Fékk tíu ára dóm fyrir að skjóta Megan Thee Stallion Atli Ísleifsson skrifar 9. ágúst 2023 07:35 Hin 28 ára Megan Thee Stallion (til hægri) lýsti því fyrir dómi í desember á síðasta ári hvernig Tory Lanez (til vinstri) hafi skotið hana í fæturna að loknu sundlaugarpartýi Kylie Jenner í Hollywood Hills þann 12. júlí 2020. AP Kanadíski rapparinn Tory Lanez hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að hafa skotið rapparann Megan Thee Stallion í fæturna í Los Angeles árið 2020. AP segir frá því að dómari í Los Angeles hafi kveðið upp dóm í málinu í gær en Tory Lanez hafi áður verið sakfelldur af þremur ákæruliðum sem allir sneru að brotum á vopnalöggjöf. Hinn 31 árs Lanez hefur verið í varðhaldi frá því að hann fundinn sekur af þeim ákæruliðum í desember síðastliðinn. Saksóknari í málinu hafði farið fram á þrettán ára fangelsisdóm yfir Lanez. Hann sagði eftir að niðurstaðan lá fyrir að frægð Megan Thee Stallion hafi gert það að verkum að hægt hafi verið að beina kastljósinu að ofbeldi gegn konum í samfélaginu. Að loknu sundlaugarpartýi Kylie Jenner Hin 28 ára Megan Thee Stallion lýsti því fyrir dómi í desember á síðasta ári hvernig Tory Lanez hafi skotið hana í fæturna að loknu sundlaugarpartýi Kylie Jenner í Hollywood Hills þann 12. júlí 2020. Í frétt BBC segir að fram hafi komið að hin 27 ára Megan Thee Stallion, sem heitir Megan Pete réttu nafni, hafi móðgað Tory Lanez, gert lítið úr tónlistarhæfileikum hans, áður en hún krafðist þess að verða hleypt út úr glæsikerru. Hin þrítugi Lanez, sem heitir Daystar Peterson réttu nafni og hefur átt sjö plötur sem hafa náð einu af tíu efstu sætunum á bandaríska vinsældalistanum á síðustu sjö árum, á svo að hafa skipað henni „dansa“ og skotið fimm skotum að henni. Megan Thee Stallion þurfti að gangast undir aðgerð þar sem brot úr byssukúlum voru fjarlægð. Þau höfðu áður átt í ástarsambandi. Klofningur innan tónlistarsenunnar Megan Thee Stallion sagði einnig fyrir dómi að Lanez hafi boðið henni milljón dala greiðslu gegn því að tilkynna ekki um árásina, þar sem hann hafði þá verið á skilorði vegna vopnalagabrots. Megan Thee Stallion greindi lögreglu upphaflega frá því að hún hafi skorið sig á glerbroti og að það hafi skýrt sárin á fætinum. Fyrir dómi sagðist hún þó hafa logið til að byrja með þar sem hún hafi haft áhyggjur af viðbrögðum lögreglu, sér í lagi vegna umræðunnar um kynþáttahatur innan lögreglunnar sumarið 2020. Málið hefur valdið nokkrum klofningi innan tónlistarsenunnar vestanhafs en á annað hundrað tónlistarmanna, meðal annars rapparinn Iggy Azalea, höfðu ritað dómaranum bréf til stuðnings Lanez, þar biðlað var til dómaranus af láta dóminn verða „ummyndandi“, en ekki „eyðileggja líf“. Bandaríkin Hollywood Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tory Lanez sakfelldur fyrir að hafa skotið Megan Thee Stallion Kanadíski rapparinn Tory Lanez hefur verið sakfelldur fyrir að hafa skotið rapparann Megan Thee Stallion í fótinn árið 2020. Refsingin gæti numið yfir 22 ára fangelsi. Líklegt er að Lanez verði sendur úr landi. 23. desember 2022 23:52 Lýsti fyrir dómi hvernig hún varð fyrir skotárás af hendi Tory Lanez Bandaríski rapparinn Megan Thee Stallion lýsti fyrir kviðdómi í gær áfallinu sem hún varð fyrir þegar rapparinn Tory Lanez skaut hana í fótinn í júlí 2020. 14. desember 2022 09:10 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Sjá meira
