Lífið

Kevin Hart í hjóla­stól og segist heimskastur í heimi

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Kevin Hart lætur aldurinn ekki stoppa sig, þó hann ætti kannski að gera það.
Kevin Hart lætur aldurinn ekki stoppa sig, þó hann ætti kannski að gera það. Elizabeth Flores/Star Tribune via Getty Images

Kevin Hart segist vera illa farinn eftir að hafa slasað sig í sprett­hlaupi með fyrr­verandi NFL leik­manninum Stevan Ridl­ey. Hann kveðst vera heimskasti maður í heimi en hann notar hjóla­stól tíma­bundið vegna meiðslanna.

„Þetta lítur ekki vel út. Typpið á mér lítur út eins og þumall. Það er allt bólgið,“ segir leikarinn í á­varpi til fylgj­enda sinna á sam­fé­lags­miðlinum Insta­gram. Nokkuð ljóst er að hann hefur húmor fyrir öllu saman.

Leikarinn slasaðist eftir að hafa skorað á fyrr­verandi NFL leik­manninn Stevan Ridl­ey í sprett­hlaup. Þeir fé­lagar höfðu lengi velt því fyrir sér hver væri fljótari. Hart sleit vöðva í hama­gangnum og varð að fara með leikarann á sjúkra­hús þar sem honum var gert að hvíla sig næstu vikurnar.

„Hvað var ég að hugsa? Á þessum aldri? Þetta er það heimsku­legasta sem ég hef gert,“ segir 40 ára gamli leikarinn. Hann segist hafa verið hafður að háði og spotti af vinum sínum síðustu daga vegna málsins og vandar þeim ekki kveðjurnar.

„Ég vildi að þið gætuð hlustað á sum af þessum sím­tölum sem ég hef fengið. Allt í einu eru allir læknar eða sjúkra­þjálfarar. Látið mig í friði, ég mun ná mér niður á ykkur sem hafið hleðið af mér eftir sex til átta vikur þegar ég verð búinn að jafna mig.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×