Hásinin fór á versta tíma | Síðasti koss Liu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. ágúst 2012 16:15 Liu Xiang kyssir grindina í gær. Nordicphotos/Getty Kínverjinn Liu Xiang meiddist á hásin við upphaf undanrásanna í 110 metra grindahlaupi í gær. Ólánið virðist elta ólympíumeistarann fyrrverandi sem náði heldur ekki að ljúka keppni í Peking árið 2008. Liu skaust upp á stjörnuhimininn á Ólympíuleikunum í Aþenu árið 2004. Þá kom hann öllum á óvart með því að vinna til gullverðlauna sem voru um leið fyrstu gullverðlaun Kínverja í frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna. Allra augu beindust skiljanlega að kappanum á leikunum fjórum árum síðar í Peking. Tækist heimamanninum að verja gullverðlaun sín. Að loknu þjófstarti annars keppanda í úrslitahlaupinu gerðu aðrir keppendur sig klára til að ræsa að nýju. Allir nema Liu sem gekk af velli, meiddur. Þjálfari hans svaraði spurningum blaðamanna að keppninni lokinni með tárin í augunum. „Við höfum lagt hart að okkur hvern einasta dag en útkoman er sú sem þið urðuð vitni að og það er erfitt að sætta sig við það," sagði Sun Haiping þjálfari hans. Í ljós kom að Liu átti við þrálát meiðsli að stríða á hásin og þurfti að fara í uppskurð. Eftir þrettán mánaða endurhæfingu hóf Liu aftur keppni. Umræða um hásin hans var þó aldrei fjarri en sigur á Asíuleikunum 2010 benti til þess að hann væri að ná sér á strik á nýjan leik. Sigur á Demantamóti í maí 2011 fylgdi og loks silfurverðlaun á HM í Daegu. Margir reiknuðu því með miklu af Liu í London en það kom aldrei til þess að hann hlypi. Strax í ræsingunni sleit Liu hásin sína og hljóp niður fyrstu grindina. Hann hoppaði þó metrana 110 á einum fæti, framhjá grindunum, áður en hann smellti kossi á síðustu grindina. Því næst hjálpuðu aðrir keppendur honum af vellinum þar sem hann var færður í hjólastól og ekið burt. „Síðasti kossinn," skrifaði kínverskt dagblað og velti fyrir sér hvort ferli Kínverjans 29 ára væri lokið. Liu hefur hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína og fyrir að sína hinn sanna ólympíuanda. Aðrir hafa hins vegar velt fyrir sér þeirri spurningu hvort hann hafi í raun nokkurn tímann verið nógu heill til þess að keppa. Liu þurfti að hætta við keppni á Demantamótinu í London um miðjan júlí vegna meiðsla. Erlendir fjölmiðlar segja Liu hafa verið vafinn um hægri hælinn fyrir hlaupið í gær. Spurningin vaknar hvort Kínverjar setji of mikla pressu á íþróttamenn sína. Svar við þeirri spurningu fæst ekki hér en þó skal minnt á það að íþróttamenn fleiri þjóða hafa keppt á Ólympíuleikum þrátt fyrir að eiga við meiðsli að stríða. Skemmst er að minnast badmintonkonunnar Rögnu Ingólfsdóttur á leikunum fyrir fjórum árum. Frjálsar íþróttir Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Sjá meira
Kínverjinn Liu Xiang meiddist á hásin við upphaf undanrásanna í 110 metra grindahlaupi í gær. Ólánið virðist elta ólympíumeistarann fyrrverandi sem náði heldur ekki að ljúka keppni í Peking árið 2008. Liu skaust upp á stjörnuhimininn á Ólympíuleikunum í Aþenu árið 2004. Þá kom hann öllum á óvart með því að vinna til gullverðlauna sem voru um leið fyrstu gullverðlaun Kínverja í frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna. Allra augu beindust skiljanlega að kappanum á leikunum fjórum árum síðar í Peking. Tækist heimamanninum að verja gullverðlaun sín. Að loknu þjófstarti annars keppanda í úrslitahlaupinu gerðu aðrir keppendur sig klára til að ræsa að nýju. Allir nema Liu sem gekk af velli, meiddur. Þjálfari hans svaraði spurningum blaðamanna að keppninni lokinni með tárin í augunum. „Við höfum lagt hart að okkur hvern einasta dag en útkoman er sú sem þið urðuð vitni að og það er erfitt að sætta sig við það," sagði Sun Haiping þjálfari hans. Í ljós kom að Liu átti við þrálát meiðsli að stríða á hásin og þurfti að fara í uppskurð. Eftir þrettán mánaða endurhæfingu hóf Liu aftur keppni. Umræða um hásin hans var þó aldrei fjarri en sigur á Asíuleikunum 2010 benti til þess að hann væri að ná sér á strik á nýjan leik. Sigur á Demantamóti í maí 2011 fylgdi og loks silfurverðlaun á HM í Daegu. Margir reiknuðu því með miklu af Liu í London en það kom aldrei til þess að hann hlypi. Strax í ræsingunni sleit Liu hásin sína og hljóp niður fyrstu grindina. Hann hoppaði þó metrana 110 á einum fæti, framhjá grindunum, áður en hann smellti kossi á síðustu grindina. Því næst hjálpuðu aðrir keppendur honum af vellinum þar sem hann var færður í hjólastól og ekið burt. „Síðasti kossinn," skrifaði kínverskt dagblað og velti fyrir sér hvort ferli Kínverjans 29 ára væri lokið. Liu hefur hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína og fyrir að sína hinn sanna ólympíuanda. Aðrir hafa hins vegar velt fyrir sér þeirri spurningu hvort hann hafi í raun nokkurn tímann verið nógu heill til þess að keppa. Liu þurfti að hætta við keppni á Demantamótinu í London um miðjan júlí vegna meiðsla. Erlendir fjölmiðlar segja Liu hafa verið vafinn um hægri hælinn fyrir hlaupið í gær. Spurningin vaknar hvort Kínverjar setji of mikla pressu á íþróttamenn sína. Svar við þeirri spurningu fæst ekki hér en þó skal minnt á það að íþróttamenn fleiri þjóða hafa keppt á Ólympíuleikum þrátt fyrir að eiga við meiðsli að stríða. Skemmst er að minnast badmintonkonunnar Rögnu Ingólfsdóttur á leikunum fyrir fjórum árum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Sjá meira