Hjólar í Þóri og sakar hann um móðursýki Aron Guðmundsson skrifar 17. október 2023 14:28 Norski blaðamaðurinn Leif Welhaven sakar Þóri Hergeirsson, landsliðsþjálfara norska kvennalandsliðsins í handbolta um móðursýki Vísir/Samsett mynd Norski blaðamaðurinn Leif Welhaven er allt annað ánægður með þá stefnu sem Þórir Hergeirsson, landsliðsþjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, hefur sett fyrir sitt lið í aðdraganda HM í handbolta sem hefst í næsta mánuði. Síðan Þórir tók við norska liðinu árið 2008 hefur hann stýrt því til sigurs á níu stórmótum. Hann er sigursælasti landsliðsþjálfari handboltasögunnar en kvennalandslið Noregs er bæði ríkjandi Evrópu- og heimsmeistari. Þórir Hergeirsson er titlaóður þjálfari. Saga hans með norska landsliðið talar sínu máli.Vísir/Getty Nú á dögunum var greint frá því í norskum miðlum að leikmönnum norska kvennalandsliðsins í handbolta hefði verið meinað að veita eiginhandaráritanir og taka svokallaðar sjálfsmyndir (e.selfies) með aðdáendum sínum í kringum leiki liðsins á næstunni.. Reglurnar hafa nú þegar tekið gildi og verða við lýði hið minnsta fram yfir heimsmeistaramótið í handbolta sem hefst í næsta mánuði í Noregi, Danmörku og Svíþjóð en þar á norska landsliðið heimsmeistaratitil að verja. Með því að takmarka nánd leikmanna við stuðningsmenn vilja Þórir Hergeirsson, og aðrir sem standa að baki norska landsliðinu, lágmarka líkurnar á því að leikmenn liðsins smitist af veirum á borð við nóróveiruna og kórónuveiruna. Þórir segist, í samtali við VG, skilja að margir ungir stuðningsmenn liðsins muni sitja eftir með sárt ennið vegna þessara reglna. „Ég veit að þessi ákvörðun mun orka tvímælis en þið verðið bara að fyrirgefa mér. Ég er við stjórnvölinn. Það mun enginn finna til með mér ef leikmenn veikjast og við dettum út á HM.“ Með þessu vilji forráðamenn liðsins ekki sýnast glíma við móðursýki en það er akkúrat það sem norski blaðamaðurinn Leif Welhaven sakar Þóri um í grein sem birtist á vef VG í Noregi. „Móðursjúkur Hergeirsson“ Í inngangi greinarinnar beinir Leif orðum sínum að leikmönnum norska kvennalandsliðsins sem hafa gengið í gegnum sigursæl ár undanfarið. Leikmenn liðsins ættu ekki að taka stuðningnum og áhuganum á liðinu sem gefnum hlut. Bann við sjálfsmyndum með stuðningsmönnum og eiginhandaráritunum geti gert meiri skaða en gagn. Leif rifjar upp eina sterkustu minningu sína úr æsku er hann fékk eiginhandaráritun frá hetjunni sinni, Rússanum Sergej Lomanov sem gerði garðinn frægan sem atvinnumaður í bandý. Svona stundir gefi ungum aðdáendum og iðkendum oft meira en fólk almennt heldur. „Nú hefur Þórir Hergeirsson ákveðið að börnin muni verða fyrir vonbrigðum. Öll.“ Þórir eigi að sjálfsögðu rétt á því að taka þessa tilteknu ákvörðun. „En er hún skynsöm, nauðsynleg og áhættunnar virði?“ og vitnar Leif þar í ummæli liðslæknis norska landsliðsins sem birtist hjá VG þar sem að hún segir hættu á sýkingu mjög litla fyrir leikmenn. „Það má vel vera að afleiðing þessarar ákvörðunar leiði til þess að líkurnar á því að leikmenn smitist verði minni en handboltahöllin er hvort sem er ekki öll sótthreinsuð í þaula og því er möguleikinn á því að smitast enn fyrir hendi,“ skrifar Leif í grein sinni á VG. Mynd: EPA Þetta snúist því um hvort það sé virkilega vonbrigðanna virði, er varðar unga fólkið, að halda þessum reglum til streitu. Stór hluti af því að stunda íþróttir á hæsta gæðastigi sé að kveikja neista, skapa gleði- og samverustundir. „Í íþrótt sem fyrst og fremst skín á stóra sviðinu einu sinni á ári mun heimsmeistaramót á heimavelli snúast um miklu meira en bara úthlutun verðlauna. Þetta snýst einnig um upplifun. Ég er hræddur um að Hergeirsson muni sakna þess. Auðvitað er mikilvægt að vera heilbrigður en línan sem nú hefur verið dregin minnir helst á móðursýki.