„Bubka er djöfullinn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2024 12:01 Sergey Bubka vann á sínum tíma tíu heimsmeistaratitla í stangarstökki, sex fyrir Sovétríkin og fjóra fyrir Úkraínu. Getty/Fernando de Dios Sergey Bubka er einn frægasti íþróttamaður í sögu Úkraínu en það verður seint hægt að segja að hann sé einn sá vinsælasti í heimalandi sínu. Bubka hefur meðal annars verið harðlega gagnrýndur fyrir að selja Rússum eldsneyti á stríðstímum. Hann fékk nú síðast hörð viðbrögð við því þegar hann afhenti þýskri fimleikakonu verðlaun á Ólympíuleikunum í París. Þar með er ekki öll sagan sögð. Þessi þýska fimleikakona heitir Darja Varfolomeev og er fædd í Rússlandi. Margir hafa skipt um ríkisfang Rússar máttu ekki taka þátt í leikunum ef þeir studdu innrás Rússa í Úkraínu og þá þurftu þeir að keppa undir hlutlausum fána. Margir Rússar hafa hins vegar skipt um ríkisfang á síðustu árum. Hin sautján ára gamla Varfolomeev flutti frá Rússlandi til Þýskalands árið 2019 en hún er mjög óvinsæl í Úkraínu eftir að hafa birt mynd af sér með trékort af Úkraínu þar sem innrásarhéruðin voru sögð vera hluti af Rússlandi. Darja Varfolomeev með gullverðlaunin sín sem hún vann í nútímafimleikum.Getty/Thibaud Moritz Úkraínski Ólympíufarinn Vladyslav Heraskevych, sem hefur keppt tvisvar á vetrarólympíuleikunum, hellti sér yfir Bubka á samfélagsmiðlum. „Bubka er djöfullinn. Hann tekur brosandi í höndina á henni og er skítsama um skoðun hennar á stríðinu. Honum er skítsama um að hún lítur á sig sem Rússa,“ skrifaði Heraskevych. Vill að hann fari í bann Bubka er í Alþjóðaólympíunefndinni og var að þeim sökum kallaður til að afhenda Varfolomeev gullverðlaunin. Varfolomeev skipti um ríkisfang og því náðu reglur um útilokun Rússa ekki yfir hana. Hún má því styðja stríðið ólíkt þeim Rússum sem gera það. „Það ætti að refsa honum fyrir að vera í viðskiptum við innrásarliðið og úkraínska Ólympíunefndin ætti að banna hann. Hann hefur engan rétt til að kalla sig úkraínska hetju,“ skrifaði Heraskevych. Setti 35 heimsmet Sergey Bubka varð Ólympíumeistari í stangarstökki árið 1988 en hann keppti þá fyrir Sovétríkin eins og þegar hann var sex sinnum heimsmeistari frá 1983 til 1991. Hann varð einnig fjórum heimsmeistari sem Úkraínumaður frá 1993 til 1997. Bubka vann alls tíu heimsmeistaratitla, innan- og utanhúss, og setti alls 35 heimsmet í stangarstökki á ferlinum. Ikonen sågas efter bilderna: ”Han är djävulen” https://t.co/AYLP8zLPB5— Sportbladet (@sportbladet) August 12, 2024 Ólympíuleikar 2024 í París Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira
Bubka hefur meðal annars verið harðlega gagnrýndur fyrir að selja Rússum eldsneyti á stríðstímum. Hann fékk nú síðast hörð viðbrögð við því þegar hann afhenti þýskri fimleikakonu verðlaun á Ólympíuleikunum í París. Þar með er ekki öll sagan sögð. Þessi þýska fimleikakona heitir Darja Varfolomeev og er fædd í Rússlandi. Margir hafa skipt um ríkisfang Rússar máttu ekki taka þátt í leikunum ef þeir studdu innrás Rússa í Úkraínu og þá þurftu þeir að keppa undir hlutlausum fána. Margir Rússar hafa hins vegar skipt um ríkisfang á síðustu árum. Hin sautján ára gamla Varfolomeev flutti frá Rússlandi til Þýskalands árið 2019 en hún er mjög óvinsæl í Úkraínu eftir að hafa birt mynd af sér með trékort af Úkraínu þar sem innrásarhéruðin voru sögð vera hluti af Rússlandi. Darja Varfolomeev með gullverðlaunin sín sem hún vann í nútímafimleikum.Getty/Thibaud Moritz Úkraínski Ólympíufarinn Vladyslav Heraskevych, sem hefur keppt tvisvar á vetrarólympíuleikunum, hellti sér yfir Bubka á samfélagsmiðlum. „Bubka er djöfullinn. Hann tekur brosandi í höndina á henni og er skítsama um skoðun hennar á stríðinu. Honum er skítsama um að hún lítur á sig sem Rússa,“ skrifaði Heraskevych. Vill að hann fari í bann Bubka er í Alþjóðaólympíunefndinni og var að þeim sökum kallaður til að afhenda Varfolomeev gullverðlaunin. Varfolomeev skipti um ríkisfang og því náðu reglur um útilokun Rússa ekki yfir hana. Hún má því styðja stríðið ólíkt þeim Rússum sem gera það. „Það ætti að refsa honum fyrir að vera í viðskiptum við innrásarliðið og úkraínska Ólympíunefndin ætti að banna hann. Hann hefur engan rétt til að kalla sig úkraínska hetju,“ skrifaði Heraskevych. Setti 35 heimsmet Sergey Bubka varð Ólympíumeistari í stangarstökki árið 1988 en hann keppti þá fyrir Sovétríkin eins og þegar hann var sex sinnum heimsmeistari frá 1983 til 1991. Hann varð einnig fjórum heimsmeistari sem Úkraínumaður frá 1993 til 1997. Bubka vann alls tíu heimsmeistaratitla, innan- og utanhúss, og setti alls 35 heimsmet í stangarstökki á ferlinum. Ikonen sågas efter bilderna: ”Han är djävulen” https://t.co/AYLP8zLPB5— Sportbladet (@sportbladet) August 12, 2024
Ólympíuleikar 2024 í París Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira