Stígur fram og sakar Armie Hammer um nauðgun Sylvía Hall skrifar 18. mars 2021 22:31 Effie greindi frá því á blaðamannafundinum að samband hennar og Armie Hammer hafi staðið yfir í fjögur ár með hléum. Á þeim tíma hafi hann beitt andlegu og líkamlegu ofbeldi. Getty/Skjáskot 24 ára gömul kona, sem gengur undir nafninu Effie, hefur stigið fram og sakað leikarann Armie Hammer um andlegt og kynferðislegt ofbeldi í fjögurra ára sambandi þeirra. Samband þeirra stóð yfir með hléum á sama tíma og hann var giftur fyrrverandi eiginkonu sinni Elizabeth Chambers. Effie kýs að halda raunverulegu nafni sínu leyndu en hún var meðal þeirra fyrstu sem greindi frá ofbeldi af hálfu leikarans, en hún heldur úti Instagram-aðganginum House of Effie. Í dag boðaði hún til blaðamannafundar ásamt lögmanni sínum Gloriu Allred, sem er hvað þekktust fyrir kvenréttindabaráttu sína og hefur tekið að sér fjölmarga skjólstæðinga sem hafa orðið fyrir kynbundnu ofbeldi. Á blaðamannafundinum greindi hún frá því að hún hafi átt í ástarsambandi við Hammer. Á þeim tíma hafi hann beitt hana andlegu ofbeldi og margoft farið yfir mörk hennar í samskiptum, þá sérstaklega í kynlífi. Árið 2017 hafi hann nauðgað á ofbeldisfullan hátt í fjóra tíma. „Þann 24. apríl árið 2017 nauðgaði Armie Hammer mér í rúmlega fjóra tíma í Los Angeles, sló höfði mínu ítrekað í vegg með þeim afleiðingum að ég hlaut mar í andliti,“ sagði Effie í yfirlýsingu. „Hann beitti mig öðru ofbeldi sem ég samþykkti ekki. Til dæmis sló hann mig í fæturna með písk svo mér var illt í hverju skrefi vikuna eftir. Í þessa fjóra tíma reyndi ég að komast í burtu en hann leyfði mér það ekki. Ég hélt hann myndi drepa mig. Hann fór svo án þess að hafa nokkrar áhyggjur af velferð minni.“ Reyndi að afskrifa ofbeldið sem „sjúka tegund af ást“ Effie segist hafa búið í ótta frá því að árásin átti sér stað. Hún hafi reynt að líta svo á að samband þeirra hafi verið „sjúk tegund af ást“ en nú hafi hann ekki lengur tak á henni. „Ég er farin að sjá að það sturlaða andlega tak sem hann hafði á mér var ótrúlega skaðlegt á margan hátt.“ Ásakanir í garð leikarans fóru að líta dagsins ljós snemma á þessu ári, en háskólaneminn og áhrifavaldurinn Paige Lorenze greindi frá því fyrr á árinu að Hammer hefði „merkt sig“ og dreift nektarmyndum af henni í óleyfi. Þá á leikarinn að hafa lýst því yfir við konur að hann vildi drekka blóð þeirra og að hann væri mannæta. Leikarinn hefur hafnað ásökununum og segja talsmenn hans að allt sem fór milli hans og Effie hafi verið með vitund og vilja hennar. Effie hafi sent skilaboð til leikarans síðasta sumar og lýst því yfir að hún hafi viljað endurvekja samband þeirra en Hammer hafi neitað því. „Það var aldrei ætlun hr. Hammer að greina frá blæti eða skrítnum kynferðislegum löngunum [Effie], en hún hefur nú tekið málið á það stig að ráða lögmann til að halda blaðamannafund. Með sannleikann á sinni hlið fagnar hr. Hammer tækifærinu til þess að láta það sanna koma í ljós,“ sagði í yfirlýsingu talsmannanna. Lögreglan í Los Angeles staðfesti við Page Six að lögreglurannsókn væri hafin á ásökunum í garð Hammer eftir að tilkynnt var um kynferðisofbeldi af hans hálfu í byrjun febrúar. Á blaðamannafundinum sagði Allred lögregluna hafa einnig fengið gögn frá Effie, og það væri undir þeim komið að ákveða hvort það væri nægilegur grundvöllur fyrir ákæru. Hollywood Bandaríkin MeToo Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Sjá meira
