Auðævi Kim Kardashian nú metin á milljarð dala Atli Ísleifsson skrifar 7. apríl 2021 08:17 Kim Kardashian á verðlaunahátíð árið 2019. EPA Bandaríska raunveruleikastjarnan Kim Kardashian West hefur nú bæst í hóp auðmanna, auðævi hverra eru metin á rúmlega milljarð Bandaríkjadala. Forbes greindi frá því í gær að Kardashian hafi nú bæst á lista blaðsins yfir milljarðamæringa heimsins. Á listanum eru nú 2.755 einstaklingar. Kardashian hefur auðgast mikið þökk sé sölu á snyrtuvörum og fatnaði, auk þess að hafa tekjur af sjónvarpsþáttum, styrktarsamningum og fjárfestingum. Jeff Bezos, stofnandi Amazon, skipar efsta sæti listans, en auðævi hans eru metin á 177 milljarða Bandaríkjadala. BBC segir frá því að auk Kardashian hafi Whitney Wolfe Herd, stofnandi Bumble-stefnumótaforritsins, bæst á listann, sem og kvikmyndagerðarmaðurinn Tyler Perry og Miriam Adelson, ekkja spilavítaeigandans Sheldon Adelson sem lést í byrjun árs. Ríkasta fólk í heimi, Forbes 2021 1. Jeff Bezos, Amazon, Bandaríkin, 177 milljarðar dala 2. Elon Musk, Tesla, SpaceX, Bandaríkin, 151 milljarður dala 3. Bernard Arnault og fjölskylda, LVMH, Frakkland, 150 milljarðar dala 4. Bill Gates, Microsoft, Bandaríkin, 124 milljarðardala 5. Mark Zuckerberg, Facebook, Bandaríkin, 97 milljarðar dala 6. Warren Buffett, Berkshite Hathaway, Bandaríkin, 96 milljarðar dala 7. Larry Ellison, Oracle, Bandaríkin, 93 milljarðar dala 8. Larry Page, Google, Bandaríkin, 91,5 milljarðar dala 9. Sergey Brin, Google, Bandaríkin, 89 milljarðar dala 10. Mukesh Ambani, Indland, 84,5 milljarðar dala Kanye West, fyrrverandi eiginmaður Kim Kardashian West, var þegar á milljarðamæringalista Forbes, en auðævi hans eru metin á 1,8 milljarða. Kardashian sótti um skilnað í febrúar síðastliðinn. Kylie Jenner, yngri hálfsystir Kims, missti sæti sitt á listanum í maí síðastliðinn. Forbes segir að Kardashian hafi auðgast mikið síðustu mánuði, sér í lagi vegna hluta hennar í snýrtivörumerkinu KKW Beauty og fatamerkinu Skims. Hafi auðævi hennar farið úr 780 milljónum Bandaríkjadala í október í milljarð dala nú. Björgólfur Thor Björgólfsson er einnig að finna á lista Forbes, en hann skipar 1.444. sæti listans og eru auðævi hans metin á 2,2 milljarða dala. Hann skipaði 1.063. sæti listans á síðasta ári. Í 2.674. sæti listans er svo að finna Davíð Helgason, sem fæddist á Íslandi en er skráður sem Dani. Hann stofnaði hugbúnðarfyrirtækið Unity Software í Kaupmannahöfn árið 2004 og er auður hans nú metinn á einn milljarð dala. View this post on Instagram A post shared by Forbes (@forbes) Bandaríkin Hollywood Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Kardashian hefur auðgast mikið þökk sé sölu á snyrtuvörum og fatnaði, auk þess að hafa tekjur af sjónvarpsþáttum, styrktarsamningum og fjárfestingum. Jeff Bezos, stofnandi Amazon, skipar efsta sæti listans, en auðævi hans eru metin á 177 milljarða Bandaríkjadala. BBC segir frá því að auk Kardashian hafi Whitney Wolfe Herd, stofnandi Bumble-stefnumótaforritsins, bæst á listann, sem og kvikmyndagerðarmaðurinn Tyler Perry og Miriam Adelson, ekkja spilavítaeigandans Sheldon Adelson sem lést í byrjun árs. Ríkasta fólk í heimi, Forbes 2021 1. Jeff Bezos, Amazon, Bandaríkin, 177 milljarðar dala 2. Elon Musk, Tesla, SpaceX, Bandaríkin, 151 milljarður dala 3. Bernard Arnault og fjölskylda, LVMH, Frakkland, 150 milljarðar dala 4. Bill Gates, Microsoft, Bandaríkin, 124 milljarðardala 5. Mark Zuckerberg, Facebook, Bandaríkin, 97 milljarðar dala 6. Warren Buffett, Berkshite Hathaway, Bandaríkin, 96 milljarðar dala 7. Larry Ellison, Oracle, Bandaríkin, 93 milljarðar dala 8. Larry Page, Google, Bandaríkin, 91,5 milljarðar dala 9. Sergey Brin, Google, Bandaríkin, 89 milljarðar dala 10. Mukesh Ambani, Indland, 84,5 milljarðar dala Kanye West, fyrrverandi eiginmaður Kim Kardashian West, var þegar á milljarðamæringalista Forbes, en auðævi hans eru metin á 1,8 milljarða. Kardashian sótti um skilnað í febrúar síðastliðinn. Kylie Jenner, yngri hálfsystir Kims, missti sæti sitt á listanum í maí síðastliðinn. Forbes segir að Kardashian hafi auðgast mikið síðustu mánuði, sér í lagi vegna hluta hennar í snýrtivörumerkinu KKW Beauty og fatamerkinu Skims. Hafi auðævi hennar farið úr 780 milljónum Bandaríkjadala í október í milljarð dala nú. Björgólfur Thor Björgólfsson er einnig að finna á lista Forbes, en hann skipar 1.444. sæti listans og eru auðævi hans metin á 2,2 milljarða dala. Hann skipaði 1.063. sæti listans á síðasta ári. Í 2.674. sæti listans er svo að finna Davíð Helgason, sem fæddist á Íslandi en er skráður sem Dani. Hann stofnaði hugbúnðarfyrirtækið Unity Software í Kaupmannahöfn árið 2004 og er auður hans nú metinn á einn milljarð dala. View this post on Instagram A post shared by Forbes (@forbes)
Ríkasta fólk í heimi, Forbes 2021 1. Jeff Bezos, Amazon, Bandaríkin, 177 milljarðar dala 2. Elon Musk, Tesla, SpaceX, Bandaríkin, 151 milljarður dala 3. Bernard Arnault og fjölskylda, LVMH, Frakkland, 150 milljarðar dala 4. Bill Gates, Microsoft, Bandaríkin, 124 milljarðardala 5. Mark Zuckerberg, Facebook, Bandaríkin, 97 milljarðar dala 6. Warren Buffett, Berkshite Hathaway, Bandaríkin, 96 milljarðar dala 7. Larry Ellison, Oracle, Bandaríkin, 93 milljarðar dala 8. Larry Page, Google, Bandaríkin, 91,5 milljarðar dala 9. Sergey Brin, Google, Bandaríkin, 89 milljarðar dala 10. Mukesh Ambani, Indland, 84,5 milljarðar dala
Bandaríkin Hollywood Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira