Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttamynd

Grunaður um manndráp en komst úr landi á nýju vegabréfi

Til stendur að gefa út evrópska handtökuskipun vegna rúmensks karlmanns sem flúði land á dögunum þrátt fyrir að vera í farbanni grunaður um manndráp. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir lögreglu vita hvar maðurinn er niðurkominn en talið er að hann hafi orðið sér út um nýtt vegabréf og þannig komist út landi.

Innlent
Fréttamynd

„Algjör sprenging“ í einkafluginu

Sprenging hefur orðið í komum einkaflugvéla á Reykjavíkurflugvöll frá mánaðamótum, að sögn rekstrarstjóra á vellinum. Reiknað er með meiri umferð nú í júlímánuði en í júlí 2019, sem var einn besti mánuður fyrirtækisins frá upphafi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skúli hefði viljað sjá lægra verð hjá Play

Skúli Mogensen, stofnandi og fyrrverandi forstjóri WOW air, segist hafa viljað sjá flugfélagið Play bjóða upp á lægri fargjöld með það fyrir augum að standast aukna samkeppni úr öllum áttum. Skúli reiknar með því að framboðið í flugi til og frá Íslandi nái nýjum hæðum sumarið 2022.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þungur dagur á Keflavíkurflugvelli

Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurnesjum, segir daginn hafa verið þungan á Keflavíkurflugvelli. Talið sé að þrettán til fjórtán þúsund manns hafi farið í gegnum flugvöllinn en álagstímarnir á morgnanna og seinni partinn séu erfiðastir.

Innlent
Fréttamynd

Flugbáturinn flaug hringi yfir öflugum gosstrókum

Bandaríski Grumman Goose-stríðsáraflugbáturinn, sem kominn er til landsins vegna flughátíðar á Hellu, flaug hringi yfir eldstöðinni í Fagradalsfjalli um ellefuleytið í morgun á leið sinni frá Keflavíkurflugvelli til Helluflugvallar.

Innlent
Fréttamynd

Gömlu góðu en löngu inn­ritunarraðirnar komnar aftur

Langar raðir mynduðust við inn­ritunar­borð Leifs­stöðvar í morgun og varð seinkun á öllu morgun­flugi frá vellinum. Svo langar inn­ritunarraðir hafa ekki sést lengi á vellinum, bæði vegna heims­far­aldursins en einnig vegna þess að við ástandið í dag er ekki hægt að nota sjálfs­inn­ritunar­vélar, sem var komið fyrir á vellinum fyrir ör­fáum árum.

Innlent
Fréttamynd

Grumman flugbátur á leið á flughátíð á Hellu

Bandarískur flugbátur frá árum síðari heimsstyrjaldarinnar af gerðinni Grumman Goose er væntanlegur á flughátíðina Allt sem flýgur, sem stendur yfir á Helluflugvelli. Þar verður flugbáturinn til sýnis á morgun, laugardag, en honum var flogið sérstaklega til Íslands frá Seattle til að taka þátt í hátíðinni.

Innlent
Fréttamynd

Jay-Z og Beyoncé komu ekki með vélinni

Rapparinn Jay-Z var ekki um borð í einka­þotunni sem lenti á Reykja­víkur­flug­velli í dag. Rapparinn vin­sæli ferðast iðu­lega um á þotunni en hún er merkt með í­þrótta­vöru­merkinu Puma, sem Jay-Z á í sam­starfi við auk þess sem skráningar­númer hennar vísar beint í rapparann.

Lífið
Fréttamynd

Engin bilun varð í vélar­búnaði flug­vélarinnar sem hrapaði

Níu fórust í flugslysi í Örebro í Svíþjóð í gær. Umfangsmikil rannsókn um orsakir og aðdraganda slyssins stendur nú yfir en samkvæmt gögnum sem sænska ríkisútvarpið hefur undir höndum er ekkert sem bendir til þess að bilun í vélinni hafi valdið því að hún hrapaði.

Erlent
Fréttamynd

Verð á hluta­bréfum Play rauk upp í morgun

Hluta­bréfa­verð flug­fé­lagsins Play hefur hækkað mikið í fyrstu við­skiptum eftir að fé­lagið var skráð í Kaup­höllina í morgun. Þegar best lét í morgun höfðu bréfin hækkað um 41 prósent í verði, miðað við út­boðs­gengið 18, sem var gengi al­mennra fjár­festa.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Níu látnir eftir alvarlegt flugslys í Svíþjóð

Níu eru látnir eftir að lítil flugvél hrapaði á flugvellinum í Örebrö í Svíþjóð um klukkan fimm að íslenskum tíma. Átta farþegar voru um borð í vélinni auk flugmanns en hún hrapaði skömmu eftir flugtak og lenti rétt fyrir utan flugbrautina.

Erlent
Fréttamynd

Þota frá Play lenti í fyrsta sinn á Reykjavíkurflugvelli

Forráðamenn flugfélagins Play og Kauphallar Íslands fögnuðu því í tólf þúsund feta hæð yfir hálendi Íslands í dag að fyrirtækið er að fara á hlutabréfamarkað. Hin hefðbundna bjölluhringing var tekin upp til að sýna á föstudag þegar markaðsviðskipti hefjast með bréf félagsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bogi afhenti Boga fyrsta Verndarvænginn

Icelandair Group og Slysavarnafélagið Landsbjörg skrifuðu í gær undir áframhaldandi samstarfssamning til næstu fimm ára en félagið hefur frá árinu 2014 verið einn af aðalstyrktaraðilum Landsbjargar. Samningurinn var undirritaður við einn vinsælasta ferðamannastað landsins um þessar mundir, gosstöðvarnar í Geldingadölum.

Innlent
Fréttamynd

Fjöldi far­þega þre­faldaðist milli mánaða

Fjöldi farþega í millilandaflugi Icelandair rúmlega þrefaldaðist á milli maí og júní 2021. 72 þúsund farþegar flugu með félaginu í júní samanborið við 22 þúsund í fyrri mánuði. Samhliða því heldur farþegum í innanlandsflugi áfram að fjölga.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Fjólu­bláa hjartað er svo sannar­lega orðið rautt“

Hildur Hilmarsdóttir er þrjátíu ára gömul flugfreyja sem hefur komið víða við þrátt fyrir ungan aldur. Hún hefur meðal annars starfað hjá lúxusflugfélaginu Emirates. Hildur starfaði þó lengst af hjá WOW air og lýsir falli þess eins og að missa ástvin. Eftir nokkurra ára pásu heldur Hildur af stað upp á háloftin á ný - nú með flugfélaginu Play.

Lífið
Fréttamynd

Óvíst um gerð þriðja nýja flugvallarins á Grænlandi

Horfur eru á að Grænlendingar verði að sætta sig við að fá bara tvo nýja alþjóðflugvelli að sinni en ekki þrjá, eins og að var stefnt. Vegna fjárskorts hafa grænlensk stjórnvöld neyðst til að fresta gerð nýs aðalflugvallar fyrir Suður-Grænland.

Erlent
Fréttamynd

Segir Íslendinga tuða mest yfir röðum á flugvellinum

Lögregla á Keflavíkurflugvelli finnur vel fyrir auknum straumi ferðamanna til landsins. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir Íslendinga tuða mest allra þjóða yfir biðröðum á flugvellinum en fæstir þeir ferðamenn sem fréttastofa ræddi við komu hingað til lands til að sjá eldgosið í Geldingadölum.

Innlent