Hollywood

Hollywood

Fréttir af fræga fólkinu úti í hinum stóra heimi.

Fréttamynd

Brad Pitt og Jennifer Aniston sameina krafta sína

Leikararnir Brad Pitt og Jennifer Aniston eru á meðal Hollywood leikara sem taka þátt í upplestri á handriti kvikmyndarinnar Fast Times at Ridgemont High. Upplesturinn fer fram á netinu og verður sýnt frá viðburðinum á Facebook.

Lífið
Fréttamynd

Faraldurinn góður fyrir geðheilsuna og fjölskyldulífið

Leikarinn Matthew McConaughey hefur náð að kynnast börnum sínum mun betur síðustu mánuði. Ástæðan er meiri samvera í faraldri kórónuveirunnar sem veldur Covid-19. Virðist hann líka hugsa betur um sjálfa sig sem hefur haft jákvæð áhrif á andlega líðan.

Lífið
Fréttamynd

Ed Sheeran að verða pabbi

Tónlistamaðurinn geðþekki Ed Sheeran og eiginkona hans Cherry Seaborn eru sögð eiga von á sínu fyrsta barni á næstu dögum.

Lífið
Fréttamynd

Reni Santoni látinn

Bandaríski kvikmynda- og sjónvarpsleikarinn Reni Santoni lést 1. ágúst síðastliðinn, 81 árs að aldri.

Erlent
Fréttamynd

Kanye biður Kim afsökunar

Bandaríski tónlistarmaðurinn, tískumógúllinn og forsetaframbjóðandinn Kanye West hefur beðið Kim Kardashian West eiginkonu sína afsökunar vegna ummæla sem hann lét falla opinberlega um einkamál fjölskyldunnar.

Erlent
Fréttamynd

Kim tjáir sig um andleg veikindi Kanye

Athafnakonan, fyrirsætan og leikkonan Kim Kardashian West hefur nú tjáð sig opinberlega um andleg veikindi eiginmanns síns, rapparans og tískumógúlsins Kanye West.

Erlent
Fréttamynd

Kelly Preston látin

Preston lék í fjölmörgum kvikmyndum og þáttaröðum en hún er þekktust fyrir frammistöðu sína í Mischief (1985), Twins (1988) og Jerry Maguire (1996). Preston fæddist 13. október 1962 í höfuðborg Hawaii en réttu nafni hét hún Kelly Kamalelehua Smith.

Erlent
Fréttamynd

Rivera talin hafa drukknað

Embætti lögreglustjórans í Ventura-sýslu gengur út frá því að leik- og söngkonan Naya Rivera hafi drukknað í Piru-stöðuvatni í suðurhluta Kaliforníu.

Erlent