Í basli með viðhald og viðgerðir á olíuvinnslum Viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir hafa gert Rússum erfitt um vik með viðhald í olíuvinnslustöðvum og viðgerðir eftir drónaárásir Úkraínumanna. Skortur er á varahlutum og fyrirtæki sem geta framleitt og selt varahluti eru ekki rússnesk. Viðskipti erlent 4. apríl 2024 10:34
Aukið fé til varnarmála og herskylda lykilviðbrögð við ásækni Rússa Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, segir Eista bæði upplifa öryggi vegna aðildar sinnar að Atlantshafsbandalaginu en einnig óttast næstu skref Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Erlent 4. apríl 2024 06:56
Tónleikahöllin var nefnd sem mögulegt skotmark ISKP Bandarískir embættismenn vöruðu rússneska kollega sína við því að tónleikahöllin í Crocus væri mögulegt skotmark vígamann Íslamska ríkisins í Khorasan, eða ISKP, rúmum tveimur vikum áður en fjórir menn myrtu þar minnst 144. Ráðamenn í Rússlandi hunsuðu viðvörunina og Vladimír Pútín, forseti, sagði nokkrum dögum fyrir árásina að Vesturlönd væru að reyna að kúga Rússland. Erlent 3. apríl 2024 13:00
Herkvaðningaraldurinn lækkaður úr 27 árum í 25 ár Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur undirritað lög sem kveða á um að herkvaðningaraldurinn verði lækkaður úr 27 ára í 25 ára. Erlent 3. apríl 2024 06:32
„Stríð er alltaf fjarstæða og ósigur“ Frans páfi kallaði eftir vopnahléi á Gasa í páskaávarpi sínu í Vatíkaninu í dag. Hann kallaði einnig eftir því að Hamas sleppti öllum gíslum. Hann minntist á stríðið í Úkraínu Erlent 31. mars 2024 12:26
„Lifum á þýðingamestu tímum frá endalokum seinni heimsstyrjaldarinnar“ Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands segir Evrópu vera á „fyrirstríðstímum“ og varar við því að Úkraína megi ekki lúta í lægra haldi fyrir Rússlandi. Heimsálfan eigi mikið undir og stríð ekki lengur draugar fortíðar. Erlent 30. mars 2024 08:37
Voru sérstaklega varaðir við árás frá ISKP Degi áður en sendiráð Bandaríkjanna í Moskvu gaf út opinbera viðvörun um mögulegar árásir öfgamanna á tónleika eða aðra samkomustaði í Moskvu höfðu starfsmenn Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) í Moskvu sent rússneskum kollegum sínum sambærileg skilaboð. Erlent 28. mars 2024 19:59
Býr á Íslandi en dæmd í sex ára fangelsi í Rússlandi Liudmilu „Lucy“ Shtein, meðlimur Pussy Riot og íslenskur ríkisborgari, hefur verið dæmd í sex ára fangelsi í Rússlandi. Shtein, sem er 27 ára gömul, er ekki í Rússlandi en hún var dæmd vegna færslna á samfélagsmiðlum þar sem hún talaði gegn innrás Rússa í Úkraínu. Innlent 27. mars 2024 17:36
Sigurinn á Íslandi var „gjöf til úkraínsku þjóðarinnar“ Úkraína tryggði sér sæti á Evrópumótinu í fótbolta í sumar með 2-1 endurkomusigri á Íslandi í úrslitaleik umspilsins í gærkvöldi. Fótbolti 27. mars 2024 10:00
Sakar Bandaríkjamenn og Breta um aðkomu að árásinni Alexander Bortnikov Yfirmaður Leyniþjónustu Rússlands, FSB, lýsti því yfir í dag að Úkraínumenn hefðu þjálfað íslamska öfgamenn í Mið-Austurlöndum og bæru ábyrgð á árásinni á tónleikahöllina í Crocus um helgina. Þá bendlaði hann Bandaríkjamenn og Breta við árásina. Erlent 26. mars 2024 22:31
Um 375 milljónir til úkraínska hersins Íslensk stjórnvöld munu verja tveimur milljónum evra, um 300 milljónum króna, í að útvega skotfæri fyrir stórskotalið Úkraínu. Þá verður 75 milljónum króna varið í að koma til móts við þarfir kvenkyns úkraínskum hermönnum. Innlent 26. mars 2024 10:26
Heita hefndum en freista þess enn að bendla Úkraínu við árásina Stjórnvöld í Rússlandi virðast enn staðráðin í því að reyna að sannfæra umheiminn um að Úkraínumenn hafi átt þátt í hryðjuverkaárásinni á Crocus City tónleikahöllina í Moskvu á föstudag, þar sem 137 létu lífið. Erlent 25. mars 2024 10:47
Verum ekki eftirbátar í stuðningi við Úkraínu Það var góður andi á Alþingi í liðinni viku þegar utanríkisráðherra mælti fyrir tillögu til þingsályktunar um öflugan stuðning Íslands við Úkraínu. Við erum öll - ættum a.m.k. öll - að vera vel meðvituð um brýna þörf Úkraínu fyrir stuðning í yfirstandandi innrásarstríði Rússlands. Skoðun 25. mars 2024 06:00
Pólverjar virkja aukinn viðbúnað eftir „gríðarlegar“ árásir Pólski flugherinn hefur virkjað aukinn viðbúnað í kjölfar loftárásarhrinu Rússa í Kyiv höfuðborg Úkraínu og Lviv í austurhluta landsins. Um er að ræða þriðju árásirnar um nótt á fjórum dögum. Erlent 24. mars 2024 07:58
Óáreiðanleg Evrópuríki Fullyrðingar þess efnis að ekki sé hægt að treysta á Bandaríkin í varnarmálum standast ekki nánari skoðun. Hið sama á við um fullyrðingar um að hægt sé að treysta á ríki Evrópusambandsins í þeim efnum. Skoðun 22. mars 2024 13:32
Umfangsmiklar árásir á Úkraínu Rafmagnsleysi hefur orðið víða í Úkraínu eftir umfangsmikla árás Rússa á orkuinnviði landsins í nótt og í morgun. Úkraínumenn segja Rússa hafa notað rúmlega sextíu Shahed-sjálfsprengidróna frá Íran og tæplega níutíu eld- og stýriflaugar. Erlent 22. mars 2024 11:56
Samkomulag að nást um að nýta vexti af Rússaeignum í þágu Úkraínu Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandins hafa komist að samkomulagi um að veita vöxtum af þeim eignum Rússa sem hafa verið frystar í refsiaðgerðum sambandsins til að fjármagna varnir Úkraínumanna. Erlent 22. mars 2024 06:39
Stökkbreyting í alþjóðamálum Árásarstríð Rússa gegn Úkraínu, sem hófst í febrúar 2022 og stendur enn, hefur gjörbreytt öryggisumhverfi Íslands, aðildarríka Evrópusambandsins og raunar heimsins alls. Skoðun 21. mars 2024 14:31
Ræða að veita vöxtum af frystum eignum Rússa til Úkraínu Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins munu funda í Brussel í dag en á dagskránni verða meðal annars umdeildar hugmyndir um að veita vöxtum af frystum eignum Rússa til Úkraínu. Erlent 21. mars 2024 07:09
Rússar segja íslenska málaliða í Úkraínu María Sakaróva, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, segir íslenska málaliða berjast í Úkraínu, sem er ekki rétt. Hún gagnrýnir að Alþingi Íslendinga sé að skoða að festa stuðning við Úkraínu í sessi og að verið væri að endurskoða opinber samskipti Rússlands og Íslands. Erlent 20. mars 2024 15:20
Meinuð þátttaka í setningarhátíð Ólympíuleikanna Alþjóða Ólympíunefndin hefur tekið stóra ákvörðun hvað varðar þá íþróttamenn frá Rússlandi og Hvíta Rússlandi sem fá að taka þátt í Ólympíuleikunum í París í sumar. Sport 20. mars 2024 14:00
Vill festa stuðning við Úkraínu í sessi Utanríkisráðherra kynnti þingsályktunartillögu um stefnu um stuðning við Úkraínu til fimm ára á Alþingi í dag. Markmið stefnunnar er að festa umfangsmikinn stuðning Íslands við Úkraínu í varnarstríði sínu gegn innrásarliði Rússlands í sessi til langframa. Innlent 19. mars 2024 23:23
„Mannkynið mun ekki lifa framhald af Oppenheimer“ Bandaríkin og Japan standa saman að ályktun sem hefur verið lögð fram í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um bann gegn kjarnorkuvopnum í geimnum. Erlent 19. mars 2024 08:54
Úkraínumenn senda fjölda dróna langt inn í Rússland Varnarmálaráðuneyti Rússlands sakar stjórnvöld í Úkraínu um að hafa reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í landinu með einni umfangsmestu drónaárás sem Úkraínumenn hafa gert á Rússland. Erlent 18. mars 2024 08:24
Pútín fagnar sigri Vladímír Pútín hefur lýst yfir sigri í forsetakosningunum í Rússlandi. Erlent 17. mars 2024 21:29
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Hægt hefur á sókn Rússa vestur af Avdívka, fyrstu borgina sem fallið hefur í hendur Rússa um langt skeið. Rússneskir hermenn gera þó áfram tiltölulega smáar árásir víðsvegar á víglínunni í austurhluta Rússlands, að virðist í leit að veikleikum á vörnum Úkraínumanna. Erlent 17. mars 2024 08:00
Látinn horfa á hermenn nauðga óléttri móður sinni og kærustu Rússneskir hermenn ruddust inn á heimili í Kyiv-héraði í Úkraínu í mars 2022, skömmu eftir að innrás Rússa hófst. Þar nauðguðu þeir 42 ára konu sem gengin var þrjá mánuði á leið og sautján ára kærustu sonar hennar ítrekað, á meðan þeir þvinguðu soninn til að horfa á. Erlent 16. mars 2024 16:01
Sorgardagur í Odessa Tuttugu hið minnsta eru látnir og tugir særðir eftir eldflaugaárás Rússa á borgina Odessa í Úkraínu í dag. Sorgardegi hefur verið lýst yfir í borginni á morgun. Þá hófust forsetakosningar í Rússlandi í dag; enn önnur sex ár af Vladímír Pútín blasa við. Erlent 15. mars 2024 21:27
Forsetakosningar hafnar í Rússlandi Forsetakosningar eru hafnar í Rússlandi en þær standa í þrjá daga í þessu víðfema landi. Vladímír Pútín er svo gott sem einn í kjöri og talinn öruggur um að hljóta kosningu í fimmta sinn í embættið. Erlent 15. mars 2024 07:00
Segir Úkraínumenn ekki skorta hugrekki, heldur skotfæri Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, varaði við því í dag að Úkraínumenn glímdu við mikinn skotfæraskort og þyrftu meiri stuðning frá bakhjörlum þeirra. Hann sagði bakhjarla Úkraínu skorta pólitískan vilja. Erlent 14. mars 2024 15:02