Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

„Þetta svíður svaka­lega“

Guðmundur Guðmundsson var ekki sáttur með sóknarleik sinna manna í tveggja marka tapi gegn Sviss á HM í handbolta í dag. Hann sagði að mörg smáatriði hafi ekki fallið með Íslandi sem hafi á endanum leitt til þess að liðið tapaði leiknum.

Handbolti
Fréttamynd

Unun að horfa á þessa baráttu

„Þetta svíður alveg svakalega,“ sagði Ýmir Örn Gíslason, gráti nær eftir frábæran varnarleik gegn Andy Schmid og félögum í svissneska landsliðinu í dag, sem dugði ekki til. Sviss vann 20-18 sigur og Ísland er því enn með tvö stig eftir þrjá leiki í milliriðlakeppninni á HM.

Handbolti
Fréttamynd

„Ekkert gruggugt í gangi“

„Það er í rauninni ekkert gruggugt í gangi,“ segir Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, sem hefur nú tjáð sig eftir að Tomas Svensson gaf í skyn að eitthvað annað en meiðsli hefði ráðið því að hann færi ekki með Íslandi á HM í Egyptalandi.

Handbolti
Fréttamynd

Gummi lá yfir gamla lærisveininum í alla nótt

„Andy Schmid er náttúrulega frábær leikmaður og einn sá besti sem ég hef nokkurn tímann þjálfað. Ég veit alveg hvað hann getur og allir leikmennirnir mínir líka. Það verður hörkuverkefni að eiga við hann.“

Handbolti
Fréttamynd

Dagur með Japan á ókunnum slóðum

Dagur Sigurðsson er kominn með Japan í milliriðla á HM í handbolta í Egyptalandi. Það sem meira er, liðið tekur þangað með sér eitt stig eftir jafntefli við Króatíu.

Handbolti
Fréttamynd

Vinnum Sviss og Frakkland eða Noreg

Sérfræðingarnir í Sportinu í dag voru sammála um að Ísland ætti að vinna Sviss í milliriðlinum á HM í handbolta, en ósammála um möguleika liðsins gegn Frakklandi og Noregi.

Handbolti
Fréttamynd

„Trúnaðarbrestur hjá Tomasi Svensson“

Jóhann Gunnar Einarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson furða sig á ummælum Tomasar Svensson, markvarðaþjálfara íslenska handboltalandsliðsins, um meiðsli Arons Pálmarssonar sem er ekki með á HM í Egyptalandi.

Handbolti