Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttamynd

Burðardýr hætt komið og gekkst undir aðgerð

Karlmaður um þrítugt var hætt kominn um páskana eftir að hafa reynt að flytja þrjátíu pakkningar af kókaíni til landsins innvortis. Framkvæma þurfti á honum aðgerð á Landspítalanum til bjarga lífi hans.

Innlent
Fréttamynd

Ekki lengur grímuskylda í flugi til Bandaríkjanna

Grímuskylda verður valkvæð í flugferðum á vegum Icelandair og Play til Bandaríkjanna. Play og Icelandair slökuðu á sínum reglum varðandi grímuskyldu í ákveðnum ferðum í Evrópu í síðasta mánuði en hafa nú stigið skrefinu lengra í samræmi við úrskurð alríkisdómara í Bandaríkjunum. 

Innlent
Fréttamynd

Dómari nam grímuskyldu úr gildi

Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur afnumið grímuskyldu í flugi og almenningssamgönum þar í landi. Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna mælir áfram með grímunotkun í flugi og almenningssamgöngum.

Erlent
Fréttamynd

Nota­leg upp­lifun í góðri flug­stöð

Á Keflavíkurflugvelli er oft talað um „flugvallarsamfélagið“ og ekki að ástæðulausu. Við sem störfum fyrir Isavia, flugfélögin, verslanir, aðra rekstraraðila og þjónustufyrirtæki á vellinum eigum svo margt sameiginlegt, ekki síst metnað fyrir hönd Keflavíkurflugvallar.

Skoðun
Fréttamynd

Keflavíkurflugvöllur verði kolefnalaus fyrir 2030

Á aðalfundi ISAVIA var Kristján Þór Júlíusson kjörin stjórnarformaður en hann gegndi embætti sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra til ársins 2021. Nýja stjórn skipa þau Hólmfríður Árnadóttir, Jón Steindór Valdimarsson, Matthías Páll Imsland og Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Varar við því að starfsemin í Keflavík fjármagni taprekstur á innanlandsflugi

Fráfarandi stjórnarformaður Isavia varar við hugmyndum um að starfsemin á Keflavíkurflugvelli, sem eigi í samkeppni við aðra alþjóðaflugvelli, verði nýtt til að fjármagna rekstrarhalla á innanlandsfluginu. Stjórnendur telja horfur fyrir sumarið „enn vænlegar“ og að mikilvægt sé að hætt var með sóttvarnaraðgerðir á landamærunum sem fyrirliggjandi gögn hafi sýnt að voru að „valda meiri skaða heldur en verið til gagns“.

Innherji
Fréttamynd

Innviðaráðuneytið í hart við borgina vegna Skerjafjarðar

Innviðaráðuneytið hefur vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Skerjafirði tilkynnt borgarstjóra að hverskyns aðgerðir af hálfu borgarinnar sem skerða rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar séu í andstöðu við tveggja ára gamalt flugvallarsamkomulag samgönguráðherra og borgarstjóra vegna Hvassahrauns.

Innlent
Fréttamynd

Bóksal selur í skráðum félögum til að minnka áhættu og skuldsetningu

Fjárfestingafélagið Bóksal, sem er í eigu hjónanna Boga Þórs Siguroddssonar og Lindu Bjarkar Ólafsdóttur og hefur verið afar umsvifamikið á hlutabréfamarkaði undanfarin misseri, seldi í liðnum mánuði hluta bréfa sinna í Icelandair, Arion banka og Kviku banka þar sem það hefur um nokkurt skeið verið á meðal stærstu hluthafa.

Innherji
Fréttamynd

Flug­­vél lent í Kefla­­vík vegna reyks um borð

Flugvél frá flugfélaginu Lufthansa, á leið frá Þýskalandi til Bandaríkjanna, óskaði eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli um klukkan 12.30 í dag vegna reyks um borð. Upplýsingafulltrúi Isavia segir að viðbúnaður sé töluverður.

Innlent
Fréttamynd

Icelandair hækkar farmiðaverð 1. apríl

Sérstakt eldsneytisálag, sem er hluti af farmiðaverði Icelandair, verður hækkað frá og með 1. apríl. Hækkar það úr 5.100 krónum í 6.900 krónur þegar flogið er til Evrópu og úr 8.900 í 12.300 krónur fyrir þegar flogið er til áfangastaða í Norður-Ameríku.

Neytendur