“ Noregur HM karla í handbolta 2023 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Síðan Þórir tók við norska liðinu árið 2008 hefur hann stýrt því til sigurs á níu stórmótum. Hann er sigursælasti landsliðsþjálfari handboltasögunnar en kvennalandslið Noregs er bæði ríkjandi Evrópu- og heimsmeistari. Þórir Hergeirsson er titlaóður þjálfari. Saga hans með norska landsliðið talar sínu máli.Vísir/Getty Nú á dögunum var greint frá því í norskum miðlum að leikmönnum norska kvennalandsliðsins í handbolta hefði verið meinað að veita eiginhandaráritanir og taka svokallaðar sjálfsmyndir (e.selfies) með aðdáendum sínum í kringum leiki liðsins á næstunni.. Reglurnar hafa nú þegar tekið gildi og verða við lýði hið minnsta fram yfir heimsmeistaramótið í handbolta sem hefst í næsta mánuði í Noregi, Danmörku og Svíþjóð en þar á norska landsliðið heimsmeistaratitil að verja. Með því að takmarka nánd leikmanna við stuðningsmenn vilja Þórir Hergeirsson, og aðrir sem standa að baki norska landsliðinu, lágmarka líkurnar á því að leikmenn liðsins smitist af veirum á borð við nóróveiruna og kórónuveiruna. Þórir segist, í samtali við VG, skilja að margir ungir stuðningsmenn liðsins muni sitja eftir með sárt ennið vegna þessara reglna. „Ég veit að þessi ákvörðun mun orka tvímælis en þið verðið bara að fyrirgefa mér. Ég er við stjórnvölinn. Það mun enginn finna til með mér ef leikmenn veikjast og við dettum út á HM.“ Með þessu vilji forráðamenn liðsins ekki sýnast glíma við móðursýki en það er akkúrat það sem norski blaðamaðurinn Leif Welhaven sakar Þóri um í grein sem birtist á vef VG í Noregi. „Móðursjúkur Hergeirsson“ Í inngangi greinarinnar beinir Leif orðum sínum að leikmönnum norska kvennalandsliðsins sem hafa gengið í gegnum sigursæl ár undanfarið. Leikmenn liðsins ættu ekki að taka stuðningnum og áhuganum á liðinu sem gefnum hlut. Bann við sjálfsmyndum með stuðningsmönnum og eiginhandaráritunum geti gert meiri skaða en gagn. Leif rifjar upp eina sterkustu minningu sína úr æsku er hann fékk eiginhandaráritun frá hetjunni sinni, Rússanum Sergej Lomanov sem gerði garðinn frægan sem atvinnumaður í bandý. Svona stundir gefi ungum aðdáendum og iðkendum oft meira en fólk almennt heldur. „Nú hefur Þórir Hergeirsson ákveðið að börnin muni verða fyrir vonbrigðum. Öll.“ Þórir eigi að sjálfsögðu rétt á því að taka þessa tilteknu ákvörðun. „En er hún skynsöm, nauðsynleg og áhættunnar virði?“ og vitnar Leif þar í ummæli liðslæknis norska landsliðsins sem birtist hjá VG þar sem að hún segir hættu á sýkingu mjög litla fyrir leikmenn. „Það má vel vera að afleiðing þessarar ákvörðunar leiði til þess að líkurnar á því að leikmenn smitist verði minni en handboltahöllin er hvort sem er ekki öll sótthreinsuð í þaula og því er möguleikinn á því að smitast enn fyrir hendi,“ skrifar Leif í grein sinni á VG. Mynd: EPA Þetta snúist því um hvort það sé virkilega vonbrigðanna virði, er varðar unga fólkið, að halda þessum reglum til streitu. Stór hluti af því að stunda íþróttir á hæsta gæðastigi sé að kveikja neista, skapa gleði- og samverustundir. „Í íþrótt sem fyrst og fremst skín á stóra sviðinu einu sinni á ári mun heimsmeistaramót á heimavelli snúast um miklu meira en bara úthlutun verðlauna. Þetta snýst einnig um upplifun. Ég er hræddur um að Hergeirsson muni sakna þess. Auðvitað er mikilvægt að vera heilbrigður en línan sem nú hefur verið dregin minnir helst á móðursýki.“
Noregur HM karla í handbolta 2023 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira