Missti móður sína og systur sama daginn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. ágúst 2024 22:50 Mariah Carey. MYND/Cover Media Bæði móðir og systir bandarísku söngkonunnar Mariah Carey létust um helgina. Dánarorsök þeirra eru enn ókunn. Frá þessu greinir miðillinn People og hefur fregnirnar eftir yfirlýsingu Carey til miðilsins. „Hjarta mitt er brotið eftir að ég missti móður mína um helgina. Því miður, í sorglegri atburðarás, lét systir mín lífið sama dag,“ er haft eftir Carey. „Ég kann að meta þá ást og umhyggju sem mér hefur verið sýnd og næði á þessum óhugsandi tíma í mínu lífi.“ Eins og áður segir liggur ekki fyrir að svo stöddu hvað hafi hent þær Patriciu, móður Carey, og Alison, systur hennar, að svo stöddu. Patricia var óperusöngkona og gift Alfred Roy Carey, en þau skildu þegar Mariah var þriggja ára. Þau eignuðust saman þrjú börn, þau Mariah, Alison og soninn Morgan. Á síðari árum sneri Patricia sér að söngkennslu. Í umfjöllun People kemur fram að mæðgurnar Patricia og Mariah hafi átt í flóknu sambandi. Vísað er til orða Mariah í bók hennar frá árinu 2020, The Meaning of Mariah Carey. „Samband okkar er þyrnum stráð og einkennist af stolti, sársauka, sektarkennd, þakklæti, öfundsýki, aðdáun og vonbrigðum,“ skrifaði Carey. „Flókin ást tengir hjarta mitt við hjarta móður minnar.“ Sama hafi átt við um samband Carey við systurina Alison. Í sömu bók segir Carey að það hafi verið „öruggara, tilfinningalega og líkamlega, að hafa ekki samband“. Hollywood Bandaríkin Andlát Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Sjá meira
Frá þessu greinir miðillinn People og hefur fregnirnar eftir yfirlýsingu Carey til miðilsins. „Hjarta mitt er brotið eftir að ég missti móður mína um helgina. Því miður, í sorglegri atburðarás, lét systir mín lífið sama dag,“ er haft eftir Carey. „Ég kann að meta þá ást og umhyggju sem mér hefur verið sýnd og næði á þessum óhugsandi tíma í mínu lífi.“ Eins og áður segir liggur ekki fyrir að svo stöddu hvað hafi hent þær Patriciu, móður Carey, og Alison, systur hennar, að svo stöddu. Patricia var óperusöngkona og gift Alfred Roy Carey, en þau skildu þegar Mariah var þriggja ára. Þau eignuðust saman þrjú börn, þau Mariah, Alison og soninn Morgan. Á síðari árum sneri Patricia sér að söngkennslu. Í umfjöllun People kemur fram að mæðgurnar Patricia og Mariah hafi átt í flóknu sambandi. Vísað er til orða Mariah í bók hennar frá árinu 2020, The Meaning of Mariah Carey. „Samband okkar er þyrnum stráð og einkennist af stolti, sársauka, sektarkennd, þakklæti, öfundsýki, aðdáun og vonbrigðum,“ skrifaði Carey. „Flókin ást tengir hjarta mitt við hjarta móður minnar.“ Sama hafi átt við um samband Carey við systurina Alison. Í sömu bók segir Carey að það hafi verið „öruggara, tilfinningalega og líkamlega, að hafa ekki samband“.
Hollywood Bandaríkin Andlát Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Sjá meira