Sport

Bolt flaug áfram í undanúrslit

Stefán Hirst Friðriksson skrifar
Bolt á heimsmetið og Ólympíumetið í 100 metra spretthlaupi karla.
Bolt á heimsmetið og Ólympíumetið í 100 metra spretthlaupi karla.
Fljótasti maður jarðar, Usain Bolt, stóð undir nafni og flaug áfram í undanúrslit í 100 metra spretthlaupi karla á Ólympíuleikunum nú fyrr í dag.

Jamaíka maðurinn virtist taka hlaupinu nokkuð rólega og fór hann hægt af stað, en fór svo fram úr andstæðingum sínum á lokasprettinum og vann að lokum nokkuð örugglega. Bolt hljóp á 10.08 sekúndum og var töluvert frá sínu besta en heimsmetið, sem hann á sjálfur, er 9.58 sekúndur.

Einnig vakti athygli að Bretinn, Dwain Chambers, vann sinn undanriðil en hann snéri aftur á leikunum eftir að hafa verið dæmdur í ævilangt keppnisbann vegna lyfjamisnotkunar árið 2003. Banninu var svo aflétt fyrir leikanna í ár.

Aðrir spretthlauparar sem unnu sína undanriðla voru Tyson Gay, Asafa Powell, Yohan Blake, Ryan Bailey, Justin Gatlin.

Undanúrslitin verða svo haldin annað kvöld og hefjast þau klukkan 18:45 að íslenskum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×