Verkfallsaðgerðir raski plönum mörg þúsund farþega Flugumferðarstjórar hafa samþykkt verkfallsaðgerðir á tveimur dögum í næstu viku til viðbótar við aðgerðir á morgun og næsta fimmtudag. Enn er fundað í Karphúsinu og bendir því allt til að það verði af fyrirhugaðri vinnustöðvun í nótt sem mun hafa áhrif á mörg þúsund farþega. Innlent 11. desember 2023 20:10
Pallíettur og jólakokteilar í hádeginu hjá flugfreyjum Icelandair Gígja Sigríður Guðjónsdóttir, flugfreyja og matarbloggari, bauð vinkonum sínum og samstarfskonum hjá Icelandair í ljúffengan jólabrunch að heimili sínu í Keflavík á dögunum. Pallíettur, jólakokteilar og hláturssköll einkenndu jólagleðina. Jól 11. desember 2023 18:01
Stefnir í mikla röskun á millilanda- og innanlandsflugi á morgun Komur og brottfarir rúmlega fjörutíu flugvéla raskast á Keflavíkurflugvelli og allt innanlandsflug liggur niðri frá klukkan fjögur í fyrrramálið til klukkan tíu, náist ekki samningar í kjaradeilu flugumferðarstjóra við Ísavia í dag. Formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segir frekari aðgerðir í undirbúningi. Innlent 11. desember 2023 11:49
Enn reynt að ná utan um lausa þræði Flugumferðarstjórar munu enn að óbreyttu leggja niður störf á þriðjudag og fimmtudag í næstu viku. Samninganefndir Félags flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins funduðu í tvo klukkutíma hjá ríkissáttasemjara í gær en samtökin fara með samningsumboð Isavia í deilunni. Innlent 9. desember 2023 11:01
Óheimilt verði að fljúga með hunda og ketti í farþegarými Óheimilt verður að flytja hunda og ketti til landsins í farþegarými flugvéla samkvæmt drögum að breytingu á reglugerð um innflutning hunda og katta. Innlent 8. desember 2023 12:39
Kartöfluummælin hjálpi lítið: „Þú getur rétt ímyndað þér hvernig fólk tekur þessu“ Arnar Hjálmsson, formaður Félags flugumferðarstjóra, gefur lítið fyrir ummæli Sigríðar Margrétar Oddsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, sem sagði að ef hún væri jólasveinninn þá myndi hún gefa flugumferðarstjórum kartöflu í skóinn. Hann segist ekki vita hver meðallaun flugumferðarstjóra séu og að hann láti hækkunina sem farið sé fram á liggja á samningsborðinu. Innlent 7. desember 2023 20:49
Segir ánægjulegt að sjá tölur um skattspor ferðaþjónustu Skattspor ferðaþjónustunnar í fyrra nam 92 milljörðum króna, ef þröngt er reiknað, samkvæmt tölum sem birtar voru í dag. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar spáir því að greinin afli hátt í fjörutíu prósent gjaldeyristekna þjóðarbúsins í ár. Innlent 7. desember 2023 20:40
Ríkissáttasemjari boðar til fundar í deilu flugumferðarstjóra Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar samningsaðila í kjaraviðræðum Félags flugumferðarstjóra og Isavia klukkan eitt í Karphúsinu á morgun. Innlent 7. desember 2023 13:40
Gæfi flugumferðarstjórum kartöflu í skóinn Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir fráleitt að flugumferðarstjórar boði nú til þriðja verkfallsins á fimm árum á meðan unnið sé að gerð nýrrar þjóðarsáttar á meðal allra aðila vinnumarkaðarins. Innlent 7. desember 2023 12:18
Milljónasekt fyrir lyfjasmygl Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann til að greiða tæplega 1,1 milljón króna í sekt fyrir að hafa staðið að ólöglegu lyfjasmygli með því að flytja á annað hundrað töflur af ávana- og fíknilyfinu Alprazolam Krka til landsins með flugi. Innlent 7. desember 2023 08:25
