Gísli og Henning tryggðu sér sigur í rigningunni Gísli Sveinbergsson og Henning Darri Þórðarson, báðir úr GK, fögnuðu sigri í unglingaflokkum drengja á Íslandsmótinu í höggleik sem lauk á Kiðjabergsvelli í kvöld. Gísli sigraði í flokki drengja 15-16 ára en Henning í flokki 14 ára og yngri. Golf 22. júlí 2012 22:30
Ernie Els sigraði á Opna breska Suður-Afríkumaðurinn Ernie Els sigraði á Opna breska meistaramótinu í golfi sem lauk á Royal Lytham & St. Annes vellinum í dag. Golf 22. júlí 2012 17:34
Guðrún Brá og Ragnar Már Íslandsmeistarar unglinga í höggleik Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK, Ragnhildur Kristinsdóttir GR, Saga Traustadóttir GR og Ragnar Már Garðarsson GKG urðu í dag Íslandsmeistarar í flokkum sínum á Íslandsmótinu í höggleik sem fram fór á Kiðjabergsvelli um helgina. Golf 22. júlí 2012 17:26
Tevez var kylfusveinn fyrir Andres Romero á opna breska Carlos Tevez, leikmaður Manchester City, nýtur þess að vera í fríi frá knattspyrnu og tók uppá því að vera kylfusveinn fyrir landa sinn Andres Romero á Opna breska meistaramótinu í golfi um helgina. Golf 22. júlí 2012 14:30
Ólafía Þórunn og Signý meðal efstu í Silkeborg Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR og Signý Arnórsdóttir GK komust báðar í gegnum niðurskurðinn á Dilac-mótinu en keppt er í Silkeborg í Danmörku. Berglind Björnsdóttir GR náði ekki í gegnum niðurskurðinn. Golf 22. júlí 2012 09:03
Guðrún Brá og Ragnar Már leiða fyrir lokadaginn á Íslandsmóti unglinga Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK og Ragnar Már Garðarsson úr GKG hafa forystu fyrir lokahringinn á Íslandsmóti unglinga í höggleik en leikið er á Kiðjabergsvelli. Keppendur voru ræstir út snemma í morgun vegna slæmrar veðurspár og náðu flestir keppendur að ljúka leik við sómasamleg veðurskilyrði. Golf 21. júlí 2012 22:15
Góð forysta Adam Scott fyrir lokahringinn Ástralinn Adam Scott hefur fjögurra högga forskot fyrir lokahringinn á opna breska meistaramótinu í golfi. Golf 21. júlí 2012 19:26
Ragnhildur og Nökkvi Íslandsmeistarar Ragnhildur Sigurðardóttir GR og Nökkvi Gunnarsson NK tryggðu sér í dag Íslandsmeistaratitil í meistaraflokkum karla og kvenna á Icelandair 35 ára og eldri sem fram fór í Vestmannaeyjum um helgina. Golf 21. júlí 2012 15:17
Snedeker efstur þegar keppni er hálfnuð | Tiger í góðum málum Bandaríkjamaðurinn Brandt Snedeker er efstur þegar keppni er hálfnuð á opna breska meistaramótinu í golfi. Hann er á 10 höggum undir pari vallar. Ástralinn Adam Scott er annar, einu höggi á eftir, og Bandaríkjamaðurinn Tiger Woods er þriðji á 6 höggum undir pari. Golf 20. júlí 2012 20:32
Mickelson komst ekki í gegnum niðurskurðinn Phil Mickelson komst ekki í gegnum niðurskurðinn á opna breska meistaramótinu í golfi að loknum öðrum keppnisdegi af alls fjórum. Mickelson, sem hefur sigrað á fjórum stórmótum, lék á 78 höggum og alls var hann á 11 höggum yfir pari eftir 36 höggum. Golf 20. júlí 2012 20:00
