„Við sýndum karakter að koma til baka eftir erfiðar mínútur“ Arnar Pétursson, þjálfari Íslands, var svekktur eftir fjögurra marka tap gegn Ungverjum á heimavelli í umspili um laust sæti á HM 2023. Sport 8. apríl 2023 18:20
Steinunn: Verður áskorun að fara til Ungverjalands en það er allt hægt Íslenska landsliðið í handbolta tapaði gegn Ungverjum 21-25. Þetta var fyrri leikur liðanna í umspili um laust sæti á HM 2023. Steinunn Björnsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, var svekkt með niðurstöðuna en sá margt jákvætt og var bjartsýn fyrir seinni leikinn gegn Ungverjum. Sport 8. apríl 2023 18:08
Fjórar utan hóps gegn Ungverjum í dag Ísland mætir Ungverjalandi í undankeppni HM 2023 á Ásvöllum í dag. Handbolti 8. apríl 2023 14:19
Bjarki Már næstmarkahæstur þegar Veszprem tryggði sig í bikarúrslit Ungverska handboltastórveldið Veszprem er komið í úrslitaleik ungverska bikarsins eftir sigur á Tatabanya í undanúrslitum í dag. Handbolti 8. apríl 2023 13:36
„Vitum hvað við þurfum að gera til að stoppa þær“ Íslenska landsliðið í handbolta stendur í stórræðum þessa dagana þar sem liðið er í einvígi við Ungverjaland um laust sæti í lokamóti HM. Handbolti 8. apríl 2023 11:31
„Alveg ótrúlega nálægt því að komast á stórmót“ Íslenska kvennalandsliðið háir baráttu við það ungverska um að komast á lokamót HM í handbolta og hefst einvígið á heimaleik Íslands á Ásvöllum í dag. Handbolti 8. apríl 2023 08:00
Icelandair býður áhorfendum frítt á völlinn | „Þurfum á góðum stuðningi að halda“ Íslenska landsliðið í handbolta mætir Ungverjalandi í umspili um laust sæti á HM 2023. Leikurinn fer fram að Ásvöllum í Hafnarfirði á morgun og vonast landsliðsþjálfarinn eftir því að áhorfendur fylli kofann. Handbolti 7. apríl 2023 23:11
Mikilvægur sigur hjá Magdeburg í toppbaráttunni Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði tvö mörk fyrir Magdeburg í sigri liðsins gegn Bergischer í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag. Magdeburg á í harðri baráttu um þýska meistaratitilinn. Handbolti 6. apríl 2023 18:45
„Þyrfti eitthvað stórkostlegt að gerast ef þær eiga að fara að tapa rimmu“ Nöfnurnar Hrafnhildur Ósk Skúladóttir og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir voru gestir í síðasta hlaðvarpsþtti Kvennakastsins þar sem meðal annars var velt fyrir sér hvaða lið myndi fagna Íslandsmeistaratitlinum í Olís-deild kvenna í ár. Handbolti 6. apríl 2023 12:01
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Afturelding 30-37 | Fjórði deildarsigur Aftureldingar í röð Afturelding gerði góða ferð á Selfoss en liðið vann sannfærandi 30-37 þegar liðin áttust við í næststíðustu umferð Olís-deildar karla í handbolta í Set-höllinni í kvöld. Handbolti 5. apríl 2023 22:11
Umfjöllun: Stjarnan - Valur 37-32 | Fimmti tapleikur Vals í röð Stjarnan vann nokkuð sannfærandi fimm marka sigur á Val 37-32. Stjarnan endaði á að gera síðustu þrjú mörkin í fyrri hálfleik og gekk síðan frá Val í seinni hálfleik. Þetta var fimmti tapleikur Vals í röð. Handbolti 5. apríl 2023 21:55
„Við erum að hafa ógeðslega gaman að því að spila handbolta“ Árni Bragi Eyjólfsson gat gengið sáttur frá dagsverkinu eftir öruggan átta marka sigur Aftureldingar gegn Selfossi í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 30-38. Árni skoraði 13 mörk fyrir Mosfellinga og var langmarkahæsti maður vallarins. Handbolti 5. apríl 2023 21:35
„Áhyggjurnar liggja á mörgum stöðum“ Valur tapaði gegn Stjörnunni 37-32. Þetta var fimmta tap Vals í röð og Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, hafði áhyggjur af taphrinu Vals. Sport 5. apríl 2023 21:30
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - FH 26-37 | FH-ingar tryggðu sér annað sætið ÍR er í fallsæti á meðan FH er í baráttu um 2. sæti Olís-deildar karla. ÍR-ingar komast upp úr fallsæti með sigri svo lengi sem KA-menn vinna ekki Frammara á sama tíma. Handbolti 5. apríl 2023 21:08
Umfjöllun og viðtöl: KA - Fram 26-28 | Örlög KA-manna ráðast í lokaumferðinni KA misstókt að tryggja sæti sitt áfram í deild þeirra bestu á næstu leiktíð eftir 26-28 tap gegn Fram fyrir norðan nú kvöld. Heimamenn byrjuðu mun betur en tókst ekki að fylgja góðri byrjun eftir og Framarar unnu sætan sigur. KA er því einu stigi á undan ÍR fyrir lokaumferðina en annað þessara liða mun falla. Fram áfram í 4. sæti eftir sigurinn. Handbolti 5. apríl 2023 21:07
