Sport

Fer yfir feril Anítu í máli og myndum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aníta Hinriksdóttir.
Aníta Hinriksdóttir. Mynd/NordicPhotos/Getty
Hlaupadrottningin Aníta Hinriksdóttir úr ÍR átti heldur betur magnað ár þar sem hún varð Íslandsmeistari, Norðurlandameistari unglinga, Evrópumeistari unglinga og Heimsmeistari unglinga auk þess að vera kosin vonarstjarna evrópskra frjálsra íþrótta.

Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu og fleiri afreksmanna, heldur fyrirlestur á fimmtudagskvöldið þar sem hann mun fara yfir feril Anítu í máli og myndum en uppkoma hennar hefur vakið heimsathygli.

 

Hver er lykillinn að velgengni Anítu og hverjir eru hennar styrkleikar og grunnur? Hvers vegna hefur hlaupasaga Anítu verið svo farsæl sem raun ber vitni og hvaða áform hefur þjálfari hennar um framtíðarþjálfun hennar og komandi afrek? Gunnar Páll mun fara vel yfir þetta í fyrirlestri sínum.

Fyrirlesturinn fer fram fimmtudaginn 28. nóvember klukkan átta í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Aðgangseyrir er þúsund krónur og rennur hann óskiptur til Framfara, hollvinafélags millivegalengda- og langhlaupara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×