„Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Valur Páll Eiríksson skrifar 24. janúar 2025 10:02 Viktor Gísli og Roland Eradze. Vísir/Vilhelm Roland Valur Eradze varð markvarðaþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta í aðdraganda HM. Hann hrósar Viktori Gísla Hallgrímssyni fyrir frammistöðu sína en þeir hafa þekkst um hríð. Roland tók við starfinu í aðdraganda móts en Ísland hefur ekki verið með eiginlegan sérhæfðan markvarðaþjálfara síðustu mót. Roland segist ekki hafa þurft að hugsa sig tvisvar um. „Hann (Snorri Steinn, landsliðsþjálfari) hafði samband fyrir Svíþjóðarleikina og spurði um aðstoð með markvörðunum. Ég þekkti Viktor, og þjálfaði hann hjá Fram, og má segja að hann hafi vaxið í mínum höndum. Það er gaman að vera hér og ég vonast til að vera lengi í þessu áfram,“ segir Roland sem lék með landsliðinu um nokkurra ára skeið, og var áður markvarðaþjálfari í þjálfaratíð Geirs Sveinssonar. Viktor Gísli Hallgrímsson hefur staðið sig gríðarvel á mótinu og var valinn maður leiksins eftir magnaðan leik við Slóveníu. Hann sagði Roland eiga töluvert í því. Roland Valur Eradze.Vísir/Vilhelm „Hann þekkir mig vel og veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang. Gerir þetta einfalt fyrir mig og ég á honum mikið að þakka,“ sagði Viktor Gísli um Roland eftir sigur Íslands á Slóveníu fyrir fjórum dögum síðan. Þeir hafa þekkst um hríð en Roland þjálfaði Viktor sem ungan mann hjá Fram. Þrátt fyrir að Viktor væri á barnsaldri sá Roland að þarna væri mikill efniviður. „Að sjálfsögðu sá ég það. Ég var í Fram að þjálfa yngri flokka. Hann var í fjórða flokki og ég tók hann beint upp í annan flokk vegna þess að hann var hæfileikaríkur strákur. Þú sérð núna, hann er einn besti markvörðurinn á þessu móti,“ segir Roland. „Það er kominn tími til að hann verði sá besti í heimi. Mér sýnist vera góðar aðstæður til þess núna. Ég vona að hann haldi áfram að spila vel á þessu móti,“ segir Roland enn fremur. Klippa: Segir Viktor Gísla eiga að verða þann besta í heimi Fleira kemur fram í viðtalinu við Roland sem má sjá, á ensku, í heild sinni í spilaranum. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Sjá meira
Roland tók við starfinu í aðdraganda móts en Ísland hefur ekki verið með eiginlegan sérhæfðan markvarðaþjálfara síðustu mót. Roland segist ekki hafa þurft að hugsa sig tvisvar um. „Hann (Snorri Steinn, landsliðsþjálfari) hafði samband fyrir Svíþjóðarleikina og spurði um aðstoð með markvörðunum. Ég þekkti Viktor, og þjálfaði hann hjá Fram, og má segja að hann hafi vaxið í mínum höndum. Það er gaman að vera hér og ég vonast til að vera lengi í þessu áfram,“ segir Roland sem lék með landsliðinu um nokkurra ára skeið, og var áður markvarðaþjálfari í þjálfaratíð Geirs Sveinssonar. Viktor Gísli Hallgrímsson hefur staðið sig gríðarvel á mótinu og var valinn maður leiksins eftir magnaðan leik við Slóveníu. Hann sagði Roland eiga töluvert í því. Roland Valur Eradze.Vísir/Vilhelm „Hann þekkir mig vel og veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang. Gerir þetta einfalt fyrir mig og ég á honum mikið að þakka,“ sagði Viktor Gísli um Roland eftir sigur Íslands á Slóveníu fyrir fjórum dögum síðan. Þeir hafa þekkst um hríð en Roland þjálfaði Viktor sem ungan mann hjá Fram. Þrátt fyrir að Viktor væri á barnsaldri sá Roland að þarna væri mikill efniviður. „Að sjálfsögðu sá ég það. Ég var í Fram að þjálfa yngri flokka. Hann var í fjórða flokki og ég tók hann beint upp í annan flokk vegna þess að hann var hæfileikaríkur strákur. Þú sérð núna, hann er einn besti markvörðurinn á þessu móti,“ segir Roland. „Það er kominn tími til að hann verði sá besti í heimi. Mér sýnist vera góðar aðstæður til þess núna. Ég vona að hann haldi áfram að spila vel á þessu móti,“ segir Roland enn fremur. Klippa: Segir Viktor Gísla eiga að verða þann besta í heimi Fleira kemur fram í viðtalinu við Roland sem má sjá, á ensku, í heild sinni í spilaranum.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Sjá meira