Lífið

Hand­tekinn í tengslum við and­lát Matthew Perry

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Matthew Perry var með mikið magn ketamíns í blóðinu þegar hann lést.
Matthew Perry var með mikið magn ketamíns í blóðinu þegar hann lést. Michael Buckner/Getty Images

Einstaklingur hefur verið handtekinn í suðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum í tengslum við andlát Hollywood leikarans Matthew Perry. Perry lést eftir að hann tók inn of stóran skammt af ketamíni.

Í umfjöllun NBC kemur fram að yfirvöld hafi haft til rannsóknar hvernig leikarinn hafi komist yfir efnið. Hann fannst látinn í sundlaug á heimili sínu þann 28. október í fyrra. Mikið magn ketamíns fannst í blóði leikarans, sem hafði hafið ketamínmeðferð einni og hálfri viku áður en hann lést.

Fram kom í skýrslu réttarlæknadeildar Los Angeles sýslu að ketamínið í blóði leikarans hefði ekki verið vegna þessarar meðferðar, þar sem helmingunartími ketamíns er ekki nema þrjár til fjórar klukkustundir. Það gefur til kynna að hann hafi innbyrt lyfið eftir að hann hafi tekið skammtinn sem honum var ráðlagt að taka af lækni.

Leikarinn var alla tíð opinskár um baráttu sína við áfengis-og vímuefnafíkn. Þegar hann lést hafði hann verið edrú í nítján mánuði. Algengt er að lögregla í Bandaríkjunum fylgi því eftir hvaðan fólk fékk efnin sem deyr úr ofskömmtun, að því er fram kemur í umfjöllun NBC.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.