Verkfallið komi á „gríðarlega vondum tíma“ Flugfélögin Play og Icelandair skoða nú viðbrögð sín við fyrirhuguðu verkfalli flugumferðarstjóra á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun í næstu viku. Innlent 6. desember 2023 21:40
Flugumferðarstjórar boða til verkfalls í næstu viku Flugumferðarstjórar munu að óbreyttu leggja niður störf á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun í næstu viku. Samningar milli þeirra og Isavia hafa verið lausir í rúma tvo mánuði og formaður Félags flugumferðarstjóra segir enn töluvert bera í milli. Innlent 6. desember 2023 16:47
Enn fjölgar Bæjarins beztu á flugvellinum Pylsuvagnar Bæjarins beztu pylsna eru orðnir þrír á Keflavíkurflugvelli eftir opnun nýs staðar í síðustu viku. Viðskipti innlent 6. desember 2023 07:01
Rútubílstjóri Airport Direct fékk áfallahjálp eftir slysið Framkvæmdastjóri Airport Direct segir rútubílstjóra fyrirtækisins, sem keyrði á erlendan ferðamann fyrir utan Leifsstöð í gærmorgun, í áfalli eftir atvikið. Erfiðar aðstæður hafi verið þegar slysið varð í ljósaskiptum. Innlent 5. desember 2023 13:29
Lá föst undir rútu á Keflavíkurflugvelli Rúta ók á ferðamann fyrir utan Leifsstöð í gærmorgun. Að sögn lögreglustjórans á Suðurnesjum er líðan ferðamannsins eftir atvikum góð. Innlent 5. desember 2023 09:26
Ferðaþjónustan vill „hóflegan vöxt“ þrátt fyrir metnaðarfull vaxtarplön Icelandair Ferðaþjónusta hérlendis vill hóflegan vöxt eins og tíðkast hefur alþjóðlega, þar sem hann hefur verið á bilinu tvo til þrjú prósent á ári, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, aðspurður um hvort horft sé til þess ferðamönnum muni fjölga hratt hérlendis gangi hressileg stækkunaráform flugfélagsins Icelandair eftir. Innherji 5. desember 2023 07:00
Vélinni snúið við á miðri leið Flugvél Icelandair á leið til Þýskalands var snúið við vegna veðurs í morgun. Innlent 2. desember 2023 12:07
Vinnur þú 500.000 kr. gjafabréf út í heim? Hvernig á að velja jólagjafir? Þessi árlegu heilabrot eru í fullum gangi á heimilum um allt land. Öll langar okkur að gefa gjafir sem hitta í mark. Eitthvað sem viðtakandinn elskar að fá og nýtur í botn. En hvað á það að vera? Það er stóra aðventuspurningin. Lífið samstarf 1. desember 2023 09:08
Japanar vilja kyrrsetja herflugvélar eftir slys Yfirvöld í Japan hafa beðið Bandaríkjamenn um að stöðva notkun V-22 Osprey flugvéla nærri eyríkinu um tíma. Það er eftir að ein slík flugvél féll í hafið undan ströndum Japan í gær, miðvikudag. Erlent 30. nóvember 2023 13:12
Flogið daglega til Eyja á meðan Herjólfur er í slipp Icelandair mun fljúga daglega til Vestmannaeyja á meðan Herjólfur fer í slipp. Gerður hefur verið samningur við Vegagerðina þess efnis. Gert er ráð fyrir því að Herjólfur sigli að nýju til Eyja um miðja næsta viku. Innlent 29. nóvember 2023 15:01
Bandarísk herflugvél hrapaði í sjóinn við Japan Bandarísk herflugvél hafnaði í sjónum undan ströndum Japans í morgun. Lík eins úr flugvélinni hefur fundist í sjónum en sex eru sagðir hafa verið um borð. Flugvélin var af gerð sem kallast V-22 Osprey og er nokkurs konar blendingur þyrlu og hefðbundinnar flugvélar. Erlent 29. nóvember 2023 11:07
Flugu yfir Atlantshafið á fitu og sykri Flugmenn Virgin Atlantic flugu í gær farþegaþotu yfir Atlantshafið á eingöngu fitu og sykri, ekki hefðbundnu eldsneyti. Er það í fyrsta sinn sem slíkt er gert en flugvélin losar um sjötíu prósent minna af gróðurhúsalofttegundum en hefðbundnar farþegaþotur. Viðskipti erlent 29. nóvember 2023 10:29
Breytt afkomuspá vegna jarðhræringa: Hlutir hafi verið teknir úr samhengi Flugfélagið Play hefur tilkynnt að afkomuspá fyrir árið eigi ekki lengur við. Jarðhræringar á Reykjanesskaga og áhrif þeirra á eftirspurn til skemmri tíma orsaki það. Viðskipti innlent 28. nóvember 2023 18:50
ChangeGroup leysir Arion banka af hólmi Alþjóðlega fyrirtækið ChangeGroup átti hagkvæmasta tilboðið í samkeppni um fjármálaþjónustu á Keflavíkurflugvelli og snýr því aftur í flugstöðina í byrjun febrúar 2024. Fyrirtækið verður með tvær gjaldeyrisskiptastöðvar á flugvellinum, eitt rými fyrir endurgreiðslu virðisaukaskatts og gjaldeyrishraðbanka víða um flugstöðina eftir þörfum. Viðskipti innlent 28. nóvember 2023 17:15
Svona var lífið hjá setuliðinu í Keflavík árið 1955 Fyrir nokkrum árum rakst Einar Óskar Sigurðsson fyrir tilviljun á ljósmyndasafn til sölu á Ebay. Hluti myndanna reyndust vera frá Íslandi á árunum eftir seinna stríð og voru teknar af óþekktum bandarískum manni sem gegndi herþjónustu hér á landi á sjötta áratugnum. Lífið 26. nóvember 2023 13:20
Semja aftur um flug til Húsavíkur Samningar hafa náðst milli Flugfélagsins Ernis og Vegagerðarinnar um áframhaldandi flug til Húsavíkur næstu þrjá mánuði og verður í kjölfarið ákveðið með framhaldið. Viðskipti innlent 25. nóvember 2023 16:32
Icelandair áformar að stækka flotann í allt að hundrað vélar fyrir árið 2037 Stjórnendur Icelandair stefna á að flugfélagið vaxi úr 39 flugvélum í 70 til 100 árið 2037, á 100 ári afmæli þess. Framkvæmdastjóri hjá félaginu sagði að markmiðið væri raunhæft en hvort það gangi eftir muni ráðast af markaðsaðstæðum. Forstjóri Icelandair telur hins vegar að of háir umhverfisskattar gætu orðið Þrándur í Götu. Innherji 23. nóvember 2023 16:53
Ófært Áætlunarflug til Vestmannaeyja í sinni hefðbundnu mynd hefur legið niðri frá því að Ernir hætti að fljúga til Vestmannaeyja haustið 2020 ef frá eru taldir þeir samningar sem samgönguráðuneytið gerði á sínum tíma annars vegar við Icelandair og hins vegar Erni um lágmarksflug til Eyja í örfáa daga á viku. Ekkert reglulegt flug hefur verið til eða frá Eyjum frá því um miðjan apríl síðastliðinn. Skoðun 23. nóvember 2023 10:30
Isavia sýknað af milljarðakröfu í deilu um rútustæði Isavia ohf. var í gær sýknað af öllum kröfum Airport Direct ehf. og Hópbíla ehf. í máli sem sneri að deilum um rútustæði við Keflavíkurflugvöll. Airport Direct krafðist greiðslu upp á tæplega milljarð króna og Hópbílar 170 milljóna króna og helmingunar á gjaldi sem fyrirtækið greiðir fyrir notkun svokallaðra nærstæða. Viðskipti innlent 23. nóvember 2023 07:00
Dæmdur fyrir að afhöfða mann með flugvél Franskur flugmaður hefur verið sakfelldur fyrir að afhöfða fallhlífarstökkvara með flugvélarvæng árið 2018. Flugmaðurinn flaug á fallhlífarstökkvarann, sem hafði skömmu áður stokkið úr þessari sömu flugvél, í um fjögur þúsund metra hæð. Erlent 22. nóvember 2023 14:11