Frjálsar íþróttir

Frjálsar íþróttir

Fréttamynd

Einar Daði í níunda sæti eftir fyrri daginn

ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson endaði fyrri dag tugþrautarkeppninnar á Evrópumótinu í frjálsum með því að ná góðu 400 metra hlaupi. Einar Daði hljóp 400 metrana á 49.07 sekúndum og er í 9. sæti eftir fyrri daginn.

Sport
Fréttamynd

Tárin féllu þegar ellefu ára heimsmet Seberle var slegið

Tugþrautarkappinn Asthon Eaton hneig til jarðar og grét gleðitárum þegar hann kom í mark í 1500 metra hlaupinu á bandaríska úrtökumótinu fyrir Ólympíuleikana í London. Heimsmetið í tugþraut, sem verið hafði í eigu Tékkans Romans Seberle í ellefu ár, var hans.

Sport
Fréttamynd

Matthildur Ylfa vann brons á EM fatlaðra

Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir vann fyrstu verðlaun Íslands á EM fatlaðra í Stadskanaal í Hollandi í dag þegar hún krækti í bronsverðlaun í langstökki. Matthildur Ylfa hafði fyrr um daginn endaði í 8. sæti í 200 metra hlaupi.

Sport
Fréttamynd

Stefnir aftur á úrslitin á EM

Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir er að fara að keppa á sínu sjötta stórmóti á Evrópumótinu í Helsinki sem hefst á morgun. Hún á góðar minningar frá Evrópumótinu í Barcelona fyrir tveimur árum þegar hún komst í úrslitin og náði að lokum tíunda sætinu. "Snýst um að hafa hausinn í lagi, " segir Ásdís.

Sport
Fréttamynd

Ingeborg bætti Íslandsmet fatlaðra í spjótkasti

Ingeborg Eide Garðarsdóttir varð í 8. sæti í spjótkasti kvenna í dag á Evrópumóti fatlaðra í Stadskanaal í Hollandi. Ingeborg bætti Íslandsmetið í flokki F37 um heila 59 sentímetra. Ingeborg átti gamla metið sjálf en hún kastaði slétta 15 metra á Íslandsmóti ÍF. Þetta kemur fram á heimasíðu ÍF.

Sport
Fréttamynd

Fimm Íslendingar keppa á EM í frjálsum í Helsinki

Fimm íslenskir keppendur fara á Evrópumeistaramótið í frjálsíþróttum sem fram fer dagana 27. júní til 1. júlí í Helsinki. Það eru þau Ásdís Hjálmsdóttir spjótkastari úr Ármanni, Einar Daði Lárusson tugþrautarmaður úr ÍR, FH-ingarnir Óðinn Björn Þorsteinsson kúluvarpari, Trausti Stefánsson sem keppir í 400 m hlaupi og Kristinn Torfason sem keppir í langstökki.

Sport
Fréttamynd

Stífna upp og tapa hraða í sprettunum

Sjöþrautarkonan Helga Margrét Þorsteinsdóttir var nokkuð frá sínu besta á Norðurlandamóti ungmenna í sjöþraut í Noregi um síðustu helgi. Frestur til að ná Ólympíulágmarki í greininni rennur út 8. júlí en Helga var ekki sátt við frammistöðuna ytra sem skilaði henni þó öðru sæti.

Sport
Fréttamynd

Helga Margrét náði ekki ÓL lágmarkinu í Noregi

Helga Margrét Þorsteinsdóttir, frjálsíþróttakona úr Ármanni, var töluvert frá sínum besta árangri á Norðurlandamóti unglinga í sjöþraut sem fram fór um helgina í Sandnes í Noregi. Helga Margrét er í kapphlaupi við tímann að ná lágmarki fyrir Ólympíuleikana í London en hún á enn langt í land miðað við árangur hennar um helgina.

Sport
Fréttamynd

Helga Margrét reynir við Ólympíulágmarkið um helgina

Sjö íslenskir frjálsíþróttamenn verða meðal þátttakenda á Norðurlandamóti unglinga í fjölþrautum í Sandnes í Noregi um helgina. Þeirra á meðal er Helga Margrét Þorsteinsdóttir sem stefnir á að ná Ólympíulágmarki í sjöþraut.

Sport
Fréttamynd

Það var sjúklega gaman hjá okkur

Einar Daði Lárusson var aðeins 52 stigum frá því að ná lágmarkinu fyrir tugþrautarkeppnina á Ólympíuleikunum í London. Hann bætti sig um 308 stig meðal stóru nafnanna í Kladno og er núna orðinn annar besti tugþrautarkappi Íslandssögunnar.

Sport
Fréttamynd

Einar Daði annar besti tugþrautarkappi Íslandssögunnar | Fimmti í Kladno

ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson stóð sig frábærlega á helgina á mjög sterku tugþrautarmóti í Kladno í Tékkland en hann fékk 7898 stig og endaði í fimmta sæti á mótinu. Einar Daði er nú kominn í hóp með Jóni Arnari Magnússyni en þeir eru nú þeir tveir Íslendingar sem hafa ná flestum stigum í einni tugþraut.

Sport