Hvetur fólk til að nota sólarvörn eftir krabbameinsgreiningu Ástralska raunveruleikaþáttastjarnan Harry Jowsey hefur greinst með húðkrabbamein. Hann segist hafa haft skrítin blett á öxlinni í meira en ár áður en hann lét húðlækni skoða blettinn. Lífið 27. apríl 2024 18:22
Milljónir hafa horft á stikluna fyrir Snertingu Stikla fyrir kvikmyndina Snertingu var heimsfrumsýnd í vikunni og hafa frá því nærri átta milljónir horft á stikluna, þar af tæpar fimm milljónir á YouTube og rest á samfélagsmiðlunum X, Facebook og Instagram. Þá hefur íslenska útgáfan af stiklunni fengið yfir tvö hundruð þúsund spilanir. Lífið 27. apríl 2024 11:38
Sophia Bush kemur út úr skápnum Sophia Bush hefur komið út úr skápnum og staðfest að hún sé í sambandi með Ashlyn Harris, fyrrverandi landsliðskonu í landsliði Bandaríkjanna í fótbolta. Bush segist loksins geta andað og segist finna fyrir miklum létti. Lífið 25. apríl 2024 21:51
Will Smith hrifinn af akureyrsku hjartaljósunum Stórleikarinn Will Smith virðist hrifinn af hjartalöguðu umferðarljósunum sem einkenna Akureyri ef marka má myndband sem hann birti á Instagram á mánudaginn. Lífið 25. apríl 2024 14:59
Dómi Harvey Weinstein snúið við Áfrýjunardómstóll í New York-ríki hefur snúið við nauðgunardómi kvikmyndaframleiðandans alræmda Harvey Weinstein frá árinu 2020. Hann hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð. Erlent 25. apríl 2024 13:43
Stefnir Megan Thee Stallion fyrir meint áreiti á vinnustað Fyrrverandi tökumaður sem starfaði fyrir rapparann Megan Thee Stallion hefur stefnt rapparanum og framleiðslufyrirtæki hennar fyrir meinta áreitni á vinnustað. Þá segir í stefnu hans að hún hafi stuðlað að eitraðri vinnustaðamenningu. Lífið 24. apríl 2024 09:44
Stjörnum hlaðið partý: Viktoría Beckham á hækjum í fimmtugsafmælinu Viktoría Beckkham kryddpía með meiru fagnaði fimmtugsafmælinu sínu um helgina. Hún var á hækjum en söngkonan fótbrotnaði í febrúar síðastliðnum. Allar kryddpíurnar mættu í partýið sem svo sannarlega má segja að hafi verið stjörnum hlaðið. Lífið 22. apríl 2024 09:57
Sló tvö Spotify-met með nýju plötunni Stórsöngkonan Taylor Swift gaf út plötuna The Tortured Poets Department á föstudaginn. Sama dag hlaut platan flestar hlustanir sem fengist hafa á einum degi á streymisveitunni Spotify auk þess sem söngkonan hlaut flestar hlustanir sem listamaður hefur fengið á einum degi í sögu streymisveitunnar. Lífið 21. apríl 2024 09:53
Cox segir Phoenix ömurlegan sem Napóleon Skoski leikarinn Brian Cox gefur lítið fyrir frammistöðu Joaquin Phoenix í kvikmynd Ridley Scott um Napóleon, sem var sýnd á síðasta ári. Bíó og sjónvarp 19. apríl 2024 12:30
Komu saman vegna þrjátíu ára afmælis Pulp Fiction Það vantaði ekki stórstjörnurnar þegar haldið var upp á að þrjátíu ár væru í ár liðin frá frumsýningu kvikmyndarinnar Pulp Fiction, eða Reyfara eins og myndin var nefnd á íslansku. Margir aðalleikara myndarinnar söfnuðust af því tilefni saman sérstökum viðburði TCM Classic Film Festival í í Chinese Theatre í Los Angeles í gær. Bíó og sjónvarp 19. apríl 2024 10:39
Kom öllum að óvörum með fleiri lögum í nótt Ellefta og nýjasta plata bandarísku söngkonunnar Taylor Swift kom út í nótt. Öllum að óvörum hefur söngkonan tilkynnt að platan er tvöföld og fimmtán aukalög á plötunni sem enginn bjóst við. Tónlist 19. apríl 2024 09:44
Samantha Davis er látin Samantha Davis, góðgerðarfrömuður og leikkona er látin. Hún var 53 ára gömul og var eiginkona leikarans Warwick Davis. Lífið 18. apríl 2024 09:42
Höfundur Kaupalkabókanna með krabbamein í heila Breski rithöfundurinn Sophie Kinsella, sem þekktust er fyrir Shopaholic-bækur sínar, hefur greinst með skætt krabbamein í heila. Lífið 18. apríl 2024 08:55
Sofia Vergara með fjallmyndarlegum lækni Hollywood stjarnan Sofia Vergara hefur opinberað samband sitt á samfélagsmiðlinum Instagram. Þar birtir hún mynd í fyrsta sinn af kærastanum sínum, lækninum Justin Salman en orðrómur hefur verið uppi um samband þeirra í á annað ár. Lífið 17. apríl 2024 13:59
