumanna Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, hefur ítrekað að Úkraína muni ganga í Nató. Þegar yfirstandandi átök taki enda verði að tryggja Úkraínumönnum fælingarmátt til að forða nýjum árásum. Erlent 21. apríl 2023 09:09
Rússnesk herþota skaut á rússnesku borgina Belgorod Rússnesk herþota skaut af vopnum sínum á rússnesku borgina Belgorod seint í gærkvöldi. Tvær konur slösuðust og fjögur íbúðahús og fjórir bílar skemmdust, að sögn yfirvalda. Erlent 21. apríl 2023 06:38
Grunsamlegur ljósblossi á himni yfir Kænugarði Grunsamlegur ljósblossi sem birtist á himni yfir Kænugarði höfuðborg Úkraínu í gærkvöldi, og Úkraínumenn grunaði að væri mögulega bandarískur gervihnöttur, var að öllum líkindum loftsteinn. Erlent 20. apríl 2023 13:58
Segja Rússa undirbúa skemmdarverk í Norðursjó Samkvæmt rannsókn ríkismiðlanna DR í Danmörku, NRK í Noregi, SVT í Svíþjóð og Yle í Finnlandi áforma Rússar að vinna skemmdarverk á sæstrengjum og vindorkubúum í Norðursjó ef til átaka kemur við Vesturlönd. Erlent 19. apríl 2023 08:33
Leiðtogar Vesturlanda búa sig undir viðbrögð Rússa við gagnsókn Úkraínumanna Leiðtogar á Vesturlöndum eru sagðir búa sig undir að Vladimir Pútín Rússlandsforseti grípi til allra þeirra vopna sem hann á eftir til að bregðast við gagnsókn Úkraínumanna sem er sögð vera yfirvofandi. Erlent 18. apríl 2023 07:22
Tuttugu og fimm ár fyrir að andæfa innrásinni Rússneskur dómstóll dæmdi þekktan andófsmann í 25 ára fangelsi í dag fyrir að gagnrýna stríðsrekstur þarlendra stjórnvalda í Úkraínu. Hann var sakfelldur fyrir landráð og að níða rússneska herinn. Mannréttindasamtök segja hann samviskufanga. Erlent 17. apríl 2023 11:26
Þjóðverjar deila um lokun síðustu kjarnorkuveranna Þjóðverjar slökktu í gær á þremur síðustu kjarnorkuverunum í landinu. Lokun orkuveranna hafði verið frestað um nokkra mánuði vegna innrásar Rússa í Úkraínu, sem leiddi til þess að Þjóðverjar hættu að kaupa jarðeldsneyti frá Rússlandi og að orkuverð hækkaði töluvert í landinu, eins og víða annarsstaðar í Evrópu. Erlent 16. apríl 2023 20:00
Gífurlegt mannfall meðal Spetsnaz-sveita Rússa Sérsveitir rússneska hersins sem ganga undir nafninu Spetsnaz hafa orðið fyrir gífurlegu mannfalli í Úkraínu og það mun taka rússneska herinn mörg ár að byggja sveitirnar upp að nýju. Sérsveitarmenn hafa ítrekað verið notaðir eins og hefðbundið fótgöngulið en þrjú Spetsnaz stórfylki eru sagðar hafa misst níutíu til 95 prósent af mönnum sínum. Erlent 15. apríl 2023 08:00
Ætla ekki að selja Rússum vopn eða skotfæri Kínverjar munu ekki selja vopn til Rússlands, né Úkraínu. Þetta sagði Qin Gang, utanríkisráðherra Kína, í morgun en ráðamenn á Vesturlöndum hafa haft áhyggjur af því að Kínverjar ætluðu að styðja við bakið á Rússum og selja þeim vopn og skotfæri. Erlent 14. apríl 2023 10:33
Stjórnvöld í Úkraínu banna íþróttamönnum að keppa við Rússa og Belarúsa Stjórnvöld í Úkraínu hafa bannað landsliðum sínum að taka þátt í alþjóðlegum íþróttaviðburðum þar sem einstaklingar frá Rússlandi og Belarús eru meðal þátttakenda. Erlent 14. apríl 2023 09:07
Staðráðnir í að halda Bakhmut en Rússar sækja fram Átökin um bæinn Bakhmut í austurhluta Úkraínu hafa staðið yfir í um tíu mánuði og er líklega blóðugasta orrusta innrásar Rússa í Úkraínu. Síðustu vikur hafa Rússar náð hægum en tiltölulega stöðugum árangri í borginni og eru úkraínskir verjendur undir stöðugum árásum. Erlent 13. apríl 2023 16:56
Bandaríkjamönnum þótti Guterres of viljugur til að draga taum Rússa Leyniskjöl úr gagnalekanum hjá yfirvöldum í Bandaríkjunum halda áfram að valda fjaðrafoki en BBC hefur gögn undir höndum sem virðast benda til þess að ráðamenn í Washington hafi fylgst afar náið með aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres. Erlent 13. apríl 2023 06:54
Herða lög um herkvaðningu fyrir gagnsókn Úkraínumanna Rússnesk stjórnvöld geta kvatt menn til herþjónustu rafrænt með frumvarpi sem er að verða að lögum áður en væntanleg gagnsókn Úkraínumanna hefst. Með þeim verður erfiðara fyrir menn að komast undan herþjónustu. Gagnrýnendur frumvarpsins segja skref í átt að „stafrænum fangabúðum“. Erlent 12. apríl 2023 17:39
Segir aftökumyndband sýna hið raunverulega Rússland Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að myndband sem sýnir rússneskan hermann skera höfuðið af úkraínskum hermanni í haldi Rússa, sé til marks um hvernig Rússland sé. Ódæðið muni aldrei gleymast og að Úkraínumenn þurfi aðstoð til að reka Rússa á brott. Erlent 12. apríl 2023 10:37
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent