Rúmlega þrjú þúsund sóttu um hjá Play Atli Ísleifsson skrifar 7. október 2022 09:58 Sætanýting Play í september var 81,5 prósent miðað við 86,9 prósent í ágúst og 87,9 prósent í júlí. Vísir/Vilhelm Alls sóttu um þrjú þúsund manns um stöður hjá Play þegar flugfélagið auglýsti eftir 150 flugliðum og 55 flugmönnum á dögunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu þar sem meðal annars er farið yfir sætanýtingu flugfélagsins í síðasta mánuði. Þar segir að 92.181 farþegar hafi flogið með Play í september en að það séu færri farþegar en í ágúst þegar félagið flutti 109.956 farþega. „Sætanýting í september var 81,5% miðað við 86,9% í ágúst og 87,9% í júlí. Sögulega er september nokkuð krefjandi mánuður í fluggeiranum. Minni eftirspurn er eftir fjölskyldu- og skemmtiferðum enda skólarnir byrjaðir og fólk komið aftur í vinnu eftir sumarfrí. Markaðurinn verður því háðari viðskiptaferðum. Á sama tíma hefur tengiflugsleiðakerfið mjög góð áhrif á reksturinn, þar á meðal á nýtingu flotans og á lækkandi einingakostnað. Stundvísi var 86% í september,“ segir í tilkynningunni. Varðandi fyrirhugaðar ráðningar segir að þær séu í tækt við enn frekari umsvif flugfélagsins sem muni taka fjórar nýjar flugvélar í notkun næsta vor. Rúmlega þrjú þúsund manns sóttu um auglýstar stöður. Haft er eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Play að félagið sé nokkuð ánægð með sætanýtinguna fyrir septembermánuð enda mánuður sem alla jafna sé krefjandi í fluggeiranum. „Þá eru vetrarmánuðirnir sem fram undan eru jafnframt venjulega krefjandi fyrir flugfélög en salan hjá okkur hefur hins vegar verið sterk síðustu vikur eftir rólegt tímabil síðsumars. Við höldum því áfram á okkar vegferð; bætum við áfangastöðum, flugvélum og starfsfólki fyrir næsta sumar. Styrkur tengiflugsleiðakerfisins býr til sveigjanleika til að bregðast við þegar eftirspurn sveiflast á milli markaða. Það er einmitt vegna sveigjanleikans sem við förum örugg inn í veturinn. Daglegur rekstur stendur áfram styrkum fæti, við erum stolt af stundvísi félagsins og viðskiptavinir okkar eru alla jafna mjög ánægðir með þjónustu Play. Þessi atriði gera mig stoltan af starfsfólki Play á hverjum degi og gera það að verkum að ég horfi bjartsýnn til framtíðar,“ er haft eftir Birgir Jónsson, forstjóri Play. Play Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Bætir við sig öðrum áfangastað í Portúgal Flugfélagið Play hefur hafið sölu á áætlunarferðum til borgarinnar Porto í Portúgal. 6. október 2022 10:32 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu þar sem meðal annars er farið yfir sætanýtingu flugfélagsins í síðasta mánuði. Þar segir að 92.181 farþegar hafi flogið með Play í september en að það séu færri farþegar en í ágúst þegar félagið flutti 109.956 farþega. „Sætanýting í september var 81,5% miðað við 86,9% í ágúst og 87,9% í júlí. Sögulega er september nokkuð krefjandi mánuður í fluggeiranum. Minni eftirspurn er eftir fjölskyldu- og skemmtiferðum enda skólarnir byrjaðir og fólk komið aftur í vinnu eftir sumarfrí. Markaðurinn verður því háðari viðskiptaferðum. Á sama tíma hefur tengiflugsleiðakerfið mjög góð áhrif á reksturinn, þar á meðal á nýtingu flotans og á lækkandi einingakostnað. Stundvísi var 86% í september,“ segir í tilkynningunni. Varðandi fyrirhugaðar ráðningar segir að þær séu í tækt við enn frekari umsvif flugfélagsins sem muni taka fjórar nýjar flugvélar í notkun næsta vor. Rúmlega þrjú þúsund manns sóttu um auglýstar stöður. Haft er eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Play að félagið sé nokkuð ánægð með sætanýtinguna fyrir septembermánuð enda mánuður sem alla jafna sé krefjandi í fluggeiranum. „Þá eru vetrarmánuðirnir sem fram undan eru jafnframt venjulega krefjandi fyrir flugfélög en salan hjá okkur hefur hins vegar verið sterk síðustu vikur eftir rólegt tímabil síðsumars. Við höldum því áfram á okkar vegferð; bætum við áfangastöðum, flugvélum og starfsfólki fyrir næsta sumar. Styrkur tengiflugsleiðakerfisins býr til sveigjanleika til að bregðast við þegar eftirspurn sveiflast á milli markaða. Það er einmitt vegna sveigjanleikans sem við förum örugg inn í veturinn. Daglegur rekstur stendur áfram styrkum fæti, við erum stolt af stundvísi félagsins og viðskiptavinir okkar eru alla jafna mjög ánægðir með þjónustu Play. Þessi atriði gera mig stoltan af starfsfólki Play á hverjum degi og gera það að verkum að ég horfi bjartsýnn til framtíðar,“ er haft eftir Birgir Jónsson, forstjóri Play.
Play Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Bætir við sig öðrum áfangastað í Portúgal Flugfélagið Play hefur hafið sölu á áætlunarferðum til borgarinnar Porto í Portúgal. 6. október 2022 10:32 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Bætir við sig öðrum áfangastað í Portúgal Flugfélagið Play hefur hafið sölu á áætlunarferðum til borgarinnar Porto í Portúgal. 6. október 2022 10:32