Ofurpar í kortunum: Hadid og DiCaprio sjást enn og aftur saman Leikarinn Leonardo DiCaprio og fyrirsætan Gigi Hadid borðuðu kvöldverð saman í Lundúnum á þriðjudag. Morguninn eftir sást til þeirra koma hvort í sínu lagi, með nokkurra mínútna millibili, á sama hótelið. Orðrómur um samband þeirra hefur fengið byr undir báða vængi. Lífið 9. júní 2023 22:02
Mjólkurhristingar Kelis fönguðu hjarta Bill Murray Leikarinn Bill Murray og söngkonan Kelis, best þekkt fyrir söng sinn um mjólkurhristinga, eru byrjuð að slá sér upp. Lífið 9. júní 2023 15:36
Ætlar að hætta að leika og flytja til Frakklands Leikarinn Bryan Cranston hefur tilkynnt um áform sín um að setjast í helgan stein. Stefnir hann á að hætta að leika árið 2026, þegar hann verður sjötugur, og flytja til Frakklands. Bíó og sjónvarp 9. júní 2023 11:40
Fundu meinvörp í heila eftir áralanga baráttu við brjóstakrabba Leikkonan Shannen Doherty, sem er þekktust fyrir að hafa leikið í sjónvarpsþáttunum Beverly Hills 90210 og Charmed, hefur greint frá því að meinvörp hafi fundist í heila í janúar. Lífið 8. júní 2023 07:36
Bossar og brjóst á öld unaðar Fjórða plata tónlistarkonunnar Janelle Monáe, The Age of Pleasure, kemur út á morgun. Monáe hefur vakið athygli undanfarna mánuði í aðdraganda útgáfunnar vegna hispursleysis í fjölmiðlum, nektar á almannafæri og kynferðislegra tónlistarmyndbanda. Lífið 8. júní 2023 07:01
Shakira fer úr boltanum í formúluna Kólumbíska stjarnan Shakira virðist vera búin að finna sér nýjan elskhuga ef marka má myndir sem náðust af henni með breska ökuþórnum Lewis Hamilton í Madríd. Í síðasta mánuði sást parið einnig saman á snekkju í Miami. Lífið 7. júní 2023 12:29
Cuba Gooding Jr. samdi rétt fyrir upphaf nauðgunarréttarhalda Bandaríski leikarinn Cuba Gooding Jr. hefur gert samkomulag við konu sem sakaði hann um að hafa nauðgað sér fyrir um áratug. Réttarhöld í málinu áttu að hefjast í dag en leikarinn hafði neitað sök. Erlent 6. júní 2023 14:27
Seldi fyrstu nektarmyndina sína til The Weeknd Elli Egilsson er heillaður að kvenlíkamanum sem viðfangsefni í myndlistinni en fyrsta slíka málverkið sem hann seldi fór til ofurstjörnunnar The Weeknd. Elli er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst ásamt föður sínum, Agli Eðvarðssyni, en þeir stóðu saman fyrir sýningunni SAMMÁLA í Gallery Port. Menning 2. júní 2023 07:01
„That 70s Show“ leikari dæmdur fyrir nauðgun Leikarinn Danny Masterson, sem er hvað þekktastur fyrir að leika í þáttunum That ’70s Show, sem nutu mikilla vinsælda um og eftir aldarmótin síðustu, hefur verið sakfelldur fyrir að nauðga tveimur konum. Kviðdómendur komust ekki að niðurstöðu varðandi þriðju nauðgunina sem hann var ákærður fyrir. Erlent 31. maí 2023 22:16
Armie Hammer ekki ákærður fyrir nauðgun Leikarinn Armie Hammer verður ekki ákærður fyrir nauðgun. Hann var sakaður um nauðgun árið 2021 en saksóknarar í Los Angeles hafa ákveðið að ákæra ekki vegna skorts á sönnunargögnum. Hammer hefur verið sakaður um ofbeldi, líkamlegt og kynferðislegt, af mörgum einstaklingum. Erlent 31. maí 2023 21:32