Guðrún Brá bætti vallarmetið á Kiðjabergsvelli Í dag var leikin fyrsti hringurinn af þremur á Íslandsmóti unglinga en leikið er á Kiðjabergsvelli við frábærar aðstæður. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK lék fyrsta hringinn á 69 höggum, eða 2 höggum undir pari vallar. Hallgrímur Júlíusson úr GV er efstur í 17-18 ára flokki pilta en hann lék á einu höggi yfir pari eða 72 höggum. Golf 20. júlí 2012 19:30
Scott leiðir að loknum fyrsta hring | Tiger í ágætum málum Ástralski kylfingurinn Adam Scott hefur eins höggs forskot að loknum fyrsta hring á Opna breska meistaramótinu í golfi sem hófst á Royal Lytham & St Annes golfvellinum í Englandi í dag. Golf 19. júlí 2012 21:00
Stór keppnishelgi í íslenska golfinu | 400 kylfingar taka þátt Þrjú stór mót fara fram á vegum Golfsambands Íslands um helgina og er samanlagður fjöldi keppenda um 400. Íslandsmót unglinga í höggleik fer fram á Kiðjabergsvelli og eru þar 150 kylfingar sem taka þátt í mótinu. Leiknir verða þrír hringir og hefst mótið á morgun og lýkur á sunnudag. Leikið verður á Áskorendamótaröðinni á Svarfhólsvelli á Selfossi og eru þar um 100 kylfingar skráðir til leiks. Golf 19. júlí 2012 13:30
Adam Scott á besta skori dagsins | Tiger líklegur til afreka Adam Scott frá Ástralíu er á besta skori dagsins á opna breska meistaramótinu í golfi sem hófst í morgun á Royal Lytham & St. Annes. Scott lék á 6 höggum undir pari vallar eða 64 höggum. Paul Lawrie frá Skotland er á 5 höggum undir pari eða 65 höggum. Tiger Woods hefur leikið 14 holur þegar þetta er skrifað og er hann á 4 höggum undir pari og Zach Johnson er á -6 en hann hefur leikið 6 holur. Golf 19. júlí 2012 12:45
Clarke á titil að verja en Tiger þykir líklegastur Opna breska meistaramótið í golfi hefst í dag og að þessu sinni fer þetta stórmót fram á Royal Lytham & Annes vellinum á Englandi. Samkvæmt venju fer mótið fram á strandvelli eða "linksvelli" og er þetta í 141. skipti sem mótið fer fram. Golf 19. júlí 2012 08:00
Phil Mickelson á enn eftir að landa sigri á opna breska Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson hefur á undanförnum tveimur áratugum verið í fremstu röð í heiminum en hann á enn eftir að ná þeim áfanga að landa sigri á opna breska meistaramótinu. Mickelson hefur sigrað þrívegis á Mastersmótinu, einu sinni á PGA meistaramótinu auk 40 sigra á PGA mótaröðinni. Golf 18. júlí 2012 10:00
Gullbjörninn hefur enn trú á því að Tiger jafni metið Bandaríski kylfingurinn Jack Nicklaus á met sem margir telja að verði aldrei bætt. Nicklaus sigraði á 18 stórmótum á löngum ferli sínum og hann var 46 ára þegar hann náði þeim 18. á Mastersmótinu árið 1986. Nicklaus segir að samkeppnin sé mun meiri hjá bestu kylfingum heims í dag og það verði erfitt fyrir Tiger Woods að ná að jafna metið, en hann hefur sigrað á 14 stórmótum á ferlinum. Golf 17. júlí 2012 16:30
Woods mættur til Englands | býst við erfiðum aðstæðum Tiger Woods er mættur til Englands þar sem hann undirbýr sig fyrir opna breska meistaramótið sem hefst á fimmtudaginn á Royal Lytham vellinum á Englandi. Bandaríski kylfingurinn, sem hefur sigrað á 14 stórmótum á ferlinum sagði eftir fyrsta æfingahringinn að karginn utan brautar væri gríðarlega erfiður á vellinum og á nokkrum stöðum væri ekki hægt að leika boltanum úr slíkri stöðu. Golf 16. júlí 2012 10:45
Johnson tryggði sér sigur eftir bráðabana Bandaríski kylfingurinn Zach Johnson fagnaði sigri á John Deere meistaramótinu á PGA mótaröðinni í golfi í gær. Johnnson hafði betur gegn landa sínum Troy Matteson í bráðabana en þeir voru báðir 20 höggum undir pari að loknum 72 holum. Golf 16. júlí 2012 09:00
Enginn yfirburðamaður á Íslandi Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari í golfi, segir jákvæða þróun vera í íslenska golfinu. Það sé ekki lengur einn yfirburðamaður á landinu og breiddin sé orðin það mikil að menn þurfi að vera á tánum til þess að fá sæti í landsliðinu. Golf 16. júlí 2012 06:00
Íslenska golflandsliðið fer ekki á EM Íslenska landsliðið í golfi náði ekki að tryggja sér þátttökurétt á EM í golfi en forkeppni mótsins lauk á Hvaleyrarvelli í dag. Golf 14. júlí 2012 16:09
Golflandsliðið í erfiðum málum Íslenska karlalandsliðið í golfi er að missa af lestinni í baráttu um laust sæti á EM á næsta ári. Íslenska liðið er tólf höggum frá sæti í mótinu en annar dagur undankeppninnar fór fram í dag. Golf 13. júlí 2012 16:00
Ísland í 3.-4. sæti að loknum fyrsta hring Íslenska karlalandsliðið í golfi hefur lokið leik á fyrsta degi í undankeppni Evrópumóts áhugamanna sem leikin er á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Golf 12. júlí 2012 16:07
Þúsundkallar í vasa Stefáns og Þórðar Atvinnukylfingarnir Stefán Már Stefánsson og Þórður Rafn Gissurarson, báðir úr Golfklúbbi Reykjavíkur, hafa lokið keppni á Bayreuth Open mótinu í Þýskalandi. Mótið er hluti af EPD mótaröðinni. Golf 11. júlí 2012 15:21
Stefán Már og Þórður Rafn í gegnum niðurskurðinn Atvinnukylfingarnir Stefán Már Stefánsson og Þórður Rafn Gissurarson, báðir úr Golfklúbbi Reykjavíkur, komust í gegnum niðurskurðinn á Bayreuth Open mótinu í Þýskalandi en mótið er hluti af EPD mótaröðinni. Golf 10. júlí 2012 22:22
Choi fagnaði sigri á Opna bandaríska Choi Na-yeon vann í kvöld sigur á opna bandaríska meistaramótinu í golfi kvenna sem fór fram í Wisconsin-fylki um helgina. Þetta er hennar fyrsti sigur á stórmóti. Golf 8. júlí 2012 22:48
Kristján vann í Hvaleyrinni eftir dramatískan bráðabana | Ólafur Björn á -25 Meistaramótum golfklúbba lauk víða í gær. Kristján Þór Einarsson vann hjá GK eftir bráðabana og vallarmet. Úrslit í meistaraflokki karla hjá GR réðust einnig í bráðabana. Golf 8. júlí 2012 13:31
Woods féll úr leik Tiger Woods komst ekki í gegnum niðurskurðinn á móti á PGA-mótaröðinni sem nú stendur yfir í Vestur-Virgínufylki í Bandaríkjunum. Golf 7. júlí 2012 17:03
Gott skor á meistaramótunum | Rúnar lék 24 holur 10 höggum undir pari Meistaramót stærstu golfklúbba landsins standa nú sem hæst og er keppni hálfnuð hjá flestum þeirra. Úrslitin ráðast á laugardaginn þegar lokahringurinn fer fram. Skor kylfinga er mjög gott, og efstu kylfingar eru allir töluvert undir pari, enda hefur veðrið leikið við keppendur það sem af er. Golf 6. júlí 2012 11:30
Woods tók fram úr Nicklaus Tiger Woods sigraði á AT&T mótinu á Congressional-vellinum sem lauk í Los Angeles í gær. Woods komst með sigrinum upp fyrir Jack Nicklaus með næstflesta sigra á PGA-mótaröðinni frá upphafi. Golf 2. júlí 2012 06:00