Sport

Verður Aníta kosin vonarstjarna evrópska frjálsíþrótta?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aníta Hinriksdóttirfagnar hér sigri í sumar.
Aníta Hinriksdóttirfagnar hér sigri í sumar. Mynd/NordicPotos/Getty
ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir, Heims- og Evrópumeistari unglinga í 800 metra hlaupi kvenna, fær að vita það í kvöld hvort hún hafi verið kosin vonarstjarna Frjálsíþróttasambands Evrópu í kvennaflokki, Rising Star. Verðlaunin verða veitt í Tallinn í Eistlandi í kvöld á uppskeruhátíð Frjálsíþróttasambands Evrópu, EAA.

Aníta á fína möguleika eftir frábæra frammistöðu sína síðasta sumar en hún hefur fengið mikla fjölmiðlaathygli bæði hérlendis og erlendis. Aníta vann HM- og EM-gull með aðeins sex daga millibili í júlí í sumar.

Aníta keppir um titilinn við ellefu aðrar stórefnilegar frjálsíþróttakonur sem slógu í gegnum í hinum ýmsu greinum í ár. Það er hægt að sjá lista yfir tilnefningarnar hér fyrir neðan.

Þær eru tilnefndar:

Aníta Hinriksdóttir, Íslandi (800 metra hlaup)

Emel Dereli, Tyrklandi (kúluvarp)

Irene Ekelund, Svíþjóð (spretthlaup)

Sofi Flinck, Svíþjóð (spjótkast)

Réka Guyrátz, Ungverjalandi (sleggjukast)

Florentina Marincu, Rúmenía (langstökk og þrístökk)

Malaika Mlhambo, Þýskalandi (langstökk)

Dafne Schippers, Hollandi (Spretthlaup)

Amela Terzic, Serbíu (1500 metra hlaup)

Alessia Trost, Ítalía (hástökk)

Noemi Zbaren, Sviss (100 metra grindahlaup)

Angelina Zhuk-Krasnova, Rússlandi (stangarstökk)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×