Dagur og Aron mætast í kvöld og gætu mætt Íslandi Dagur Sigurðsson og Aron Kristjánsson, gömlu liðsfélagarnir úr íslenska handboltalandsliðinu, leiða saman hesta sína á HM í handbolta í kvöld þegar lið Króatíu og Barein hefja keppni. Handbolti 15. janúar 2025 10:31
Svona verður Ísland heimsmeistari Ísland hefur keppni á HM karla í handbolta á morgun og því löngu tímabært fyrir aðdáendur liðsins að fara fram úr sjálfum sér í vangaveltum um leiðina að heimsmeistaratitlinum. Handbolti 15. janúar 2025 09:03
Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Það verður ekki annað sagt en Danmörk, ríkjandi heimsmeistari, byrji HM karla í handbolta af krafti. Liðið skoraði 47 mörk gegn annars slöku liði Alsír. Handbolti 14. janúar 2025 21:17
Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti HM karla í handbolta hófst með tveimur leikjum. Ítalía vann þægilegan sigur á Túnis á meðan Frakkland fór létt með Katar. Handbolti 14. janúar 2025 18:47
Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Danski handboltasérfræðingurinn Rasmus Boysen hvetur fólk til að fylgjast sérstaklega vel með Viggó Kristjánssyni á heimsmeistaramótinu. Handbolti 14. janúar 2025 16:33
Utan vallar: Óróapúls óskast Jæja, nýtt ár og nýtt stórmót í handbolta. Strákarnir hefja leik á heimsmeistaramótinu á fimmtudaginn. Að baki eru tveir vináttulandsleikir gegn Svíþjóð en hvar stendur íslenska liðið eftir þá, svona korteri í mót? Handbolti 14. janúar 2025 09:02
Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Strákarnir okkar gætu enn þurft að glíma við landa sinn, Hafstein Óla Berg Ramos Rocha, í fyrsta leiknum á HM í handbolta. Hafsteinn hefur á ný verið kallaður inn í landsliðshóp Grænhöfðaeyja. Handbolti 14. janúar 2025 07:21
Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Alexander Blonz, markahæsti landsliðsmaður Noregs í handbolta á Ólympíuleikunum síðasta sumar sem og Evrópumótinu í ágúst, hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið. Handbolti 13. janúar 2025 22:45
Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Albin Lagergren var liði sænska handboltalandsliðsins í gær sem vann það íslenska í síðasta æfingaleik sínum fyrir heimsmeistaramótið í handbolta. Það munaði þó litlu að hann hefði aldrei fengið tækifæri til þess að spila á mótinu. Handbolti 12. janúar 2025 11:01
Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Ísland tapaði með tveimur mörkum í æfingaleik ytra gegn Svíþjóð, síðasta leik liðsins fyrir heimsmeistaramótið. Strákarnir okkar áttu erfitt uppdráttar sóknarlega, lentu langt eftir á í fyrri hálfleik og þurftu, þrátt fyrir betri spilamennsku í seinni hálfleik, að sætta sig við 26-24 tap. Handbolti 11. janúar 2025 16:31
„Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Íslenska karlalandsliðið í handbolta á að setja stefnuna á 8-liða úrslit, hið minnsta, á komandi heimsmeistaramóti samkvæmt fyrrum landsliðsmanni. Margt má taka út úr jafntefli við sterkt lið Svía í gær. Handbolti 11. janúar 2025 08:00
Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Króatía vann afar sannfærandi sigur á Slóveníu í vináttulandsleik í kvöld en bæði liðin eru að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið í handbolta seinna í þessum mánuði. Handbolti 10. janúar 2025 20:47
Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handknattleikssamband Grænhöfðaeyja hefur tilkynnt lokahóp sinn fyrir HM í handbolta og þar vantar okkar mann, Hafstein Óla Berg Ramos Rocha. Handbolti 10. janúar 2025 12:02
HM úr sögunni hjá Arnari Frey Línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson verður ekki með íslenska handboltalandsliðinu á HM vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í leiknum gegn Svíþjóð í gær. Handbolti 10. janúar 2025 10:30
„Það mikilvægasta sem við eigum“ Janus Daði Smárason segir íslenska landsliðið ávallt vera það sem er honum mikilvægast á ferlinum. Hann fagnaði þrítugsafmæli á dögunum en býr sig nú undir HM sem hefst í næstu viku. Handbolti 10. janúar 2025 10:01
Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur leik á HM í Zagreb næsta fimmtudagskvöld. Nýjar landsliðstreyjur úr smiðju Adidas eru enn ófáanlegar fyrir stuðningsmenn, og í versta falli fara treyjurnar ekki í sölu fyrr en eftir heimsmeistaramótið. Handbolti 10. janúar 2025 08:03
Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Íslenska karlalandsliðið í handbolta varð fyrir áfalli í kvöld þegar línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson meiddist í leik á móti Svíum. Handbolti 9. janúar 2025 22:01
Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Ísland og Svíþjóð skildu jöfn, 31-31, í fyrri vináttulandsleik þjóðanna í handbolta karla í kvöld. Leikið var í Kristianstad. Svíar tryggðu sér jafntefli með því að skora síðustu tvö mörk leiksins. Handbolti 9. janúar 2025 19:45
Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Henrik Møllgaard viðurkennir að Niklas Landin og Mikkel Hansen skilji eftir sig stór skörð í danska handboltalandsliðinu og talar um tómarúm í þeim efnum. Handbolti 9. janúar 2025 16:31
Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Króatar verða væntanlega mótherjar Íslands í milliriðli á HM í handbolta í þessum mánuði. Dagur Sigurðsson, þjálfari Króatíu, var vægast sagt óhress með lið sitt í gærkvöld. Handbolti 9. janúar 2025 14:00
Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Teiti Erni Einarssyni gefst stórt tækifæri á komandi heimsmeistaramóti að stimpla sig inn í íslenska landsliðið í fjarveru sveitungs síns Ómars Inga Magnússonar. Þetta er tækifæri sem Teitur hyggst grípa báðum höndum. Handbolti 9. janúar 2025 10:01
Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Bjarki Már Elísson var nokkuð hress þrátt fyrir örlitla þreytu fyrir landsliðsæfingu handboltalandsliðsins í gærmorgun. Hann er klár í slaginn fyrir komandi heimsmeistaramót. Handbolti 8. janúar 2025 14:31
Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Roland Valur Eradze verður markvarðaþjálfari íslenska karlalandsliðsins á komandi heimsmeistaramóti í handbolta. Hann snýr aftur í stöðuna eftir að hafa gegnt henni í þjálfaratíð Geirs Sveinssonar. Handbolti 8. janúar 2025 11:15
Meiðslin sett strik í undirbúning Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, kveðst bjartsýnn fyrir komandi verkefni. Ísland leikur tvo æfingaleiki við Svía í vikunni áður en keppni hefst á HM í næstu viku. Handbolti 7. janúar 2025 19:01
Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Slóvenar eru með okkur Íslendingum í riðli á HM í handbolta í þessum mánuði og þeir undirbúa sig meðal annars með leikjum við Katarbúa. Allt varð hins vegar vitlaust í æfingaleik þjóðanna í dag. Handbolti 7. janúar 2025 18:52
Frábærar fréttir fyrir Frakka Frakkar hafa endurheimt hægri skyttuna Dika Mem fyrir komandi átök á HM karla í handbolta sem hefst í næstu viku. Þónokkuð meiðslavesen hefur verið á franska hópnum. Handbolti 7. janúar 2025 12:02
Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Aron Pálmarsson, landsliðsmaður Íslands í handbolta, mun ekki spila með liðinu í riðlakeppninni á komandi heimsmeistaramóti vegna kálfameiðsla. Búist er við því að hann mæti til leiks í milliriðli. Handbolti 7. janúar 2025 11:07
„Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Viggó Kristjánsson verður í burðarhlutverki í íslenska landsliðinu á komandi heimsmeistaramóti í ljósi fjarveru Ómars Inga Magnússonar og í aðdraganda mótsins hefur mikið gengið á. Handbolti 6. janúar 2025 08:33
Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Þýskalands í handbolta, vill sjá lið sitt sýna á HM í þessum mánuði að verðlaunin á Ólympíuleikunum í París voru engin tilviljun. Hann segir Þýskaland með sterkasta liðið í sínum riðli. Handbolti 5. janúar 2025 13:48
Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Elvar Örn Jónsson, einn af burðarásum íslenska handboltalandsliðsins, vonast til þess að geta brátt tekið fullan þátt í lokaundirbúningnum fyrir HM. Hann er á toppi þýsku 1. deildarinnar með liði sínu Melsungen. Handbolti 5. janúar 2025 10:45
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti