Sport

HM í frjálsum verður í Berlín árið 2018

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þýski spjótkastarinn Christina Obergfoell fagnar sigri á Ólympíuleikvanginum í Berlín.
Þýski spjótkastarinn Christina Obergfoell fagnar sigri á Ólympíuleikvanginum í Berlín. Mynd/AFP
Evrópska frjálsíþróttasambandið ákvað í morgun að 24. Evrópumótið í frjálsum íþróttum fari fram í Berlín eftir fimm ár.

Evrópumótið fer fram á hinum glæsilega Ólympíuleikvangi í Berlín en hann er þekktur fyrir það að hafa bláar hlaupabrautir til heiðurs Herthu Berlin fótboltaliðinu sem spilar heimaleiki sína á vellinum.

Berlínarbúar héldu HM í frjálsum árið 2009 og hafa sýnt að þeir geta haldið svona stórmót með glæsibrag.

Þetta verður í þriðja sinn sem Þjóðverjar fá að halda EM í frjálsum en Evrópumótið fór fram í Stuttgart 1986 og í München 2002.

Næstu Evrópumótin í frjálsum íþróttum fara fram í Zürich í Sviss 2014 og í Amsterdam í Hollandi árið 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×