Notaleg upplifun í góðri flugstöð Á Keflavíkurflugvelli er oft talað um „flugvallarsamfélagið“ og ekki að ástæðulausu. Við sem störfum fyrir Isavia, flugfélögin, verslanir, aðra rekstraraðila og þjónustufyrirtæki á vellinum eigum svo margt sameiginlegt, ekki síst metnað fyrir hönd Keflavíkurflugvallar. Skoðun 7. apríl 2022 11:01
Atvinnuflugmenn fordæma viðskipti ríkisstjórnarinnar við Bláfugl Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) fordæmir að íslenska utanríkisráðuneytið hafi ráðið flugfélagið Bláfugl, Bluebird Nordic, til þess að annast flutning á varningi, þ.á.m. hergögnum, til Póllands til aðstoðar Úkraínu vegna innrásar Rússlands. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu í dag. Innlent 6. apríl 2022 16:18
Keflavíkurflugvöllur verði kolefnalaus fyrir 2030 Á aðalfundi ISAVIA var Kristján Þór Júlíusson kjörin stjórnarformaður en hann gegndi embætti sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra til ársins 2021. Nýja stjórn skipa þau Hólmfríður Árnadóttir, Jón Steindór Valdimarsson, Matthías Páll Imsland og Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir. Viðskipti innlent 6. apríl 2022 12:49
Umsækjendur látnir byggja flugvél með legókubbum undir dúndrandi tónlist Hátt í fimm þúsund manns sóttust eftir því að verða flugmenn og flugliðar hjá flugfélaginu Play, þegar auglýst var eftir umsóknum fyrr á þessu ári. Umsækjendur voru látnir byggja flugvél með legókubbum með háværa tónlist í eyrunum og spurðir í hvaða hljómsveit forstjórinn hefði spilað á trommur. Innlent 5. apríl 2022 20:01
Varar við því að starfsemin í Keflavík fjármagni taprekstur á innanlandsflugi Fráfarandi stjórnarformaður Isavia varar við hugmyndum um að starfsemin á Keflavíkurflugvelli, sem eigi í samkeppni við aðra alþjóðaflugvelli, verði nýtt til að fjármagna rekstrarhalla á innanlandsfluginu. Stjórnendur telja horfur fyrir sumarið „enn vænlegar“ og að mikilvægt sé að hætt var með sóttvarnaraðgerðir á landamærunum sem fyrirliggjandi gögn hafi sýnt að voru að „valda meiri skaða heldur en verið til gagns“. Innherji 5. apríl 2022 11:03
Munu fljúga til Liverpool og Genfar næsta vetur Flugfélagið Play hyggst fljúga til Liverpool í Englandi og Genf í Sviss næsta vetur. Flogið verður tvisvar í viku til beggja áfangastaðanna. Viðskipti innlent 5. apríl 2022 08:04
Innviðaráðuneytið í hart við borgina vegna Skerjafjarðar Innviðaráðuneytið hefur vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Skerjafirði tilkynnt borgarstjóra að hverskyns aðgerðir af hálfu borgarinnar sem skerða rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar séu í andstöðu við tveggja ára gamalt flugvallarsamkomulag samgönguráðherra og borgarstjóra vegna Hvassahrauns. Innlent 4. apríl 2022 22:44
Vonast til að ná flaki TF ABB af botni vatnsins um miðjan apríl Stýrihópur um aðgerðir til að ná flaki flugvélarinnar TF ABB af botni Þingvallavatns áformar að hittast í vikunni og undirbúa vinnu við björgun. Fjórir karlmenn létust eftir slysið varð þann 3. febrúar síðastliðinn. Innlent 4. apríl 2022 11:20
Bóksal selur í skráðum félögum til að minnka áhættu og skuldsetningu Fjárfestingafélagið Bóksal, sem er í eigu hjónanna Boga Þórs Siguroddssonar og Lindu Bjarkar Ólafsdóttur og hefur verið afar umsvifamikið á hlutabréfamarkaði undanfarin misseri, seldi í liðnum mánuði hluta bréfa sinna í Icelandair, Arion banka og Kviku banka þar sem það hefur um nokkurt skeið verið á meðal stærstu hluthafa. Innherji 31. mars 2022 11:31
Kom verulega á óvart að Isavia skyldi vísa Joe & the Juice á dyr Það kom forsvarsmönnum Joe & the Juice í opna skjöldu að Isavia hafi tekið ákvörðun um að halda ekki áfram með sambærilegan rekstur í Leifsstöð en keðjan hefur selt veitingar á flugvellinum frá árinu 2015. Samningur fyrirtækisins rennur út um næstu áramót. Viðskipti innlent 30. mars 2022 16:24
Dohop tryggir sér hundraða milljóna fjármögnun til að breyta flugi Íslenska ferðatæknifyrirtækið Dohop hefur tryggt sér frekari fjármögnun frá breska fjárfestingasjóðnum Scottish Equity Partners (SEP) sem sérhæfir sig í fjárfestingum í vaxandi tæknifyrirtækjum. Fjárfestingin er sögð hlaupa á hundruðum milljóna króna en SEP fjárfesti fyrst í Dohop í lok árs 2020. Viðskipti innlent 30. mars 2022 09:09
Loksins bar, Nord og Joe and the Juice loka senn í Leifsstöð Breytingar eru framundan á veitinga- og verslunarrýmum í Leifsstöð en opinn kynningarfundur vegna útboðs Isavia á rekstri veitingastaða í flugstöðunni verður haldinn í Hörpu í dag. Viðskipti innlent 30. mars 2022 07:38
Leigir forsetavélina fyrir afmæli og brúðkaup Andres Manuel Lopez Obrador, forseti Mexíkó, segir að hann muni láta leigja út rándýra forsetaflugvél sína, sem hann hefur engan áhuga á að nota, þar sem ekkert hefur gengið að selja hana. Erlent 29. mars 2022 11:26
Hans nýr sviðsstjóri tæknisviðs Isavia ANS Hans Liljendal Karlsson hefur verið ráðinn nýr sviðsstjóri tæknisviðs hjá Isavia ANS og mun hann hefja störf í næsta mánuði. Viðskipti innlent 29. mars 2022 09:09
Óábyrgt að bregðast ekki við hækkandi olíuverði, segir forstjóri PLAY Forstjóri PLAY segir óhjákvæmilegt að sérstakt eldsneytisálag sé greitt ofan á farmiða félagsins, líkt og tilkynnt var um í síðustu viku. Innherji 28. mars 2022 07:01
Flugvél lent í Keflavík vegna reyks um borð Flugvél frá flugfélaginu Lufthansa, á leið frá Þýskalandi til Bandaríkjanna, óskaði eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli um klukkan 12.30 í dag vegna reyks um borð. Upplýsingafulltrúi Isavia segir að viðbúnaður sé töluverður. Innlent 27. mars 2022 12:31
Allir um borð í kínversku flugvélinni fórust Allir 132 um borð í flugi MU5735 hjá flugfélaginu China Eastern Airlines létust í slysinu. Flugvélin hrapaði í suðurhluta Kína þann 21. mars síðastliðinn. Erlent 26. mars 2022 16:22
Icelandair hækkar farmiðaverð 1. apríl Sérstakt eldsneytisálag, sem er hluti af farmiðaverði Icelandair, verður hækkað frá og með 1. apríl. Hækkar það úr 5.100 krónum í 6.900 krónur þegar flogið er til Evrópu og úr 8.900 í 12.300 krónur fyrir þegar flogið er til áfangastaða í Norður-Ameríku. Neytendur 25. mars 2022 14:49
Tímasetning heræfingar á Íslandi ekki sögð tengjast Úkraínustríði Herskip frá fimm NATO-ríkjum taka þátt í heræfingunni Norður-Víkingi sem fram fer á Íslandi og í hafinu við landið í fyrri hluta næsta mánaðar. Sérfræðingur um varnarmál telur engar líkur á að æfingin tengist spennu vegna Úkraínustríðsins. Innlent 23. mars 2022 22:02
Dynjandi lófaklapp þegar Sólveig labbaði inn í brottfararsal flugvallarins Nýkjörinn formaður Eflingar segir áherslubyltingu verða innan Starfsgreinasambandsins nái Vilhjálmur Birgisson kjöri í embætti formanns sambandsins á þingi þess. Klappað var fyrir formanni Eflingar á Reykjavíkurflugvelli í dag þegar hún lagði af stað á þingið. Innlent 23. mars 2022 20:31
Annar flugrita kínversku vélarinnar fundinn Leitarlið hefur fundið annan af flugritum farþegavélarinnar sem hrapaði í suðurhluta Kína á mánudaginn. Ekki er liggur fyrir hvort um sé að ræða ferðritann eða hljóðritann en hann er mikið skemmdur að því er segir í frétt AP. Erlent 23. mars 2022 09:48
Leita að flugritum MU5735 í skógi vöxnu fjalllendi Viðbragðsaðilar hafa verið að í um sólarhring við að leita að líkum þeirra sem fórust í flugslysi í suðurhluta Kína í gærmorgun. Óvíst er hvað olli slysinu og er flugritanna enn leitað. Erlent 22. mars 2022 09:49
Boeing 737-800 flugvélin hrapaði úr 30 þúsund feta hæð á tveimur mínútum Flugvél með 133 manns um borð hefur hrapað í Kína. AFP segir frá þessu, en óvíst er á þessari stundu um manntjón. Erlent 21. mars 2022 08:31
Fjórir látnir eftir að herþyrla hrapaði í NATO-æfingu Fjórir bandarískir hermenn létust þegar bandarísk herþyrla sem tók þátt í NATO-æfingunni Cold Response hrapaði í Norðurlandi í Noregi í gær. Erlent 19. mars 2022 08:58
Einkaþota óligarka á meðal hátt í hundrað kyrrsettra véla Viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna hefur kyrrsett hátt í hundrað flugvélar með tengsl við Rússland. Þeirra á meðal er flugvél í eigu óligarkans og milljarðamæringsins Rómans Abramóvítsj. Erlent 18. mars 2022 23:31
Vísbendingar um að tilfinningin sé á rökum byggð Bókunarsíða Niceair, nýs flugfélags sem mun gera út frá Akureyrarflugvelli, var opnuð í gær. Viðtökurnar hafa verið framar vonum að sögn framkvæmdastjóra flugfélagsins. Viðskipti innlent 18. mars 2022 12:31
Helgi stýrir sölu- og markaðsstarfi Niceair Helgi Eysteinsson hefur gengið til liðs við flugfélagsins Niceair og verður honum falið að stýra uppbyggingu á sölu- og markaðsstarfi félagsins. Viðskipti innlent 18. mars 2022 11:38
Loks á heimleið eftir langa bið og flutning á hræðilegt hótel Fimmtán kvenna hópur sem lagði af stað í hjólaferð til Spánar fyrir tæpum tveimur vikum segir farir sínar hreint ekki sléttar eftir viðskipti við flugfélagið Vueling. Hópurinn átti að koma heim til Íslands síðasta mánudag en flugi þeirra var ítrekað frestað vegna veðurs. Steininn tók síðan úr í dag þegar flugfélagið flutti hópinn á hótel í skötulíki, mun fjær flugvellinum en hótelið sem hann hafði dvalið á fyrir. Innlent 17. mars 2022 18:46
Play tekur upp olíugjald á miðaverð vegna hækkana Flugfélagið Play mun taka upp sérstakt olíugjald á miðaverð eftir helgi til þess að mæta miklum hækkunum á eldsneytisverði. Félagið skilaði nærri þriggja milljarða króna tapi á síðasta ári - sem forstjórinn segir engan veginn til marks um skipsbrot. Viðskipti innlent 17. mars 2022 11:37
Bein útsending: Kynning á uppgjöri fjórða ársfjórðungs hjá Play Flugfélagið Play mun kynna uppgjör sitt fyrir fjórða ársfjórðung á opnum kynningarfundi sem hefst klukkan 8:30. Þar mun þau Birgir Jónsson forstjóri og Þóra Eggertsdóttir fjármálastjóri kynna uppgjörið og svara spurningum. Viðskipti innlent 17. mars 2022 08:01