María Sigrún leikur í einni dýrustu mynd allra tíma María Sigrún Hilmarsdóttir fer með hlutverk fréttaþular í nýrri Fast and the Furious-kvikmynd, Fast X. Hún segist lengi hafa dreymt um að leika í kvikmynd en labbaði út úr kvikmyndasalnum þegar um tuttugu mínútur voru búnar af myndinni. Bíó og sjónvarp 31. maí 2023 20:30
Al Pacino á von á barni Bandaríski leikarinn Al Pacino og kærasta hans Noor Alfallah eiga von á barni. Hin 29 ára Alfallah er gengin átta mánuði á leið og er því von á erfingja á næstu vikum. Lífið 31. maí 2023 06:47
Lukaku og Megan Thee Stallion hönd í hönd í brúðkaupi Fótboltastjarnan Romelu Lukaku og rapparinn Megan Thee Stallion gætu verið nýtt ofurpar. Þau sáust haldast í hendur og sitja við hlið hvors annars brúðkaupi argentínska landsliðsmannsins Lautaro Martinez. Lífið 30. maí 2023 23:26
Rökuðu hárið af meðleikaranum eftir síðasta þáttinn Bandarísku leikararnir Sarah Snook og Kieran Culkin rökuðu hárið af meðleikara sínum Jeremy Strong eftir að tökunum á síðasta þættinum í fjórðu og síðustu seríunni af Succession lauk. Lífið 30. maí 2023 16:47
Fjölskyldan heima þegar ráðist var á heimili þeirra með hníf Maður vopnaður hnífi réðist á heimili leikarahjónanna Benedict Cumberbatch og Sophie Hunter á dögunum. Cumberbatch og Hunter voru heima með börnum sínum þremur þegar atvikið átti sér stað. Erlent 30. maí 2023 11:59
Laug til um ástarsamband við mun yngri samstarfsmann Breski sjónvarpsmaðurinn Phillip Schofield hefur hætt störfum hjá sjónvarpsstöðinni ITV eftir að upp komst um ástarsamband hans við mun yngri karlmann, sem vann á stöðinni. Samstarfsfólk segir hann lygara og haldinn ranghugmyndum. Erlent 29. maí 2023 15:28
Nicolas Cage fær loksins að leika Ofurmennið Kvikmyndin The Flash hverfur ekki einungis aftur til fortíðar með endurkomu Michael Keaton í hlutverki Leðurblökumannsins heldur bregður Nicolas Cage einnig fyrir sem Ofurmenninu. Cage fær því loksins að leika draumahlutverkið 25 árum eftir að ekkert varð úr myndinni Superman Lives. Bíó og sjónvarp 25. maí 2023 22:52
Keyptu 2.700 fermetra hús Tónlistarstjörnuparið Jay Z og Beyoncé eru sögð hafa keypt rúmlega 2.700 fermetra hús í borginni Malibu í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum. Þá eru þau sögð hafa fengið húsið á góðu verði, það er að segja miðað við verðmiðann sem var settur á það. Lífið 24. maí 2023 21:55
Ray Stevenson látinn Breski leikarinn Ray Stevenson er látinn, 58 ára að aldri. Flestir kannast við leikarann úr sjónvarpsþáttaseríum á borð við Rome, Vikings og Dexter auk kvikmyndaseríanna Thor og Divergent. Lífið 22. maí 2023 21:48
Tekur við kjuðunum í Foo Fighters Bandaríska rokkhljómsveitin Foo Fighters hefur tilkynnt að Josh Freese muni hér með feta í fótspor Taylor Hawkins sem slagverksleikari hljómsveitarinnar. Sveitin tilkynnti þetta í beinni netútsendingu í gær. Lífið 22. maí 2023 11:58
Jay-Z og Beyoncé keyptu dýrasta hús í sögu ríkisins Hjónin Jay-Z og Beyoncé keyptu 2.700 fermetra hús í Malibú í Kaliforníu fyrir skömmu á tvö hundruð milljónir dollara. Eignin er sú dýrasta sem selst hefur í ríkinu. Lífið 21. maí 2023 17:39
Hálfíslensk leikkona á uppleið í Bandaríkjunum Alyssa Marie Guðsteinsdóttir hefur á undanförnum árum haslað sér völl sem leikkona, leikstjóri og handritshöfundur vestanhafs og hefur meðal annars leikið í vinsælum þáttaseríum á borð við Chicago Med, Empire, og The Chi. Alyssa á íslenskan föður og bandaríska móður og segir uppruna sinn ávallt vekja athygli, en í Bandaríkjunum er hún þekkt undir nafninu Alyssa Thordarson. Lífið 20. maí 2023 16:01
Byrjaði með kærastanum eftir blint stefnumót Söngkonan Miley Cyrus prýðir nýjustu forsíðu British Vogue. Í viðtali við tímaritið segir hún meðal annars frá því hvernig hún kynntist kærastanum sínum, Maxx Morando. Miley segist hafa kynnst honum á blindu stefnumóti. Lífið 19. maí 2023 13:01
Billie Eilish orðin einhleyp á ný Poppstjarnan Billie Eilish og rokkarinn Jesse Rutherford, söngvari The Neighbourhood, eru hætt saman eftir sjö mánaða samband. Framhjáhald ku ekki vera ástæðan. Lífið 17. maí 2023 19:54
Slær met sem baðfatamódel á níræðisaldri Sjónvarpskonan Martha Stewart prýðir forsíðu baðfataútgáfu tímaritsins Sports Illustrated fyrir árið 2023. Það gerir hana að elstu forsíðustúlku tímaritsins frá upphafi en hún verður 82 ára í ágúst. Lífið 17. maí 2023 17:47
Skilnaðurinn erfiður en sambandið gott í dag Leikarinn, líkamsræktarfrömuðurinn og fyrrverandi ríkisstjórinn Arnold Schwarzenegger segir að skilnaður sinn við Mariu Shriver hafi verið erfiður á sínum tíma. Samband þeirra er þó að hans sögn gott í dag. Lífið 17. maí 2023 11:20
The Weeknd fleygir listamannsnafninu Kanadíska poppstjarnan The Weeknd hefur tekið upp sitt eigið nafn á samfélagsmiðlum, Abel Tesfaye, í stað síns heimsfræga nafns The Weeknd. Hann hefur áður rætt opinskátt um að vilja losna undan listamannsnafninu. Tónlist 15. maí 2023 23:38
Colton Underwood loksins genginn í það heilaga Bandaríski raunveruleikaþáttastjarnan Colton Underwood úr Bachelor þáttunum er alls enginn piparsveinn lengur en hann gifti sig loksins unnustanum Jordan C. Brown um helgina. Meira en ár síðan elskendurnir trúlofuðu sig. Bíó og sjónvarp 15. maí 2023 22:38
Vill eignast börn með Bieber en er hrædd Fyrirsætan Hailey Bieber segist virkilega vilja eignast börn með eiginmanni sínum, tónlistarmanninum Justin Bieber. Hún segist þó verða hrædd við tilhugsunina sökum þess hve erfitt henni finnst þegar fólk talar um ástvini sína. Lífið 15. maí 2023 00:08
Dóttir DeNiro komin með nafn Dóttir stórleikarans Robert DeNiro sem fæddist 6. apríl síðastliðinn hefur fengið nafnið Gia Virginia Chen-DeNiro. Móðir barnsins er Tiffany Chen, Tai Chi-leiðbeinandi, en hún er 35 árum yngri en DeNiro. Lífið 11. maí 2023 18:56