Umfjöllun: ÍBV - Haukar 37-24 | Eyjamenn sigldu Hauka í kaf ÍBV valtaði yfir Hauka, 37-24, þegar liðin leiddu saman hesta sína í næstsíðustu umferð Olís-deildar karla í handbolta í Íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum í kvöld. Handbolti 5. apríl 2023 20:54
Úrslitin standa og Grótta heldur enn í veika von um úrslitakeppnissæti HSÍ hafnaði í gær kröfum handknattleiksdeildar Hauka sem kærði framkvæmd leiks liðsins gegn Gróttu í Olís-deild karla í handbolta þann 23. mars síðastliðinn. Eins marks sigur Gróttu, 27-28, stendur því og liðið heldur enn í veika von um sæti í úrslitakeppninni. Handbolti 5. apríl 2023 13:30
Hrannar hættir hjá Stjörnunni: „Ekkert farinn að skoða önnur mál“ Hrannar Guðmundsson tilkynnti óvænt frá því fyrr í vikunni að hann myndi hætta sem þjálfari Stjörnunnar í Olís-deild kvenna í handbolta að yfirstandandi tímabili loknu. Hrannar átti eitt ár eftir af samningi sínum, en segir að nokkrar ástæður liggi að baki ákvarðarinnar. Handbolti 5. apríl 2023 12:46
Varð Evrópumeistari í hópfimleikum þegar handboltaferillinn var að hefjast Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir hefur verið einn albesti leikmaður Olís-deildar kvenna á tímabilinu og raðað inn mörkum fyrir ÍBV á leið liðsins að bikar- og deildarmeistaratitlum. Það var þó ekki alltaf víst að hún myndi velja handboltann. Handbolti 4. apríl 2023 23:29
Hrannar hættir hjá Stjörnunni Hrannar Guðmundsson, sem gert hefur góða hluti sem þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í handbolta í vetur, mun hætta með liðið í sumar þrátt fyrir að samningur hans hafi átt að gilda til ársins 2024. Handbolti 4. apríl 2023 15:30
Hetjan í bikarúrslitaleiknum framlengir við Aftureldingu Úkraínumaðurinn Igor Kopishinsky hefur framlengt samning sinn við bikarmeistara Aftureldingar til tveggja ára. Handbolti 4. apríl 2023 14:30
Einar „rekinn“ í beinni: „Bitnar á blóðþrýstingnum og röddinni“ Þáttastjórnandinn Svava Kristín Gretarsdóttir tilkynnti um það í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld að Einar Jónsson, einn af sérfræðingum hennar í þættinum, hefði verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Fram í handbolta. Handbolti 4. apríl 2023 13:30
Völdu besta leikmann Olís-deildarinnar: „Hún er ógeðslega góð“ Svava Kristín Gretarsdóttir og sérfræðingar Seinni bylgjunnar gerðu upp Olís-deildina 2022-23 og hituðu upp fyrir úrslitakeppnina. Handbolti 4. apríl 2023 11:30
Logi um mál Björgvins og Donna: „Mjög líklegt að hann fái bann eða sekt“ Mál Björgvins Páls Gústavssonar og Kristjáns Arnar Kristjánssonar var til umræðu í síðasta þætti Seinni bylgjunnar. Logi Geirsson telur líklegt að Björgvin Páll verði dæmdur í bann eða fái sekt fyrir að senda Donna, Kristjáni Erni, skilaboð deginum fyrir leik. Handbolti 4. apríl 2023 07:00
Einar mun stýra báðum meistaraflokkum Fram Einar Jónsson mun stýra Fram í bæði Olís deild karla í handbolta sem og Olís deild kvenna á næstu leiktíð. Frá þessu greindi félagið nú í kvöld. Handbolti 3. apríl 2023 23:31
Hafði litlar væntingar til Rúnars en segir hann nú hárrétta manninn Viggó Kristjánsson segir það hafa komið sér á óvart þegar Rúnar Sigtryggsson var ráðinn sem þjálfari hans hjá þýska handknattleiksliðinu Leipzig. Hann hafi ekkert vitað við hverju mætti búast við af Rúnari en er hæstánægður undir hans stjórn og ákvað að skrifa undir nýjan samning við félagið. Handbolti 3. apríl 2023 13:30
Fékk batakveðjur frá Arnari nokkrum dögum áður en hann hvarf Kristján Örn Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, hefur hugsað mikið til síns gamla þjálfara Arnars Gunnarssonar undanfarið eftir að Arnar hvarf. Handbolti 3. apríl 2023 08:00
Krufði stóra SMS málið: „Finnst hann fara algjörlega yfir strikið“ Handboltasérfræðingurinn Theodór Ingi Pálmason, Teddi Ponza, var á línunni í síðasta hlaðvarpsþætti Handkastsins þar sem hann fór ítarlega yfir það sem hefur gengið á á milli Björgvins Páls Gústavssonar og Kristjáns Arnar Kristjánssonar undanfarna daga. Handbolti 3. apríl 2023 07:00
Kiel á toppinn eftir sigur á Íslendingaliðinu Stórlið Kiel er komið á topp þýsku úrvalsdeildinnar í handknattleik eftir sigur á lærisveinum Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach í dag. Handbolti 2. apríl 2023 15:52
Magdeburg mistókst að ná toppsætinu Melsungen tók á móti Magdeburg í Íslendingaslag í þýska handboltanum í dag. Magdeburg tryggði sér stig með marki úr vítakasti eftir að leiktíminn var liðinn. Handbolti 2. apríl 2023 14:02