Frjálsar íþróttir

Frjálsar íþróttir

Fréttamynd

Ekkert mikið mál fyrir Bolt - Heimsmeistari í 200 metra hlaupi

Jamaíkamaðurinn Usain Bolt vann öruggan sigur í 200 metra hlaupi karla á HM í frjálsum í Moskvu í dag en þetta er þriðja heimsmeistaramótið í röð þar sem Bolt vinnur þessa grein. Jamaíka vann tvöfaldan sigur í úrslitahlaupinu og var hársbreidd frá því að taka öll þrjú verðlaunin.

Sport
Fréttamynd

Nú náði Meseret Defar HM-gullinu

Hin þrítuga Meseret Defar frá Eþíópíu tryggði sér í dag Heimsmeistaratitilinn í 5000 metra hlaupi kvenna en hún vann einnig þessa grein á Ólympíuleikunum í London fyrir ári síðan.

Sport
Fréttamynd

Kiprotich vann maraþongullið alveg eins og á ÓL í London

Úgandamaðurinn Stephen Kiprotich tryggði sér sigur í maraþoni karla á HM í frjálsum í Moskvu í dag þegar hann kom í mark á tveimur klukkutímunum, níu mínútum og 51 sekúndu. Kiprotich vann einnig maraþonið á Ólympíuleikunum í London og er því bæði Heims- og Ólympíumeistari.

Sport
Fréttamynd

Fékk hlaupasting en vann samt gullið

Bretinn Mo Farah tryggði sér tvennu á öðru stórmótinu í röð þegar hann vann 5000 metra hlaupið á HM í frjálsum í Moskvu í gær. Hann hafði áður fagnað sigri í 10.000 metra hlaupinu og vann því báðar þessar greinar eins og á Ólympíuleikunum í London fyrir tveimur árum.

Sport
Fréttamynd

Neglurnar hennar Ásdísar í fánalitunum

Ásdís Hjálmsdóttir, eini íslenski keppandinn á HM í frjálsum í Moskvu, hóf og lauk keppni í morgun þegar hún varð í 21. sæti í undankeppninni í spjótkasti kvenna. Ásdís kastaði lengst 57,65 metra og var tæpum þremur metrum frá því að komast inn í úrslitin.

Sport
Fréttamynd

Happahálsmennið alltaf með

Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir er eini íslenski keppandinn á HM í Moskvu en hún stefnir á að fullkomna þrennuna með því að komast í úrslit á Heimsmeistaramóti. Ásdís hefur þegar komist í úrslit á EM og á ÓL.

Sport
Fréttamynd

Neglurnar orðnar frægar

Sænski hástökkvarinn Emma Green-Tregaro vakti mikla athygli á HM í frjálsum í Moskvu í gær með því að mæta til leiks með neglur sínar málaðar í öllum regnbogans litum.

Sport
Fréttamynd

Isinbayeva ekki hrifin af samkynhneigðum

Heimsmeistarinn í stangarstökki, Yelena Isinbayeva, segist styðja umdeildar aðgerðir rússneskra stjórnvalda. Það er nú ólöglegt að gefa fólki undir 18 ára aldri í Rússlandi upplýsingar um samkynhneigð.

Sport
Fréttamynd

Sænskur sigur í 1500 metra hlaupi kvenna

Abeba Aregawi, sem er fædd í Eþíópíu en keppir fyrir Svía, tryggði sér í kvöld glæsilegan sigur í 1500 metra hlaupi á HM í frjálsum íþróttum í Moskvu. Þetta voru fyrstu gullverðlaun Svía á mótinu.

Sport
Fréttamynd

Bondarenko náði ekki heimsmetinu en tók gullið

Úkraínumaðurinn Bohdan Bondarenko er heimsmeistari í hástökki karla eftir skemmtileg keppni á HM í Moskvu í kvöld. Bondarenko fór einn yfir 2,41 metra en hann gerði þrjár tilraunir við nýtt heimsmet (2,46 metra) en felldi í öll skiptin.

Sport
Fréttamynd

Fyrstu gullin til Tékklands og Trínidad

Jehue Gordon frá Trínidad og Tóbagó og Zuzana Hejnova frá Tékklandi eru heimsmeistarar í 400 metra grindarhlaupi karla og kvenna en þau tryggðu sér sigur í úrslitahlaupunum á HM í Moskvu í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Langstökkseinvígi í Kaplakrika í kvöld

Ellefta mótaraðarmót Frjálsíþróttasambands Íslands fer fram í Kaplakrika í Hafnarfirði í kvöld og þar bíða margir spenntir eftir einvígi Hafdísar Sigurðardóttur og Sveinbjargar Zophoníasdóttur eins og fram kemur í frétt á heimasíðu FRÍ.

Sport
Fréttamynd

Nýr kóngur í sleggjunni

Pavel Fajdek frá Póllandi varð í gær heimsmeistari í sleggjukasti er hann kastaði 81,97 metra á HM í frjálsum sem fram fer þessa dagana í Moskvu.

Sport
Fréttamynd

Bolt örugglega í úrslitin

Jamaíkamaðurinn Usain Bolt hafði ekki mikið fyrir því að tryggja sér sæti í úrslitum 100 metra hlaupsins á HM í Moskvu í dag.

Sport
Fréttamynd

Ivanov landaði fyrsta gulli Rússa

Rússinn Aleksandr Ivanov kom, sá og sigraði í keppnisgöngu á Heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Moskvu. Með sigrinum varð hann yngsti sigurvegari sögunnar í 20 km göngu.

Sport
Fréttamynd

Irma bætti sex ára gamalt Íslandsmet

Irma Gunnarsdóttir úr Breiðabliki bætti Íslandsmetið í flokki 15 ára og yngri í 300 metra grindahlaupi á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum í dag.

Sport
Fréttamynd

Féll á lyfjaprófi og farin heim

Kelly-Ann Baptiste, hlaupakona frá Trínidad og Tóbagó, er fallin á lyfjaprófi. Hún hefur yfirgefið herbúðir landsliðs síns á HM í Moskvu sem hófst í morgun.

Sport
Fréttamynd

Tvö gull til Anítu

Aníta Hinriksdóttir vann til tvennra gullverðlauna á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum 15-22 ára á Kópavogsvelli í dag.

Sport
Fréttamynd

Bolt örugglega í undanúrslitin

Jamaíkamaðurinn Usain Bolt hafði lítið fyrir því að tryggja sér sæti í undanúrslitum í 100 metra hlaupi á HM í frjálsum íþróttum í Moskvu í dag.

Sport