Keanu Reeves mun leika helsta keppinaut Sonic Kanadíski leikarinn Keanu Reeves mun fara með hlutverk í þriðju myndinni um tölvuleikjapersónuna Sonic the Hedgehog. Hann mun talsetja einn helsta keppinaut Sonic, sem ber heitið Shadow. Bíó og sjónvarp 16. apríl 2024 15:42
Biðst afsökunar á brösuglegum Coachella-flutningi Kanadíska tónlistarkonan Grimes bað aðdáendur sína afsökunar eftir að tæknilegir örðugleikar komu upp á tónleikum hennar á tónlistarhátíðinni Coachella í Kaliforníu á laugardag. Tónlist 16. apríl 2024 00:04
Fengið gjöf á hverju ári frá Tom Cruise síðan 2005 Bandaríska leikkonan Dakota Fanning segist hafa fengið afmælisgjöf á hverju einasta ári frá kollega sínum Tom Cruise allt frá því að þau léku saman í kvikmyndinni War of the Worlds árið 2005. Lífið 14. apríl 2024 23:00
„Farið hefur fé betra“ Caitlyn Jenner, raunveruleikastjarna og fyrrverandi Ólympíufari, brást við fréttum af andláti OJ Simpson með harkalegri samfélagsmiðlafærslu sem hefur vakið misjöfn viðbrögð. Lífið 12. apríl 2024 00:02
Mónópólý og Sims næst á skjáinn hjá Robbie og félögum Framleiðslufyrirtækið LuckyChap, sem leikkonan Margot Robbie stofnaði og rekur, hefur hafið framleiðslu á leiknum kvikmyndum byggðum á sígilda borðspilinu Mónópólý og vinsælu tölvuleikjaseríunni Sims. Lífið 10. apríl 2024 19:51
Mun túlka Springsteen Bandaríski leikarinn Jeremy Allen White, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í þáttunum The Bear, mun túlka Bruce Springsteen í væntanlegri kvikmynd um stórsöngvarann. Bíó og sjónvarp 9. apríl 2024 08:49
Baron Cohen og Fisher skilin eftir meira en tuttugu ára samband Breski gamanleikarinn Sacha Baron Cohen og ástralska leikkonan Isla Fisher eru skilin eftir meira en tuttugu ára samband. Tilkynning þeirra kemur í skugga ásakana mótleikkonu Baron Cohen um óviðeigandi hegðun hans á tökustað á sínum tíma. Lífið 5. apríl 2024 21:50
Verður aftur laglega ljóskan Elle Woods Bandaríska leikkonan Reese Witherspoon hyggst bregða sér aftur í eitt af hennar langþekktustu hlutverkum, lögfræðingsins Elle Woods sem hún gerði ódauðlega í Legally Blonde kvikmyndunum. Í þetta skiptið verður um að ræða sjónvarpsþætti. Bíó og sjónvarp 5. apríl 2024 11:19
Taylor Swift meðal 265 nýliða á milljarðamæringalista Forbes Tónlistarkonan Taylor Swift er meðal 265 nýliða á lista Forbes yfir milljarðamæringa heimsins í dollurum talið. Alls er nú 2.781 einstaklingur í heimunum sem á eignir metnar á meira en milljarð Bandaríkjadala. Viðskipti erlent 3. apríl 2024 08:10
Shakira hjólar í Barbie Kolumbíska poppstjarnan Shakira er ekki hrifin af Barbie-kvikmyndinni. Hún vill meina að myndin dragi úr karlmennsku og ræni karlmönnum möguleikanum á því að vera karlmenn. Lífið 2. apríl 2024 23:51
Freaks and Geeks-leikarinn Joe Flaherty látinn Bandaríski leikarinn og handritshöfundurinn Joe Flaherty er látinn. Hann varð 82 ára. Lífið 2. apríl 2024 23:30
Angie Harmon segir matvörusendil hafa drepið hundinn sinn Leikkonan Angie Harmon sakar matvörusendil frá dreifingarfyrirtækinu Instacart um að hafa skotið hund sinn til bana um helgina. Lífið 2. apríl 2024 17:47
Látinn aðeins 27 ára eftir mótorhjólaslys Chance Perdomo, leikari þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Gen V og The Chilling Adventures of Sabrina, lést í mótorhjólaslysi aðeins 27 ára að aldri. Lífið 30. mars 2024 23:17
Lizzo komin með nóg og hættir Tónlistarkonan Lizzo segist hætt og að sé komin með nóg af því að vera skotmark fyrir útlit sitt og karakter á netinu. Í færslu á Instagram-síðu sinni segir poppstjarnan að henni líði eins og heimurinn vilji ekkert með hana hafa. Lífið 30. mars 2024 13:22
Louis Gossett Jr. látinn Louis Gossett Jr., fyrsti svarti maðurinn til að hljóta Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki er látinn 87 ára að aldri. Lífið 30. mars 2024 10:25
Vekur athygli vegna fátíðra baðferða Enski þáttastjórnandinn Jonathan Ross vakti athygli í vikunni þegar hann sagði að það liði oft meira en vika milli baðferða hjá honum og eiginkonu hans. Þegar hann fari í frí baði hann sig enn sjaldnar. Lífið 29. mars 2024 18:57