Ísland einn fimm fastagesta en er í þriðja styrkleikaflokki Sindri Sverrisson skrifar 3. maí 2021 16:25 Ísland vann Danmörku í fyrsta leik á síðasta EM, árið 2020, og endaði á að skilja Dani eftir í riðlakeppninni. EPA/ANDREAS HILLERGREN Íslenska karlalandsliðið í handbolta verður á meðal þeirra 24 liða sem spila á EM í janúar á næsta ári, sem fram fer í Slóvakíu og Ungverjalandi. Ísland verður í næstneðsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla. Ísland hefur verið með á EM samfleytt frá árinu 2000 og verður því með á EM tólfta skiptið í röð. Aðeins fjórar aðrar þjóðir geta státað sig af því sama. Króatía, Frakkland og Spánn hafa alltaf verið með á EM, frá fyrsta mótinu árið 1994, og Danmörk líkt og Ísland alltaf frá árinu 2000. Dregið verður í riðla á fimmtudaginn og verður Ísland í þriðja styrkleikaflokki. Tapið gegn Litáen í síðustu viku hafði mikið um það að segja en með sigri hefði Ísland endað efst í sínum undanriðli í stað þess að enda fyrir neðan Portúgal, og komist í annan styrkleikaflokk. Það er reyndar huggun harmi gegn að Ísland er í sama styrkleikaflokki og Frakkland og getur því ekki lent í riðli með Frökkum. Leikið verður í sex fjögurra liða riðlum á EM í janúar, eins og gert var í fyrsta sinn á síðasta EM, þar sem tvö efstu lið komast áfram í milliriðla. Styrkleikaflokkarnir fyrir EM-dráttinn á fimmtudag: Flokkur 1: Spánn, Króatía, Noregur, Slóvenía, Þýskaland, Portúgal. Flokkur 2: Svíþjóð, Ungverjaland, Rússland, Danmörk, Serbía, Austurríki. Flokkur 3: Slóvakía, Hvíta-Rússland, Ísland, Tékkland, Frakkland, Norður-Makedónía. Flokkur 4: Holland, Svartfjallaland, Úkraína, Pólland, Bosnía, Litáen. Þó að ekki verði dregið fyrr en á fimmtudaginn er búið að velja eitt lið í hvern riðil á EM. Þar af eru gestgjafarnir tveir en svo aðrar fjórar þjóðir sem EHF velur af markaðslegum ástæðum. Króatía verður í A-riðli í Szeged, Ungverjaland í B-riðli í Búdapest, Slóvenía í C-riðli í Debrecen, Þýskaland í D-riðli í Bratislava, Tékkland í E-riðli í Bratislava og Slóvakía í F-riðli í Kosice. Spánn er ríkjandi Evrópumeistari eftir mótið sem fram fór í Svíþjóð, Noregi og Austurríki árið 2020. Ísland endaði þar í 11. sæti. EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Ísrael 39-29 | Annar tíu marka sigur á Ísraelum Ísland vann stórsigur á Ísrael, 39-29, í lokaleik sínum í riðli 4 í undankeppni EM 2022 á Ásvöllum í dag. 2. maí 2021 17:49 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Sjá meira
Ísland hefur verið með á EM samfleytt frá árinu 2000 og verður því með á EM tólfta skiptið í röð. Aðeins fjórar aðrar þjóðir geta státað sig af því sama. Króatía, Frakkland og Spánn hafa alltaf verið með á EM, frá fyrsta mótinu árið 1994, og Danmörk líkt og Ísland alltaf frá árinu 2000. Dregið verður í riðla á fimmtudaginn og verður Ísland í þriðja styrkleikaflokki. Tapið gegn Litáen í síðustu viku hafði mikið um það að segja en með sigri hefði Ísland endað efst í sínum undanriðli í stað þess að enda fyrir neðan Portúgal, og komist í annan styrkleikaflokk. Það er reyndar huggun harmi gegn að Ísland er í sama styrkleikaflokki og Frakkland og getur því ekki lent í riðli með Frökkum. Leikið verður í sex fjögurra liða riðlum á EM í janúar, eins og gert var í fyrsta sinn á síðasta EM, þar sem tvö efstu lið komast áfram í milliriðla. Styrkleikaflokkarnir fyrir EM-dráttinn á fimmtudag: Flokkur 1: Spánn, Króatía, Noregur, Slóvenía, Þýskaland, Portúgal. Flokkur 2: Svíþjóð, Ungverjaland, Rússland, Danmörk, Serbía, Austurríki. Flokkur 3: Slóvakía, Hvíta-Rússland, Ísland, Tékkland, Frakkland, Norður-Makedónía. Flokkur 4: Holland, Svartfjallaland, Úkraína, Pólland, Bosnía, Litáen. Þó að ekki verði dregið fyrr en á fimmtudaginn er búið að velja eitt lið í hvern riðil á EM. Þar af eru gestgjafarnir tveir en svo aðrar fjórar þjóðir sem EHF velur af markaðslegum ástæðum. Króatía verður í A-riðli í Szeged, Ungverjaland í B-riðli í Búdapest, Slóvenía í C-riðli í Debrecen, Þýskaland í D-riðli í Bratislava, Tékkland í E-riðli í Bratislava og Slóvakía í F-riðli í Kosice. Spánn er ríkjandi Evrópumeistari eftir mótið sem fram fór í Svíþjóð, Noregi og Austurríki árið 2020. Ísland endaði þar í 11. sæti.
Styrkleikaflokkarnir fyrir EM-dráttinn á fimmtudag: Flokkur 1: Spánn, Króatía, Noregur, Slóvenía, Þýskaland, Portúgal. Flokkur 2: Svíþjóð, Ungverjaland, Rússland, Danmörk, Serbía, Austurríki. Flokkur 3: Slóvakía, Hvíta-Rússland, Ísland, Tékkland, Frakkland, Norður-Makedónía. Flokkur 4: Holland, Svartfjallaland, Úkraína, Pólland, Bosnía, Litáen.
EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Ísrael 39-29 | Annar tíu marka sigur á Ísraelum Ísland vann stórsigur á Ísrael, 39-29, í lokaleik sínum í riðli 4 í undankeppni EM 2022 á Ásvöllum í dag. 2. maí 2021 17:49 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Ísrael 39-29 | Annar tíu marka sigur á Ísraelum Ísland vann stórsigur á Ísrael, 39-29, í lokaleik sínum í riðli 4 í undankeppni EM 2022 á Ásvöllum í dag. 2. maí 2021 17:49