AP segir frá því að dómari í Los Angeles hafi kveðið upp dóm í málinu í gær en Tory Lanez hafi áður verið sakfelldur af þremur ákæruliðum sem allir sneru að brotum á vopnalöggjöf. Hinn 31 árs Lanez hefur verið í varðhaldi frá því að hann fundinn sekur af þeim ákæruliðum í desember síðastliðinn. Saksóknari í málinu hafði farið fram á þrettán ára fangelsisdóm yfir Lanez. Hann sagði eftir að niðurstaðan lá fyrir að frægð Megan Thee Stallion hafi gert það að verkum að hægt hafi verið að beina kastljósinu að ofbeldi gegn konum í samfélaginu. Að loknu sundlaugarpartýi Kylie Jenner Hin 28 ára Megan Thee Stallion lýsti því fyrir dómi í desember á síðasta ári hvernig Tory Lanez hafi skotið hana í fæturna að loknu sundlaugarpartýi Kylie Jenner í Hollywood Hills þann 12. júlí 2020. Í frétt BBC segir að fram hafi komið að hin 27 ára Megan Thee Stallion, sem heitir Megan Pete réttu nafni, hafi móðgað Tory Lanez, gert lítið úr tónlistarhæfileikum hans, áður en hún krafðist þess að verða hleypt út úr glæsikerru. Hin þrítugi Lanez, sem heitir Daystar Peterson réttu nafni og hefur átt sjö plötur sem hafa náð einu af tíu efstu sætunum á bandaríska vinsældalistanum á síðustu sjö árum, á svo að hafa skipað henni „dansa“ og skotið fimm skotum að henni. Megan Thee Stallion þurfti að gangast undir aðgerð þar sem brot úr byssukúlum voru fjarlægð. Þau höfðu áður átt í ástarsambandi. Klofningur innan tónlistarsenunnar Megan Thee Stallion sagði einnig fyrir dómi að Lanez hafi boðið henni milljón dala greiðslu gegn því að tilkynna ekki um árásina, þar sem hann hafði þá verið á skilorði vegna vopnalagabrots. Megan Thee Stallion greindi lögreglu upphaflega frá því að hún hafi skorið sig á glerbroti og að það hafi skýrt sárin á fætinum. Fyrir dómi sagðist hún þó hafa logið til að byrja með þar sem hún hafi haft áhyggjur af viðbrögðum lögreglu, sér í lagi vegna umræðunnar um kynþáttahatur innan lögreglunnar sumarið 2020. Málið hefur valdið nokkrum klofningi innan tónlistarsenunnar vestanhafs en á annað hundrað tónlistarmanna, meðal annars rapparinn Iggy Azalea, höfðu ritað dómaranum bréf til stuðnings Lanez, þar biðlað var til dómaranus af láta dóminn verða „ummyndandi“, en ekki „eyðileggja líf“.
Bandaríkin Hollywood Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tory Lanez sakfelldur fyrir að hafa skotið Megan Thee Stallion Kanadíski rapparinn Tory Lanez hefur verið sakfelldur fyrir að hafa skotið rapparann Megan Thee Stallion í fótinn árið 2020. Refsingin gæti numið yfir 22 ára fangelsi. Líklegt er að Lanez verði sendur úr landi. 23. desember 2022 23:52 Lýsti fyrir dómi hvernig hún varð fyrir skotárás af hendi Tory Lanez Bandaríski rapparinn Megan Thee Stallion lýsti fyrir kviðdómi í gær áfallinu sem hún varð fyrir þegar rapparinn Tory Lanez skaut hana í fótinn í júlí 2020. 14. desember 2022 09:10 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Sjá meira
Tory Lanez sakfelldur fyrir að hafa skotið Megan Thee Stallion Kanadíski rapparinn Tory Lanez hefur verið sakfelldur fyrir að hafa skotið rapparann Megan Thee Stallion í fótinn árið 2020. Refsingin gæti numið yfir 22 ára fangelsi. Líklegt er að Lanez verði sendur úr landi. 23. desember 2022 23:52
Lýsti fyrir dómi hvernig hún varð fyrir skotárás af hendi Tory Lanez Bandaríski rapparinn Megan Thee Stallion lýsti fyrir kviðdómi í gær áfallinu sem hún varð fyrir þegar rapparinn Tory Lanez skaut hana í fótinn í júlí 2020. 14. desember 2022 09:10