Effie kýs að halda raunverulegu nafni sínu leyndu en hún var meðal þeirra fyrstu sem greindi frá ofbeldi af hálfu leikarans, en hún heldur úti Instagram-aðganginum House of Effie. Í dag boðaði hún til blaðamannafundar ásamt lögmanni sínum Gloriu Allred, sem er hvað þekktust fyrir kvenréttindabaráttu sína og hefur tekið að sér fjölmarga skjólstæðinga sem hafa orðið fyrir kynbundnu ofbeldi. Á blaðamannafundinum greindi hún frá því að hún hafi átt í ástarsambandi við Hammer. Á þeim tíma hafi hann beitt hana andlegu ofbeldi og margoft farið yfir mörk hennar í samskiptum, þá sérstaklega í kynlífi. Árið 2017 hafi hann nauðgað á ofbeldisfullan hátt í fjóra tíma. „Þann 24. apríl árið 2017 nauðgaði Armie Hammer mér í rúmlega fjóra tíma í Los Angeles, sló höfði mínu ítrekað í vegg með þeim afleiðingum að ég hlaut mar í andliti,“ sagði Effie í yfirlýsingu. „Hann beitti mig öðru ofbeldi sem ég samþykkti ekki. Til dæmis sló hann mig í fæturna með písk svo mér var illt í hverju skrefi vikuna eftir. Í þessa fjóra tíma reyndi ég að komast í burtu en hann leyfði mér það ekki. Ég hélt hann myndi drepa mig. Hann fór svo án þess að hafa nokkrar áhyggjur af velferð minni.“ Reyndi að afskrifa ofbeldið sem „sjúka tegund af ást“ Effie segist hafa búið í ótta frá því að árásin átti sér stað. Hún hafi reynt að líta svo á að samband þeirra hafi verið „sjúk tegund af ást“ en nú hafi hann ekki lengur tak á henni. „Ég er farin að sjá að það sturlaða andlega tak sem hann hafði á mér var ótrúlega skaðlegt á margan hátt.“ Ásakanir í garð leikarans fóru að líta dagsins ljós snemma á þessu ári, en háskólaneminn og áhrifavaldurinn Paige Lorenze greindi frá því fyrr á árinu að Hammer hefði „merkt sig“ og dreift nektarmyndum af henni í óleyfi. Þá á leikarinn að hafa lýst því yfir við konur að hann vildi drekka blóð þeirra og að hann væri mannæta. Leikarinn hefur hafnað ásökununum og segja talsmenn hans að allt sem fór milli hans og Effie hafi verið með vitund og vilja hennar. Effie hafi sent skilaboð til leikarans síðasta sumar og lýst því yfir að hún hafi viljað endurvekja samband þeirra en Hammer hafi neitað því. „Það var aldrei ætlun hr. Hammer að greina frá blæti eða skrítnum kynferðislegum löngunum [Effie], en hún hefur nú tekið málið á það stig að ráða lögmann til að halda blaðamannafund. Með sannleikann á sinni hlið fagnar hr. Hammer tækifærinu til þess að láta það sanna koma í ljós,“ sagði í yfirlýsingu talsmannanna. Lögreglan í Los Angeles staðfesti við Page Six að lögreglurannsókn væri hafin á ásökunum í garð Hammer eftir að tilkynnt var um kynferðisofbeldi af hans hálfu í byrjun febrúar. Á blaðamannafundinum sagði Allred lögregluna hafa einnig fengið gögn frá Effie, og það væri undir þeim komið að ákveða hvort það væri nægilegur grundvöllur fyrir ákæru.
Hollywood Bandaríkin MeToo Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Sjá meira